Verðskulduð viðurkenning 27. júní 2006 00:01 17. júní var haldinn hátíðlegur um land allt, venju samkvæmt og fátt kom á óvart. Veðurguðirnir léku ýmsa leiki, mismunandi eftir landshornum en mannfólkið brosti og veifaði fánum og blöðrum, jafnt í sólskini sem rigningu. Ein sjónvarpsstöðin hélt úti beinni útsendingu úr miðbæ Reykjavíkur daglangt og fréttamaður minntist á það að hátíðahöld væru víðar en í Reykjavík. 17. júní væri líka haldinn hátíðlegur úti á landi og t.d. væri mikið um dýrðir í Kópavogi og Hafnarfirði. Ég trúi því að fleirum hafi brugðið nokkuð við þessa skilgreiningu landsbyggðar en mér. Meðal fastra liða á þjóðhátíðardegi er veiting hinnar íslensku fálkaorðu. Skiptar skoðanir eru um heiðurinn og ekki síður þá einstaklinga sem valdir eru hverju sinni. Hvað sem líður ólíkum viðhorfum og jafnvel fordómum í garð Riddarakrossins er verið að heiðra fólk fyrir vel unnin störf og að þessu sinni gladdi mig sérstaklega að heyra í fréttum að Margét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hjallastefnunnar hefði verið sæmd þessum heiðri. Það hefur verið líkast ótrúlegu ævintýri að fylgjast með frumkvöðlastarfi Margrétar Pálu á undanförnum árum. Eins og mörgum öðrum brautryðjendum mætti henni mikill mótbyr fyrstu árin, svo mjög að hún hætti störfum sínum í leikskóla og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. Sem betur fer ákváðu foreldrar og samstarfsfólk hennar í Hafnarfirði að fylkja sér að baki henni svo hún sneri til baka til hugsjónar sinnar og nú er Hjallastefnan orðið formlegt fyrirtæki sem rekur nokkra leikskóla og einn barnaskóla að auki. Starfið er enn sem fyrr brautryðjendastarf, enn er verið að forma nýjar hugmyndir og prófa sig áfram en leiðarljós alls starfsins er hagur og velferð barnanna. Sú sama hugsun býr auðvitað að baki öllu skólastarfi, hvort sem um er að ræða leikskóla Hjallastefnunnar eða aðra skóla en hugmyndafræði Hjallastefnunnar lýtur að ýmsum þáttum sem eru ekki ríkjandi í skólastefnu annarra skóla. Hæst hefur borið kynjaskiptingu skólans sem á sínum tíma var mjög umdeild og er jafnvel enn. Margrét Pála hefur leitt að því mjög sannfærandi rök að það henti betur að kenna stúlkum og drengjum í aðskildum hópum vegna þess að þannig fái þau betur notið sín sem einstaklingar. Í blönduðum hópum sé meiri hætta á að drengir miði sig við stúlkur og forðist þannig "kvenlega" leiki og hið sama gildi um stúlkurnar. Með því að hafa kynin í aðskildum hópum fái þau betur notið sín á eigin forsendum. En Hjallastefnan snýst um annað og fleira en kynjaskiptingu hópa. Þar er t.d. líka kveðið sérstaklega á um nálægð við ósnortna náttúru og virkjun ímyndunarafls barna. Sú kynslóð sem nú elur upp börn, og þó enn frekar sú kynslóð sem nú er komin í hlutverk afa og ömmu, rifjar upp með blik í augum þá daga þegar börnin léku sér úti daglangt, sulluðu í fjörunni, fleyttu spýtum í læknum, klifruðu í brekkum og drullumölluðu. Foreldrar og afar og ömmur nútímans segja gjarnan að börn fái í dag ekki tækifæri til að virkja ímyndunaraflið, þau hangi bara í tölvum og séu jafnvel hætt að lesa bækur, sem augljóslega virkja þó ímyndunaraflið meira en kvikmyndir. En Hjallastefnan byggir ekki síst á að virkja þetta ímyndunarafl; "bjóða upp á opið leikefni þar sem ímyndun barna ræður ferðinni og sjálfbjarga börn skapa sinn eigin leikheim í friði innan ramma leikskólans" (4. meginregla Hjallastefnunnar). Þar er líka fjallað sérstaklega um að kenna börnum að virða umhverfið með nægjusemi og hófsemi svo nokkuð sé nefnt. Eftir margra ára baráttu hefur hugsjón Margrétar Pálu loksins hlotið verðskuldaða virðingu og þótt veiting hinnar íslensku fálkaorðu sé gleðiefni og verðskuldaður heiður er hitt ekki minna um vert að nú er langur biðlisti inn á alla leikskóla Hjallastefnunnar og hugmyndafræðin er orðin útflutningsvara. Hver hefði trúað því fyrir 17 árum síðan? Allt skólafólk og uppalendur hljóta enda að leggja við hlustir þegar stofnandi stefnunnar ræðir um uppeldismál og hugsjónir sínar því hún ræðir af einstakri virðingu og viti um málefni barna. Margréti Pálu og öðrum handhöfum hinnar íslensku fálkaorðu óska ég til hamingju með verðskuldaðan heiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
17. júní var haldinn hátíðlegur um land allt, venju samkvæmt og fátt kom á óvart. Veðurguðirnir léku ýmsa leiki, mismunandi eftir landshornum en mannfólkið brosti og veifaði fánum og blöðrum, jafnt í sólskini sem rigningu. Ein sjónvarpsstöðin hélt úti beinni útsendingu úr miðbæ Reykjavíkur daglangt og fréttamaður minntist á það að hátíðahöld væru víðar en í Reykjavík. 17. júní væri líka haldinn hátíðlegur úti á landi og t.d. væri mikið um dýrðir í Kópavogi og Hafnarfirði. Ég trúi því að fleirum hafi brugðið nokkuð við þessa skilgreiningu landsbyggðar en mér. Meðal fastra liða á þjóðhátíðardegi er veiting hinnar íslensku fálkaorðu. Skiptar skoðanir eru um heiðurinn og ekki síður þá einstaklinga sem valdir eru hverju sinni. Hvað sem líður ólíkum viðhorfum og jafnvel fordómum í garð Riddarakrossins er verið að heiðra fólk fyrir vel unnin störf og að þessu sinni gladdi mig sérstaklega að heyra í fréttum að Margét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hjallastefnunnar hefði verið sæmd þessum heiðri. Það hefur verið líkast ótrúlegu ævintýri að fylgjast með frumkvöðlastarfi Margrétar Pálu á undanförnum árum. Eins og mörgum öðrum brautryðjendum mætti henni mikill mótbyr fyrstu árin, svo mjög að hún hætti störfum sínum í leikskóla og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. Sem betur fer ákváðu foreldrar og samstarfsfólk hennar í Hafnarfirði að fylkja sér að baki henni svo hún sneri til baka til hugsjónar sinnar og nú er Hjallastefnan orðið formlegt fyrirtæki sem rekur nokkra leikskóla og einn barnaskóla að auki. Starfið er enn sem fyrr brautryðjendastarf, enn er verið að forma nýjar hugmyndir og prófa sig áfram en leiðarljós alls starfsins er hagur og velferð barnanna. Sú sama hugsun býr auðvitað að baki öllu skólastarfi, hvort sem um er að ræða leikskóla Hjallastefnunnar eða aðra skóla en hugmyndafræði Hjallastefnunnar lýtur að ýmsum þáttum sem eru ekki ríkjandi í skólastefnu annarra skóla. Hæst hefur borið kynjaskiptingu skólans sem á sínum tíma var mjög umdeild og er jafnvel enn. Margrét Pála hefur leitt að því mjög sannfærandi rök að það henti betur að kenna stúlkum og drengjum í aðskildum hópum vegna þess að þannig fái þau betur notið sín sem einstaklingar. Í blönduðum hópum sé meiri hætta á að drengir miði sig við stúlkur og forðist þannig "kvenlega" leiki og hið sama gildi um stúlkurnar. Með því að hafa kynin í aðskildum hópum fái þau betur notið sín á eigin forsendum. En Hjallastefnan snýst um annað og fleira en kynjaskiptingu hópa. Þar er t.d. líka kveðið sérstaklega á um nálægð við ósnortna náttúru og virkjun ímyndunarafls barna. Sú kynslóð sem nú elur upp börn, og þó enn frekar sú kynslóð sem nú er komin í hlutverk afa og ömmu, rifjar upp með blik í augum þá daga þegar börnin léku sér úti daglangt, sulluðu í fjörunni, fleyttu spýtum í læknum, klifruðu í brekkum og drullumölluðu. Foreldrar og afar og ömmur nútímans segja gjarnan að börn fái í dag ekki tækifæri til að virkja ímyndunaraflið, þau hangi bara í tölvum og séu jafnvel hætt að lesa bækur, sem augljóslega virkja þó ímyndunaraflið meira en kvikmyndir. En Hjallastefnan byggir ekki síst á að virkja þetta ímyndunarafl; "bjóða upp á opið leikefni þar sem ímyndun barna ræður ferðinni og sjálfbjarga börn skapa sinn eigin leikheim í friði innan ramma leikskólans" (4. meginregla Hjallastefnunnar). Þar er líka fjallað sérstaklega um að kenna börnum að virða umhverfið með nægjusemi og hófsemi svo nokkuð sé nefnt. Eftir margra ára baráttu hefur hugsjón Margrétar Pálu loksins hlotið verðskuldaða virðingu og þótt veiting hinnar íslensku fálkaorðu sé gleðiefni og verðskuldaður heiður er hitt ekki minna um vert að nú er langur biðlisti inn á alla leikskóla Hjallastefnunnar og hugmyndafræðin er orðin útflutningsvara. Hver hefði trúað því fyrir 17 árum síðan? Allt skólafólk og uppalendur hljóta enda að leggja við hlustir þegar stofnandi stefnunnar ræðir um uppeldismál og hugsjónir sínar því hún ræðir af einstakri virðingu og viti um málefni barna. Margréti Pálu og öðrum handhöfum hinnar íslensku fálkaorðu óska ég til hamingju með verðskuldaðan heiður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun