Eistnaflug í Neskaupstað 14. júlí 2006 15:15 stefán magnússon & Ragnheiður maría dóttir hans. Aðalskipuleggjandi Eistnaflugsins segist vonast til að fá helmingi fleiri gesti heldur en í fyrra. Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara. Eistnaflug Menning Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara.
Eistnaflug Menning Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira