Stefnufesta og sveigjanleiki 2. júní 2006 00:01 Það vekur athygli að einn helsti sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna, Vinstrihreyfingin - grænt framboð, virðist ekki ætla að vinna neina sigra þegar kemur að meirihlutamyndunum. Þegar þessar línur eru skrifaðar virðist hugsanlegt að flokkurinn taki ef til vill þátt í meirihluta í einu sveitarfélagi. Kosningasigur VG mun því nýtast í stjórnarandstöðu hér og þar, en þó stjórnarandstaða sé vissulega mikilvæg veitir hún óneitanlega minni áhrif en aðild að meirihluta. En þessi niðurstaða hefur víðtækari áhrif fyrir Vinstri græna og getur skipt mjög miklu máli bæði fyrir sjálfsmynd flokksins og þá ímynd sem hann fær hjá hinum almenna kjósanda. Ætlar Vinstrihreyfingin - grænt framboð að vera hreinn mótmælaflokkur sem hefur það hlutverk eitt að standa á hliðarlínunni og gagnrýna það sem miður fer og tala fyrir félagslegum áherslum eða ætar hann að vera flokkur sem gagnrýnir það sem miður fer, talar fyrir félagslegum áherslum og er tilbúinn að taka þátt í meirihlutasamstarfi á landsvísu eða í sveitarstjórnum þótt það kosti einhverjar málamiðlanir? Hið stóra mikilvægi stjórnarandstöðu er jú að skapa raunhæfan valkost við stjórnina - ekki bara sýndarvalkost. Á þessu tvennu er mjög mikill munur. Meðal annars skiptir þetta máli fyrir matreiðsluna á stefnumálum flokksins. Óhjákvæmilega hefur það áhrif hvort flokkurinn þarf að hafa í huga að hann kunni sjálfur einn góðan veðurdag að lenda í stjórn sveitarfélags eða ríkisins eða hvort hann telur sig hafa frítt spil. Ef hann velur seinni kostinn mun hann haldast í því að vera mótmælaflokkur - flokkur sem kosinn er þegar óánægja er almenn með aðra valkosti. Ef hann velur seinni kostinn þá er eðli flokksins óhjákvæmilega annað og yfirbragðið "ábyrgara". Það er með öðrum orðum mikill munur á því hvort Vinstri grænir skynja sig og eru skynjaðir sem valdasækinn flokkur eða valdafælinn. Rétt er að undirstrika að hér er verið að tala um ímynd flokksins og sjálfsmynd í tengslum við meirihlutasamstarf. Í þessari viku hafa komið upp dæmi þar sem þessi ímynd/sjálfsmynd hefur skipt miklu máli fyrir myndun meirihluta. Þannig má segja að valdafælni hafi birst í því að flokksmenn hafa verið tilbúnir að fórna meirihlutasamstarfi fyrir til þess að gera smávægileg atriði, eins og í Árborg og jafnvel víðar. Sömuleiðis má segja að ímynd annarra stjórnmálaafla af VG sem valdafælnum mótmælaflokki hafi orðið til að menn treystu sér ekki til að mynda knappa meirihluta með flokknum, eins og segja má að gerst hafi á Akureyri og jafnvel Reykjavík. Öfugt við VG má segja að sá flokkur sem mestu tapaði hafi náð mjög verulegum árangri við að hafa áhrif í meirihlutamyndunum. Framsókn hefur í undanförnum kosningum átt á brattann að sækja, jafnan unnið sína sigra með því að gera betur en kannanir sögðu til um. Í þetta sinn var það þó á mörkunum að flokkurinn sigraði kannanirnar, nema kannski í Reykjavík þar sem flokkurinn náði inn manni með ærnum herkostnaði. Ósigur Framsóknar mun kalla á mikla naflaskoðun í flokknum og ekki er að efa að sú skoðun mun að verulegu leyti snúast um skilgreiningar. Hún mun snúast um að flokkurinn þurfi að skilgreina sig betur hugmyndafræðilega og skerpa á því fyrir hvað hann ætlar að standa. Að því leyti er ímynd flokksins mjög óskýr, bæði hjá almenningi og hjá flokksmönnum sjálfum. Ýmis af grundvallarmálum flokksins virðast komin á flot í stökkbreyttu samfélagi á sama tíma og engum dylst að flokkurinn er valdasækinn og vill hafa áhrif og er sérstaklega flinkur í að tefla slíkar skákir. Enda sýnir það sig að framsóknarmenn eru víða komnir að í meirihluta og geta fyrir vikið haft veruleg áhrif. Gagnrýnin beinist enda ekki síst að því að þeir hafi verið of tilbúnir til samstarfs og málamiðlana - þeir hafi verið of valdasæknir og ekki staðið fast á neinu grundvallarmáli. Eflaust eru dæmi um það að Framsókn komist að meirihlutasamstarfi á grundvelli óskýrrar grundvallarhugmyndafræði og enn á t.d. eftir að koma í ljós hvernig endanlegur málefnasamningur í Reykjavík lítur út. Hitt er líka víst að leikni og færni framsóknarmanna í meirihlutasamstarfi - valdasækni þeirra - hefur skapað þeim ímynd sem veldur því að önnur stjórnmálaöfl treysta þeim til samstarfs. Þannig gerist það að einn helsti ósigur flokks í kosningunum snýst upp í sigra Framsóknarflokksins í meirihlutamyndun. Á sama tíma tekst einum helsta sigurvegara kosninganna, VG, að ræna ósigrinum af Framsóknarflokknum þegar kemur að meirihlutasamstarfi næstu fjögur árin. Skýringanna er að leita í hlutföllum stefnufestu og sveigjanleika - nokkuð sem báðir flokkar þurfa að taka afstöðu til fyrir alþingiskosningarnar að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Það vekur athygli að einn helsti sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna, Vinstrihreyfingin - grænt framboð, virðist ekki ætla að vinna neina sigra þegar kemur að meirihlutamyndunum. Þegar þessar línur eru skrifaðar virðist hugsanlegt að flokkurinn taki ef til vill þátt í meirihluta í einu sveitarfélagi. Kosningasigur VG mun því nýtast í stjórnarandstöðu hér og þar, en þó stjórnarandstaða sé vissulega mikilvæg veitir hún óneitanlega minni áhrif en aðild að meirihluta. En þessi niðurstaða hefur víðtækari áhrif fyrir Vinstri græna og getur skipt mjög miklu máli bæði fyrir sjálfsmynd flokksins og þá ímynd sem hann fær hjá hinum almenna kjósanda. Ætlar Vinstrihreyfingin - grænt framboð að vera hreinn mótmælaflokkur sem hefur það hlutverk eitt að standa á hliðarlínunni og gagnrýna það sem miður fer og tala fyrir félagslegum áherslum eða ætar hann að vera flokkur sem gagnrýnir það sem miður fer, talar fyrir félagslegum áherslum og er tilbúinn að taka þátt í meirihlutasamstarfi á landsvísu eða í sveitarstjórnum þótt það kosti einhverjar málamiðlanir? Hið stóra mikilvægi stjórnarandstöðu er jú að skapa raunhæfan valkost við stjórnina - ekki bara sýndarvalkost. Á þessu tvennu er mjög mikill munur. Meðal annars skiptir þetta máli fyrir matreiðsluna á stefnumálum flokksins. Óhjákvæmilega hefur það áhrif hvort flokkurinn þarf að hafa í huga að hann kunni sjálfur einn góðan veðurdag að lenda í stjórn sveitarfélags eða ríkisins eða hvort hann telur sig hafa frítt spil. Ef hann velur seinni kostinn mun hann haldast í því að vera mótmælaflokkur - flokkur sem kosinn er þegar óánægja er almenn með aðra valkosti. Ef hann velur seinni kostinn þá er eðli flokksins óhjákvæmilega annað og yfirbragðið "ábyrgara". Það er með öðrum orðum mikill munur á því hvort Vinstri grænir skynja sig og eru skynjaðir sem valdasækinn flokkur eða valdafælinn. Rétt er að undirstrika að hér er verið að tala um ímynd flokksins og sjálfsmynd í tengslum við meirihlutasamstarf. Í þessari viku hafa komið upp dæmi þar sem þessi ímynd/sjálfsmynd hefur skipt miklu máli fyrir myndun meirihluta. Þannig má segja að valdafælni hafi birst í því að flokksmenn hafa verið tilbúnir að fórna meirihlutasamstarfi fyrir til þess að gera smávægileg atriði, eins og í Árborg og jafnvel víðar. Sömuleiðis má segja að ímynd annarra stjórnmálaafla af VG sem valdafælnum mótmælaflokki hafi orðið til að menn treystu sér ekki til að mynda knappa meirihluta með flokknum, eins og segja má að gerst hafi á Akureyri og jafnvel Reykjavík. Öfugt við VG má segja að sá flokkur sem mestu tapaði hafi náð mjög verulegum árangri við að hafa áhrif í meirihlutamyndunum. Framsókn hefur í undanförnum kosningum átt á brattann að sækja, jafnan unnið sína sigra með því að gera betur en kannanir sögðu til um. Í þetta sinn var það þó á mörkunum að flokkurinn sigraði kannanirnar, nema kannski í Reykjavík þar sem flokkurinn náði inn manni með ærnum herkostnaði. Ósigur Framsóknar mun kalla á mikla naflaskoðun í flokknum og ekki er að efa að sú skoðun mun að verulegu leyti snúast um skilgreiningar. Hún mun snúast um að flokkurinn þurfi að skilgreina sig betur hugmyndafræðilega og skerpa á því fyrir hvað hann ætlar að standa. Að því leyti er ímynd flokksins mjög óskýr, bæði hjá almenningi og hjá flokksmönnum sjálfum. Ýmis af grundvallarmálum flokksins virðast komin á flot í stökkbreyttu samfélagi á sama tíma og engum dylst að flokkurinn er valdasækinn og vill hafa áhrif og er sérstaklega flinkur í að tefla slíkar skákir. Enda sýnir það sig að framsóknarmenn eru víða komnir að í meirihluta og geta fyrir vikið haft veruleg áhrif. Gagnrýnin beinist enda ekki síst að því að þeir hafi verið of tilbúnir til samstarfs og málamiðlana - þeir hafi verið of valdasæknir og ekki staðið fast á neinu grundvallarmáli. Eflaust eru dæmi um það að Framsókn komist að meirihlutasamstarfi á grundvelli óskýrrar grundvallarhugmyndafræði og enn á t.d. eftir að koma í ljós hvernig endanlegur málefnasamningur í Reykjavík lítur út. Hitt er líka víst að leikni og færni framsóknarmanna í meirihlutasamstarfi - valdasækni þeirra - hefur skapað þeim ímynd sem veldur því að önnur stjórnmálaöfl treysta þeim til samstarfs. Þannig gerist það að einn helsti ósigur flokks í kosningunum snýst upp í sigra Framsóknarflokksins í meirihlutamyndun. Á sama tíma tekst einum helsta sigurvegara kosninganna, VG, að ræna ósigrinum af Framsóknarflokknum þegar kemur að meirihlutasamstarfi næstu fjögur árin. Skýringanna er að leita í hlutföllum stefnufestu og sveigjanleika - nokkuð sem báðir flokkar þurfa að taka afstöðu til fyrir alþingiskosningarnar að ári.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun