Erlent

Fyrrum hippar mótmæla

Mótmæli Árið 1976 mótmælti þessi hópur danskra hippa og leikara framkomu Bandaríkjastjórnar við indjána. Nú ætla þeir að gera hið sama vegna Guantanamo fangabúðanna.
Mótmæli Árið 1976 mótmælti þessi hópur danskra hippa og leikara framkomu Bandaríkjastjórnar við indjána. Nú ætla þeir að gera hið sama vegna Guantanamo fangabúðanna. MYND/AP

Hópur danskra fyrrverandi hippa, sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum fyrir mótmæli sín gegn Bandaríkjunum, ætlar að koma saman á ný í næstu viku til að mótmæla framkomu bandarískra yfirvalda gagnvart föngunum í Guantanamo-fangabúðunum.

Um 450 fyrrum Kristjaníubúar og meðlimir leikhópsins Solvognen ætla að standa í appelsínugulum fangasamfestingum fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna, 4. júlí.

Þar sem fólkið er þó allt orðið miðaldra nú, hefur það beðið um leyfi fyrir fundinum, ólíkt því sem áður var.- smk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×