Vinna unglingar of mikið? 13. júní 2006 00:01 Einn ljúfra sumarboða á Íslandi eru snyrtilegri útivistarsvæði í þéttbýli. Allt vetrarruslið sem við höfum fleygt frá okkur er tekið upp og fjarlægt, gömul laufblöð og dauðar greinar hverfa og í staðinn koma falleg sumarblóm. Hraustlegir unglingar vinna daglangt við snyrtingu umhverfisins og árangur lætur ekki á sér standa. Sami hópur plantar nýjum trjám þar sem það á við, grisjar og lagfærir göngustíga. Starfsmennirnir sem annast þetta verkefni eru að stórum hluta unglingar úr elstu bekkjum grunnskóla og yngstu bekkjum framhaldsskóla. Þeim veitir sjálfsagt ekki af að dusta af sér námsbókaryk vetrarins og komast út í sólina og sumarið, rigninguna og rokið, því sumarveðrið er fjölbreytt hér á landi. Mig brestur þekkingu til að vita upphaf slíkrar starfsemi fyrir unglinga á vegum bæjarfélaga. Lengi vel var talað um unglingavinnu og líklegt er að upphafið hafi tengst litlu atvinnuframboði fyrir unglinga. Á þeim tíma lauk skólaárinu í maí og það hófst að nýju í september. Unglingar höfðu því rúma þrjá mánuði í sumarfrí og sumir reyndar lengri tíma, einkum í dreifðum byggðum enda næg verkefni til sveita fyrir vinnufúsar hendur. Á Íslandi hefur vinnusemi löngum þótt dyggð og betra að vinna meira. Nú fjölgar þeim röddum sem efast um gæði mikils vinnuálags og rætt er um álagsbundna sjúkdóma svo sem vöðvabólgu, vefjagigt og fleira. Sumarfrí nemenda í skólum hafa styst verulega og grunnskólanemendur gengu flestir út í sumarið 6. júní og eiga að mæta aftur til starfa 21. eða 22. ágúst. Sumarfrí þeirra er því tæpar ellefu vikur þetta árið. En eftir að 13 ára aldri er náð er sumarfrí unglinga í fæstum tilvikum svo langt. Margir fara reyndar í frí með foreldrum sínum en aðrir vinna sumarlangt og fá því lítið frí. Við hljótum að fara að velta því fyrir okkur hvort vinnuálag á unglingum sé ekki orðið of mikið, ekki síst í ljósi þess hve algengt er að nemendur í tíunda bekk grunnskóla og jafnvel þeim níunda líka vinni með skóla. Flestum ætti að vera ljóst að nám er fullt starf en af einhverjum ástæðum eru mörg dæmi um að unglingar afli fjár með náminu. Spyrja má hvort þarna liggi að baki fjárhagsörðugleikar heimilanna en í ljósi veltu samfélagsins og innkaupum er það hæpið nema í fáum tilvikum. Þá má velta því fyrir sér hvort hrein og bein peningagræðgi sé ástæða allrar þessarar vinnu eða mikil neysluhyggja unga fólksins. Og svo má líka hugleiða hvort með þessu almenna viðhorfi samfélagsins sé verið að gera lítið úr námi. Flestir eru þó sammála um að það sé af hinu góða að hafa nóg fyrir stafni og iðjulausir unglingar í dag eyddu sjálfsagt tíma sínum í misgóða tölvuleiki yfir örfáar sumarvikur, frekar en útiveru, sem veitir þó ekki af eftir langan og dimman vetur. Þess vegna þóttu mér það daprar fréttir að dæmi eru um niðurskurð verkefna á vegum sveitarfélaga þar sem vinnufúsar hendur í vinnuskólum þeirra eru ekki nógu margar. Unglingar velja frekar önnur störf þar sem þau eru í boði og sjálfsagt liggja ýmsar ástæður þar að baki. Foreldrar ættu þó að íhuga starfsumhverfið vel áður en ákveðið er hvar unglingurinn vinnur sumarlangt. Í vinnuskólum sveitarfélaga er að öllu jöfnu vel hugsað um starfsfólkið, þetta eru almennt reyklausir vinnustaðir (vænti ég) og hugað er að uppbroti á starfi, farið í vettvangsferðir og leiki, grillað og ýmislegt skemmtilegt í boði auk útiveru og góðrar hreyfingar í starfi. Vissulega bjóða fleiri vinnustaðir ágætt starfsumhverfi en vinnuskólarnir hafa þó nokkra sérstöðu að þessu leyti. Hitt er annað að víða bjóðast hærri laun en hjá sveitarfélögum og þó kannski frekar fleiri vinnustundir á viku og fleiri starfsvikur yfir sumarið. Vonandi ræður það þó ekki úrslitum þegar valinn er vinnustaður sumarsins. Mikilvægt er að unglingar hafi gott starfsumhverfi og góðar fyrirmyndir á vinnustað. Af einhverjum ástæðum hefur það ekki þótt sérlega flott að vinna í vinnuskólum. Hér þarf að verða hugarfarsbreyting í huga fullorðna fólksins, sem má ekki bara hugsa um væntanlegar tekjur unglingsins yfir sumarmánuðina heldur ekki síður starfsumhverfið. Og vonandi fækkar dæmum um vinnu unglinga í grunnskóla á starfstíma skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Einn ljúfra sumarboða á Íslandi eru snyrtilegri útivistarsvæði í þéttbýli. Allt vetrarruslið sem við höfum fleygt frá okkur er tekið upp og fjarlægt, gömul laufblöð og dauðar greinar hverfa og í staðinn koma falleg sumarblóm. Hraustlegir unglingar vinna daglangt við snyrtingu umhverfisins og árangur lætur ekki á sér standa. Sami hópur plantar nýjum trjám þar sem það á við, grisjar og lagfærir göngustíga. Starfsmennirnir sem annast þetta verkefni eru að stórum hluta unglingar úr elstu bekkjum grunnskóla og yngstu bekkjum framhaldsskóla. Þeim veitir sjálfsagt ekki af að dusta af sér námsbókaryk vetrarins og komast út í sólina og sumarið, rigninguna og rokið, því sumarveðrið er fjölbreytt hér á landi. Mig brestur þekkingu til að vita upphaf slíkrar starfsemi fyrir unglinga á vegum bæjarfélaga. Lengi vel var talað um unglingavinnu og líklegt er að upphafið hafi tengst litlu atvinnuframboði fyrir unglinga. Á þeim tíma lauk skólaárinu í maí og það hófst að nýju í september. Unglingar höfðu því rúma þrjá mánuði í sumarfrí og sumir reyndar lengri tíma, einkum í dreifðum byggðum enda næg verkefni til sveita fyrir vinnufúsar hendur. Á Íslandi hefur vinnusemi löngum þótt dyggð og betra að vinna meira. Nú fjölgar þeim röddum sem efast um gæði mikils vinnuálags og rætt er um álagsbundna sjúkdóma svo sem vöðvabólgu, vefjagigt og fleira. Sumarfrí nemenda í skólum hafa styst verulega og grunnskólanemendur gengu flestir út í sumarið 6. júní og eiga að mæta aftur til starfa 21. eða 22. ágúst. Sumarfrí þeirra er því tæpar ellefu vikur þetta árið. En eftir að 13 ára aldri er náð er sumarfrí unglinga í fæstum tilvikum svo langt. Margir fara reyndar í frí með foreldrum sínum en aðrir vinna sumarlangt og fá því lítið frí. Við hljótum að fara að velta því fyrir okkur hvort vinnuálag á unglingum sé ekki orðið of mikið, ekki síst í ljósi þess hve algengt er að nemendur í tíunda bekk grunnskóla og jafnvel þeim níunda líka vinni með skóla. Flestum ætti að vera ljóst að nám er fullt starf en af einhverjum ástæðum eru mörg dæmi um að unglingar afli fjár með náminu. Spyrja má hvort þarna liggi að baki fjárhagsörðugleikar heimilanna en í ljósi veltu samfélagsins og innkaupum er það hæpið nema í fáum tilvikum. Þá má velta því fyrir sér hvort hrein og bein peningagræðgi sé ástæða allrar þessarar vinnu eða mikil neysluhyggja unga fólksins. Og svo má líka hugleiða hvort með þessu almenna viðhorfi samfélagsins sé verið að gera lítið úr námi. Flestir eru þó sammála um að það sé af hinu góða að hafa nóg fyrir stafni og iðjulausir unglingar í dag eyddu sjálfsagt tíma sínum í misgóða tölvuleiki yfir örfáar sumarvikur, frekar en útiveru, sem veitir þó ekki af eftir langan og dimman vetur. Þess vegna þóttu mér það daprar fréttir að dæmi eru um niðurskurð verkefna á vegum sveitarfélaga þar sem vinnufúsar hendur í vinnuskólum þeirra eru ekki nógu margar. Unglingar velja frekar önnur störf þar sem þau eru í boði og sjálfsagt liggja ýmsar ástæður þar að baki. Foreldrar ættu þó að íhuga starfsumhverfið vel áður en ákveðið er hvar unglingurinn vinnur sumarlangt. Í vinnuskólum sveitarfélaga er að öllu jöfnu vel hugsað um starfsfólkið, þetta eru almennt reyklausir vinnustaðir (vænti ég) og hugað er að uppbroti á starfi, farið í vettvangsferðir og leiki, grillað og ýmislegt skemmtilegt í boði auk útiveru og góðrar hreyfingar í starfi. Vissulega bjóða fleiri vinnustaðir ágætt starfsumhverfi en vinnuskólarnir hafa þó nokkra sérstöðu að þessu leyti. Hitt er annað að víða bjóðast hærri laun en hjá sveitarfélögum og þó kannski frekar fleiri vinnustundir á viku og fleiri starfsvikur yfir sumarið. Vonandi ræður það þó ekki úrslitum þegar valinn er vinnustaður sumarsins. Mikilvægt er að unglingar hafi gott starfsumhverfi og góðar fyrirmyndir á vinnustað. Af einhverjum ástæðum hefur það ekki þótt sérlega flott að vinna í vinnuskólum. Hér þarf að verða hugarfarsbreyting í huga fullorðna fólksins, sem má ekki bara hugsa um væntanlegar tekjur unglingsins yfir sumarmánuðina heldur ekki síður starfsumhverfið. Og vonandi fækkar dæmum um vinnu unglinga í grunnskóla á starfstíma skóla.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun