Erlent

Einn þungt haldinn á gjörgæsludeild

Nautahlaup Tugir manna slösuðust lítillega í nautahlaupinu í Pamplona í gær.
Nautahlaup Tugir manna slösuðust lítillega í nautahlaupinu í Pamplona í gær. MYND/AP

Tugir manna slösuðust í sjötta nautahlaupinu af átta á San Fermin-hátíðinni í Pamplona á Spáni í gær. Þó ráku vel hyrnd nautin engan í gegn og eingöngu einn maður slasaðist illa þegar nautin tröðkuðu á honum. Hann var lagður inn á sjúkrahús með nokkuð alvarlega bak- og höfuðáverka, en var þó ekki í lífshættu.Hlaupið stóð í tvær og hálfa mínútu.

Bandaríkjamaður, sem slasaðist mikið á fyrsta degi hátíðarinnar, þegar fimm ungum kúm var sleppt lausum á nautaatsvelli meðal fjölda fólks, liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu.

Þrettán manns hafa farist í nautahlaupinu síðan árið 1924.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×