Viðskipti erlent

Vöruskiptajöfnuður hagstæður í Kína

Úr kínversku kauphöllinni. Fjármálasérfræðingar telja að gengi gjaldmiðils Kínverja sé haldið lágum til að auka virði vöruskipta í landinu.
Úr kínversku kauphöllinni. Fjármálasérfræðingar telja að gengi gjaldmiðils Kínverja sé haldið lágum til að auka virði vöruskipta í landinu. Mynd/AFP

Vöruskipti í Kína voru hagstæð um 14,5 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði tæplega 1.100 milljarða íslenskra króna, í júní.

Þetta er 113 milljarða króna aukning frá mánuðinum á undan. Útflutningurin jókst um 23,3 prósentur frá sama tíma fyrir ári en innflutningur jókst um 18,9 prósent á milli ára.

Niðurstaðan er langt umfram væntingar fjármálasérfræðinga, sem telja blikur á lofti að gengi júansins, gjaldmiðils Kína, sé haldið lágu með handafli til að gefa jákvæðari niðurstöðu af vöruskiptajöfnuðinum.

Hagfræðingur við kauphöll Kína segist búast við hagstæðum vöruskiptajöfnuði út árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×