Erlent

Vilja herstöð í Tékklandi

Bandarískir sérfræðingar munu ferðast til Tékklands í næstu viku í þeim tilgan-gi að leita að hugsanlegri staðsetningu fyrir bandaríska herstöð, þar sem langdrægar eldflaugar yrðu geymdar.

Þessum eldflaugum yrði ætlað að verja Evrópu gegn hugsanlegum árásum frá Mið-Austurlöndum, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytis Tékklands í gær.

Finni sérfræðingarnir heppilega staðsetningu, mun tékkneska ríkisstjórnin ákveða hvort leyfa beri bandaríska herstöð í Tékklandi, að sögn talsmannsins.Þegar hafa sérfræðingar Bandaríkjahers farið í svipaða ferð til Póllands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×