Eurotunnel sekkur í skuldafenið 14. júlí 2006 07:15 lest í eurotunnel. Rekstraraðilar ganganna undir Ermarsund hafa farið dómstólaleiðina til að fá að frysta skuldir félagsins. MYND/AFP Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna sem liggja undir Ermarsundi frá Bretlandi til Frakklands, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Félagið hefur átt við gríðarlegan fjárhagsvanda að stríða allt frá því gangagerðinni lauk árið 1994 og hefur farið þess á leit við lánardrottna að þeir skipti 8,7 milljarða evru skuld Eurotunnel í tvo hluta. Skuldin svarar til rúmra 824 milljarða króna íslenskra króna. Lánardrottnar hafa fram til þessa ekki stutt tillögu þessa efnis en þeir krefjast þess að rekstrarfélagið greiði hluta skuldanna í reiðufé en afganginn í hlutum í Eurotunnel. Byggingarkostnaður ganganna undir Ermarsund nam 9,8 milljörðum evra, rúmum 900 milljörðum íslenskra króna. Umferð um göngin hefur ekki verið jafn mikil áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það komið niður á afkomu rekstrarfélagsins sem er í eigu 800.000 hluthafa. Verði dómstólar í Frakklandi við beiðni rekstaraðila Eurotunnel þá fær fyrirtækið frest í hálft ár til að hagræða í rekstri og leita frekari samninga við lánardrottna. Rekstrarfélag Eurotunnel hafði vonast til að ná samningum við lánardrottna og boðaði til hluthafafundar í lok júlí. Fundinum var hins vegar frestað eftir að ákveðið var að fara dómstólaleiðina. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna sem liggja undir Ermarsundi frá Bretlandi til Frakklands, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Félagið hefur átt við gríðarlegan fjárhagsvanda að stríða allt frá því gangagerðinni lauk árið 1994 og hefur farið þess á leit við lánardrottna að þeir skipti 8,7 milljarða evru skuld Eurotunnel í tvo hluta. Skuldin svarar til rúmra 824 milljarða króna íslenskra króna. Lánardrottnar hafa fram til þessa ekki stutt tillögu þessa efnis en þeir krefjast þess að rekstrarfélagið greiði hluta skuldanna í reiðufé en afganginn í hlutum í Eurotunnel. Byggingarkostnaður ganganna undir Ermarsund nam 9,8 milljörðum evra, rúmum 900 milljörðum íslenskra króna. Umferð um göngin hefur ekki verið jafn mikil áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það komið niður á afkomu rekstrarfélagsins sem er í eigu 800.000 hluthafa. Verði dómstólar í Frakklandi við beiðni rekstaraðila Eurotunnel þá fær fyrirtækið frest í hálft ár til að hagræða í rekstri og leita frekari samninga við lánardrottna. Rekstrarfélag Eurotunnel hafði vonast til að ná samningum við lánardrottna og boðaði til hluthafafundar í lok júlí. Fundinum var hins vegar frestað eftir að ákveðið var að fara dómstólaleiðina.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira