Erlent

Vilja viðskipti við Kína

kínverskir sjúklingar Í Taívan er gert út á ferðamennsku með boðum um bætta heilbrigðisþjónustu.
kínverskir sjúklingar Í Taívan er gert út á ferðamennsku með boðum um bætta heilbrigðisþjónustu. MYND/AP

Fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum í Taívan vonast til þess að fá fleiri velstæða kínverska kúnna til að sækja sér læknisþjónustu þar í landi og segja hana betri en hjá sambærilegum kínverskum fyrirtækjum.

Um tíu þúsund kínverskir ferðamenn heimsækja landið í hverjum mánuði þrátt fyrir að beinar samgöngur séu bannaðar milli landanna, en löndin hafa ekki átt í opinberu sambandi síðan árið 1949 þegar borgarastyrjöld klauf bandalag þeirra.

Einkafyrirtæki í báðum löndunum vinna að því að aflétta ferðabanninu, en stjórnvöld í löndunum eru tregari til slíks og vísa til öryggisákvæða.- khh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×