Erlent

Glæpir og hryðjuverk sem Shamil Basajev var sakaður um að eiga aðild að

13. október 2005 Byssumenn gera árás á lögreglu í Nalchik í héraði nálægt Tsjetsjeníu. 139 farast í árásinni, þar af 94 árásarmenn.

1. september 2004 30 tsjetsjenskir aðskilnaðarsinnar hertaka skóla í Beslan í Norður-Ossetíu. 331 ferst í sprengingum og kúlnahríð eftir tveggja daga umsátur.

24. ágúst 2004 Tvær flugvélar hrapa nær samtímis á flugvelli í Moskvu beint eftir flugtak vegna sjálfsmorðsárásar. 90 láta lífið.

9. maí 2004 Sprengja springur á leikvangi í Grozní, höfuðborg Tsjetsjeníu. Meðal 24 látinna er forseti landsins, Akhmad Kadyrov.

5. desember 2003 44 farast í sjálfsmorðssprengju í lest, tveimur dögum fyrir þingkosningar í Rússlandi.

27. desember 2002 Bílsprengja eyðileggur aðsetur héraðsstjórnar Tsjetsjeníu í Grozní og 72 láta lífið.

23. október 2002 Tsjetsjenskir vígamenn taka um 800 manns í gíslingu í rússnesku leikhúsi. Tveimur dögum seinna ráðast rússneskar sérsveitir inn í leikhúsið. 129 gíslar og 41 gíslatökumannanna látast, en flestir dóu vegna taugagassins sem sérsveitirnar notuðu til að yfirbuga árásarmennina.

Ágúst 1999 Fjórar íbúðabyggingar í Moskvu springa og um 300 manns deyja. Basajev neitar ábyrgð, en árásin er notuð sem ein af ástæðum Rússa fyrir innrás í Tsjetsjeníu.

14. júní 1995 Basajev leiðir vígahóp í spítalann í Budyonnovsk. 1000 manns eru teknir í gíslingu og um hundrað eru drepnir. Fleiri deyja þegar rússneski herinn ræðst inn í spítalann þremur dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×