Erlent

Aftur fyrir öryggisráð SÞ

Fundað um Íran Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, t.h., og Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í París í gær.
Fundað um Íran Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, t.h., og Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í París í gær. MYND/AP

Stjórnvöld sex heimsvelda ákváðu í gær að senda Íran aftur fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hugsanlega gæti fyrirskipað refsiaðgerðir. Ástæðan er sú að heimsveldin telja Írana ekki hafa sýnt neina alvöru í samningaviðræðum varðandi auðgun þeirra á úrani.

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands, Rússlands, Kína og Þýskalands funduðu um málið í París í gær, en þeir hafa verið að reyna að fá Írana til að samþykkja pakkatilboð af viðskiptasamningum í skiptum fyrir að hætta auðgun á úrani. Íranar hafa aftur á móti sagt að of mikið í tilboðinu virki tvímælis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×