Vakað eftir úrslitum 30. maí 2006 00:01 Við fórum úr vinnufötunum og fundum okkur frambærilegri klæðnað, bóndinn setti upp snoturt bindi, sonurinn fór í sómasamlega skyrtu og frúin lappaði upp á andlitið á sér. Síðan lögðum við í hann með bros á vör enda hátíð í bæ. Þetta var að sjálfsögðu á laugardaginn, kjördag í sveitarstjórnarkosningum. Kjördagur er hátíðisdagur og ætti jafnvel að vera almennur fánadagur. Fátt er hátíðlegra en að nýta sér þennan grundvallarrétt til að hafa áhrif á stjórn sveitarfélaga og ríkis og uppfylla jafnframt þessa sömu samfélagslegu skyldu. Það er nefnilega bæði réttur okkar og skylda að kjósa. Það er gaman að fara á kjörstað og finna stemninguna sem þar ríkir, hitta glaðbeitta, spariklædda frambjóðendur sem heilsa óvenju hlýlega, finna eftirvæntinguna sem liggur í loftinu og fara svo inn í kjörklefa með atkvæðaseðilinn, treina sér örlítið að setja x-ið á réttan stað og ganga að því loknu út, hnarreistur og ánægður með sitt framlag. Svo þarf að fylgjast grannt með framvindu mála í fréttum, bíða spenntur eftir fyrstu tölum um tíu að kvöldi og vaka fram á miðja nótt til að hlusta, vega og meta. Þetta er skemmtilegt. Það getur svo hver haft sína skoðun á því hvort aðdragandi kosninganna var skemmtilegur og enn frekar hvort niðurstöður voru góðar. Sitt sýnist hverjum í því máli. Hér í Kópavogi voru frambjóðendur sýnilegir en ekki ágengir fyrir þessar kosningar, stefnumál þeirra nokkuð ljós og kosningabarátta virtist málefnaleg. Frambjóðendur í Reykjavík voru líka vel sýnilegir, sumir svo mjög að mér þóttu þeir næstum ágengir og bý þó í öðru sveitarfélagi. Sem kennari saknaði ég reyndar meiri umræðu um skólamál, jafnt í höfuðborginni sem mínu heimasveitarfélagi, en þau geta kennarar rætt í það óendanlega svo sjálfsagt er erfitt að koma til móts við okkur að því leyti. Fleiri mál brenna líka á kjósendum og þarf engan að undra að skipulagsmál höfuðborgarinnar skyldu vega svo þungt í umræðunni, í slíkum ólestri sem þau virðast vera. Vísari menn en ég spá í niðurstöður. Sveitarstjórnarkosningar eru að mörgu leyti miklu skemmtilegri en alþingiskosningar enda birtist þar mun fjölbreyttari spegill. Til dæmis er ekki boðið fram eftir flokkum í öllum sveitarfélögum. Sums staðar skiptast menn í tvær fylkingar sem geta heitið T-listi eða S-listi eða eitthvað allt annað og aðeins heimamenn vita hvað býr þar að baki. Mér finnst afar áhugavert að fylgjast með niðurstöðum í sveitarfélögum um allt land enda sat ég með kosningavöku Fréttastofu útvarps í eyrunum langt fram á nótt og hlustaði á Valgerði Jóhannsdóttur og Brodda Broddason fréttamenn flytja tíðindi og viðtöl ásamt félögum sínum, sem voru á spretti langt fram eftir nóttu. Kosningavaka Fréttastofu útvarps hefur mér alltaf fundist áhugaverðust ljósvakamiðla í sveitarstjórnarkosningum enda yfirleitt fljótust með upplýsingarnar og kemur þeim öllum á framfæri meðan sjónvarpsstöðvarnar láta lítil sveitarfélög liggja milli hluta. Þessa nótt saknaði ég hinsvegar Vestfirðinga og Austfirðinga í útsendingunni. Karl Eskil Pálsson, fréttamaður á Akureyri, stóð sig mjög vel og tók mörg viðtöl við nýkjörna og endurkjörna sveitarstjórnarmenn í sveitarfélögum um allt Norðurland en lítið sem ekkert heyrðist að austan eða vestan. Ég veit ekki hverju er um að kenna en á svæðisstöðvunum á Ísafirði og Egilsstöðum, eins og á Akureyri, starfa heimamenn með mikla reynslu og gríðarlega þekkingu á sveitarfélögunum í sínum landshluta. Mér þótti því nokkur synd að þessir góðu kraftar skyldu ekki nýtast betur en raun bar vitni. Sveitarstjórnarkosningar eru einmitt tækifæri til að virkja þá miklu þekkingu sem er fyrir hendi á svæðisstöðvunum og var gert með ágætum frá Akureyri en miður frá hinum. Ég gat heldur ekki séð að svæðisstöðvarnar væru með dagskrá á sunnudegi eftir kjördag eins og væri einmitt upplagt í sveitarstjórnarkosningum. Þetta gengur vonandi betur næst. En þessa kosninganótt stóðu fjölmiðlar sig vel eins og þeirra var von og vísa. Fréttafíklar njóta þess að hlusta á útvarpið og horfa á a.m.k. tvær sjónvarpsstöðvar á milli þess sem hlaupið er í tölvuna og staðan tekin þar. Þegar þessi orð eru slegin í tölvu á sunnudagskvöldi standa meirihlutaviðræður yfir víða, einhverjir kunna að hafa náð saman nú þegar og flestar sveitarstjórnir væntanlega tilbúnar til starfa þegar þetta blað kemur í hendur lesenda sinna. Til hamingju með nýju sveitarstjórnirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Við fórum úr vinnufötunum og fundum okkur frambærilegri klæðnað, bóndinn setti upp snoturt bindi, sonurinn fór í sómasamlega skyrtu og frúin lappaði upp á andlitið á sér. Síðan lögðum við í hann með bros á vör enda hátíð í bæ. Þetta var að sjálfsögðu á laugardaginn, kjördag í sveitarstjórnarkosningum. Kjördagur er hátíðisdagur og ætti jafnvel að vera almennur fánadagur. Fátt er hátíðlegra en að nýta sér þennan grundvallarrétt til að hafa áhrif á stjórn sveitarfélaga og ríkis og uppfylla jafnframt þessa sömu samfélagslegu skyldu. Það er nefnilega bæði réttur okkar og skylda að kjósa. Það er gaman að fara á kjörstað og finna stemninguna sem þar ríkir, hitta glaðbeitta, spariklædda frambjóðendur sem heilsa óvenju hlýlega, finna eftirvæntinguna sem liggur í loftinu og fara svo inn í kjörklefa með atkvæðaseðilinn, treina sér örlítið að setja x-ið á réttan stað og ganga að því loknu út, hnarreistur og ánægður með sitt framlag. Svo þarf að fylgjast grannt með framvindu mála í fréttum, bíða spenntur eftir fyrstu tölum um tíu að kvöldi og vaka fram á miðja nótt til að hlusta, vega og meta. Þetta er skemmtilegt. Það getur svo hver haft sína skoðun á því hvort aðdragandi kosninganna var skemmtilegur og enn frekar hvort niðurstöður voru góðar. Sitt sýnist hverjum í því máli. Hér í Kópavogi voru frambjóðendur sýnilegir en ekki ágengir fyrir þessar kosningar, stefnumál þeirra nokkuð ljós og kosningabarátta virtist málefnaleg. Frambjóðendur í Reykjavík voru líka vel sýnilegir, sumir svo mjög að mér þóttu þeir næstum ágengir og bý þó í öðru sveitarfélagi. Sem kennari saknaði ég reyndar meiri umræðu um skólamál, jafnt í höfuðborginni sem mínu heimasveitarfélagi, en þau geta kennarar rætt í það óendanlega svo sjálfsagt er erfitt að koma til móts við okkur að því leyti. Fleiri mál brenna líka á kjósendum og þarf engan að undra að skipulagsmál höfuðborgarinnar skyldu vega svo þungt í umræðunni, í slíkum ólestri sem þau virðast vera. Vísari menn en ég spá í niðurstöður. Sveitarstjórnarkosningar eru að mörgu leyti miklu skemmtilegri en alþingiskosningar enda birtist þar mun fjölbreyttari spegill. Til dæmis er ekki boðið fram eftir flokkum í öllum sveitarfélögum. Sums staðar skiptast menn í tvær fylkingar sem geta heitið T-listi eða S-listi eða eitthvað allt annað og aðeins heimamenn vita hvað býr þar að baki. Mér finnst afar áhugavert að fylgjast með niðurstöðum í sveitarfélögum um allt land enda sat ég með kosningavöku Fréttastofu útvarps í eyrunum langt fram á nótt og hlustaði á Valgerði Jóhannsdóttur og Brodda Broddason fréttamenn flytja tíðindi og viðtöl ásamt félögum sínum, sem voru á spretti langt fram eftir nóttu. Kosningavaka Fréttastofu útvarps hefur mér alltaf fundist áhugaverðust ljósvakamiðla í sveitarstjórnarkosningum enda yfirleitt fljótust með upplýsingarnar og kemur þeim öllum á framfæri meðan sjónvarpsstöðvarnar láta lítil sveitarfélög liggja milli hluta. Þessa nótt saknaði ég hinsvegar Vestfirðinga og Austfirðinga í útsendingunni. Karl Eskil Pálsson, fréttamaður á Akureyri, stóð sig mjög vel og tók mörg viðtöl við nýkjörna og endurkjörna sveitarstjórnarmenn í sveitarfélögum um allt Norðurland en lítið sem ekkert heyrðist að austan eða vestan. Ég veit ekki hverju er um að kenna en á svæðisstöðvunum á Ísafirði og Egilsstöðum, eins og á Akureyri, starfa heimamenn með mikla reynslu og gríðarlega þekkingu á sveitarfélögunum í sínum landshluta. Mér þótti því nokkur synd að þessir góðu kraftar skyldu ekki nýtast betur en raun bar vitni. Sveitarstjórnarkosningar eru einmitt tækifæri til að virkja þá miklu þekkingu sem er fyrir hendi á svæðisstöðvunum og var gert með ágætum frá Akureyri en miður frá hinum. Ég gat heldur ekki séð að svæðisstöðvarnar væru með dagskrá á sunnudegi eftir kjördag eins og væri einmitt upplagt í sveitarstjórnarkosningum. Þetta gengur vonandi betur næst. En þessa kosninganótt stóðu fjölmiðlar sig vel eins og þeirra var von og vísa. Fréttafíklar njóta þess að hlusta á útvarpið og horfa á a.m.k. tvær sjónvarpsstöðvar á milli þess sem hlaupið er í tölvuna og staðan tekin þar. Þegar þessi orð eru slegin í tölvu á sunnudagskvöldi standa meirihlutaviðræður yfir víða, einhverjir kunna að hafa náð saman nú þegar og flestar sveitarstjórnir væntanlega tilbúnar til starfa þegar þetta blað kemur í hendur lesenda sinna. Til hamingju með nýju sveitarstjórnirnar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun