Erlent

Ófriður á Gaza-strönd

ráðist inn á Gaza-svæðið Þúsundir ísraelskra hermanna, ásamt herflugvéla og skriðdreka, réðust inn á Gaza-svæðið í gær í þeim yfirlýsta tilgangi að frelsa félaga sinn sem herskáir Palestínumenn rændu á sunnudag.
ráðist inn á Gaza-svæðið Þúsundir ísraelskra hermanna, ásamt herflugvéla og skriðdreka, réðust inn á Gaza-svæðið í gær í þeim yfirlýsta tilgangi að frelsa félaga sinn sem herskáir Palestínumenn rændu á sunnudag. MYND/AP

Mikil átök brutust út á Gaza-svæðinu í gær, eftir að þúsundir ísraelskra landgönguliða réðust inn á svæðið. Innrásin var gerð í kjölfar nokkurra loft­árása þar sem Ísraelsher skaut sprengjum og eyðilagði þrjár brýr og eina orkuver svæðisins.

Árás Ísraelshers er yfirlýst tilraun til að leysa úr haldi ísraelskan hermann sem rænt var á sunnudag, en talið er að palestínskir uppreisnarmenn hafi staðið að mannráninu.

Heimastjórn Palestínu, sem Hamas-liðar leiða, kallaði í gær eftir fangaskiptum við Ísrael, en áður hafði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, aftekið að slík skipti gætu farið fram þegar uppreisnarmennirnir fóru fram á að Ísraelar slepptu palestínskum konum og börnum úr fangelsum í stað upplýsinga um hermanninn.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árás Ísraela og sagði hana "glæp gegn mannréttindum".

Olmert sagði árás Ísraela hins vegar vera bara byrjunina og að ísraelskir hermenn hikuðu ekki við að grípa til "róttækra aðgerða" til að frelsa hermanninn.

Talsmenn uppreisnarmanna sögðu ránið á hermanninum ekki vera mannrán í eiginlegri merkingu þess orðs, heldur væri þetta hluti af lögmætum hernaðarátökum og bættu við að búast mætti við frekari ránum á ísraelskum hermönnum, yfirgæfi herinn ekki Gaza-svæðið.

Jafnframt heyrðust óstaðfestar fregnir af frekari mannránum á Ísraelum á svæðinu.

Ekki bárust tilkynningar um neitt manntjón á Gaza-svæðinu í gær, en íbúar þess hófu að sanka að sér vatns- og ljósgjafabirgðum, því raforkuverið sem skemmt var þjónar um 65 prósentum svæðisins og er aflgjafi vatnsdælanna á svæðinu.

Evrópusambandið kallaði eftir friðsamlegri lausn á málinu, en talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði Ísraela hafa rétt til að verja




Fleiri fréttir

Sjá meira


×