Dönsuðu af fögnuði 27. júní 2006 05:00 Dansað í Dili Fólk safnaðist saman á götum í Austur-Tímor í gær og dansaði til að fagna afsögn forsætisráðherrans. Margir höfðu málað sig hvíta í tilefni dagsins. MYND/AP Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum. Erlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum.
Erlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira