Erlent

Asíuflugið er mest vaxandi

Stöðugt fleiri farþegar kjósa að fljúga með finnska flugfélaginu Finnair en tekjurnar fara minnkandi. Ástæðan er sú að samkeppnin er hörð og olían verður stöðugt dýrari, að sögn Dagens Industri.

Finnair flýgur til margra Asíulanda og hefur eftirspurnin farið vaxandi á þeim flugleiðum, fjöldi farþega jókst um 24 prósent í júní og flutningagetan um tæp tuttugu prósent. Straumur og FL Group eiga yfir tuttugu prósent í félaginu á móti 55 prósentum finnska ríkisins og öðrum fjárfestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×