Samræmdu prófin 16. maí 2006 00:01 Enn einu sinni hafa nemendur 10. bekkja grunnskóla þreytt samræmd próf og voru heldur fegnir þegar þeim var lokið. Fjölmargir hópar fóru í óvissuferð strax að prófum loknum, ferð sem oftar en ekki er skipulögð og stjórnað af foreldrum og dæmi um frábært samstarf foreldra og skóla. Nemendur grunnskóla þreyta samræmd próf þrisvar á sinni skólagöngu, í 4. bekk, í 7. bekk og í 10. bekk. Nemendur 4. og 7. bekkja taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði en í 10. bekk geta bæst við enska, danska, samfélagsfræði og náttúrufræði. Nemendur 10. bekkja eiga þó val um fjölda prófa sem þeir taka. Samræmd próf eru í raun prýðilegt tæki til að mæla frammistöðu og þó einkum framfarir nemenda milli ára, bæði í námsgreinum og einstökum námsþáttum. Gallinn við samræmdu prófin í 10. bekk er hinsvegar sá að nánast er litið á þau sem inntökupróf í framhaldsskóla þótt sú sé ekki raunin nema að litlu leyti. Inntökuskilyrði í framhaldsskóla eru nefnilega yfirleitt miðuð við meðaltal skólaeinkunna og einkunnir á samræmdum prófum. Eftir tæpan mánuð útskrifast nemendur eftir 10 ára nám í grunnskóla. Í farteskinu hafa þeir einkunnir í samræmdum prófum, sem mæla árangur þeirra í 2-6 námsgreinum (eingöngu bóklegum greinum) og skólaeinkunnir sem byggja á mati kennara. Að baki skólaeinkunn er vinna alls vetrarins; próf og kannanir, vinnubækur, heimanám, frammistaða í kennslustundum, einstök verkefni af ýmsum stærðum og gerðum og sitthvað fleira. Kennarar leggja sig mjög fram um að gefa nemendum sanngjarna skólaeinkunn, sem speglar bæði þekkingu en ekki síður vinnubrögð þeirra í hverri grein. Skólaeinkunn er líka gefin í öllum námsgreinum og gefur því mun meiri upplýsingar um stöðu og getu nemenda frá öllum sjónarhornum séð en samræmd próf geta gert. Kannski ætti ekki að hafa samræmd próf í lok 10. bekkjar. Kannski væri betra að hafa þriðju og síðustu samræmdu prófin í grunnskóla að hausti þegar nemendur eru í 9. bekk. Þá væri hægt að meta stöðu þeirra í einstökum námsgreinum og námsþáttum og skólinn hefði tækifæri til að snerpa á þeim námsþáttum sem sýndu slakasta stöðu. Þannig yrðu samræmdu prófin ekki jafn afgerandi. Margir kvarta undan því að þessi próf stýri skólastarfi í 10. bekk alltof mikið. Í raun ættu þau frekar að vera stöðupróf og sýna nemanda, forráðamönnum hans og kennurum hver staðan er á ákveðnum tímapunkti. Með því að hafa prófin nær einu og hálfu ári fyrr en nú er yrðu þau ekki eins stýrandi og þaðan af síður ígildi inntökuprófs í framhaldsskóla eins og stundum er talað um. Þau yrðu það leiðbeinandi mælitæki sem þeim er ætlað að vera. Framhaldsskólar ættu þá um tvennt að velja; treysta námsmati grunnskóla alveg eða halda sín eigin inntökupróf. En samræmd próf eru góðra gjalda verð, svo fremi sem þau eru rétt notuð. Margir finna þeim allt til foráttu en raunin er sú að þau geta gefið ágætar upplýsingar. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir takmörkunum þeirra. Á íslenskuprófi nú í vor áttu nemendur m.a. að lesa þrjá, nokkuð langa, texta. Með hverjum texta fylgdu spurningar og markmiðið var að mæla lesskilning nemandans. Þeir sem eiga við lestrarörðugleika að stríða ráða illa eða ekki við þennan námsþátt. Væru þessir textar lesnir fyrir slíka nemendur gætu þeir hæglega svarað meðfylgjandi spurningum en þeir ráða ekki við að lesa svo mikinn texta sjálfir, síst undir tímapressu. Vissulega má segja að nemendur með umtalsverða lestrarörðugleika hafi ekki mikinn lesskilning. Það er hinsvegar ekki sanngjarnt að nemandi með ágæta íslenskukunnáttu og gott vald á málinu fái mjög lága íslenskueinkunn vegna þess að hann er ófær um að lesa langa texta. Hvernig ætli blindir nemendur þreyti þetta próf? Margir vilja leggja öll samræmd próf niður. Sennilega væri það nokkurt fljótræði því á undanförnum árum hefur byggst upp þekking og reynsla í gerð og mati á slíkum prófum. Þau eru að vísu misvel gerð frá ári til árs eins og öll mannanna verk en eigi að síður væri ástæðulaust að fleygja þeim alveg fyrir róða. Nær væri að nota þau eingöngu sem stöðupróf fyrir hvern nemanda, draga úr vægi þeirra gagnvart öðrum skólum og kannski væri skynsamlegra að prófa 9. bekkinga frekar en 10. bekkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Enn einu sinni hafa nemendur 10. bekkja grunnskóla þreytt samræmd próf og voru heldur fegnir þegar þeim var lokið. Fjölmargir hópar fóru í óvissuferð strax að prófum loknum, ferð sem oftar en ekki er skipulögð og stjórnað af foreldrum og dæmi um frábært samstarf foreldra og skóla. Nemendur grunnskóla þreyta samræmd próf þrisvar á sinni skólagöngu, í 4. bekk, í 7. bekk og í 10. bekk. Nemendur 4. og 7. bekkja taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði en í 10. bekk geta bæst við enska, danska, samfélagsfræði og náttúrufræði. Nemendur 10. bekkja eiga þó val um fjölda prófa sem þeir taka. Samræmd próf eru í raun prýðilegt tæki til að mæla frammistöðu og þó einkum framfarir nemenda milli ára, bæði í námsgreinum og einstökum námsþáttum. Gallinn við samræmdu prófin í 10. bekk er hinsvegar sá að nánast er litið á þau sem inntökupróf í framhaldsskóla þótt sú sé ekki raunin nema að litlu leyti. Inntökuskilyrði í framhaldsskóla eru nefnilega yfirleitt miðuð við meðaltal skólaeinkunna og einkunnir á samræmdum prófum. Eftir tæpan mánuð útskrifast nemendur eftir 10 ára nám í grunnskóla. Í farteskinu hafa þeir einkunnir í samræmdum prófum, sem mæla árangur þeirra í 2-6 námsgreinum (eingöngu bóklegum greinum) og skólaeinkunnir sem byggja á mati kennara. Að baki skólaeinkunn er vinna alls vetrarins; próf og kannanir, vinnubækur, heimanám, frammistaða í kennslustundum, einstök verkefni af ýmsum stærðum og gerðum og sitthvað fleira. Kennarar leggja sig mjög fram um að gefa nemendum sanngjarna skólaeinkunn, sem speglar bæði þekkingu en ekki síður vinnubrögð þeirra í hverri grein. Skólaeinkunn er líka gefin í öllum námsgreinum og gefur því mun meiri upplýsingar um stöðu og getu nemenda frá öllum sjónarhornum séð en samræmd próf geta gert. Kannski ætti ekki að hafa samræmd próf í lok 10. bekkjar. Kannski væri betra að hafa þriðju og síðustu samræmdu prófin í grunnskóla að hausti þegar nemendur eru í 9. bekk. Þá væri hægt að meta stöðu þeirra í einstökum námsgreinum og námsþáttum og skólinn hefði tækifæri til að snerpa á þeim námsþáttum sem sýndu slakasta stöðu. Þannig yrðu samræmdu prófin ekki jafn afgerandi. Margir kvarta undan því að þessi próf stýri skólastarfi í 10. bekk alltof mikið. Í raun ættu þau frekar að vera stöðupróf og sýna nemanda, forráðamönnum hans og kennurum hver staðan er á ákveðnum tímapunkti. Með því að hafa prófin nær einu og hálfu ári fyrr en nú er yrðu þau ekki eins stýrandi og þaðan af síður ígildi inntökuprófs í framhaldsskóla eins og stundum er talað um. Þau yrðu það leiðbeinandi mælitæki sem þeim er ætlað að vera. Framhaldsskólar ættu þá um tvennt að velja; treysta námsmati grunnskóla alveg eða halda sín eigin inntökupróf. En samræmd próf eru góðra gjalda verð, svo fremi sem þau eru rétt notuð. Margir finna þeim allt til foráttu en raunin er sú að þau geta gefið ágætar upplýsingar. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir takmörkunum þeirra. Á íslenskuprófi nú í vor áttu nemendur m.a. að lesa þrjá, nokkuð langa, texta. Með hverjum texta fylgdu spurningar og markmiðið var að mæla lesskilning nemandans. Þeir sem eiga við lestrarörðugleika að stríða ráða illa eða ekki við þennan námsþátt. Væru þessir textar lesnir fyrir slíka nemendur gætu þeir hæglega svarað meðfylgjandi spurningum en þeir ráða ekki við að lesa svo mikinn texta sjálfir, síst undir tímapressu. Vissulega má segja að nemendur með umtalsverða lestrarörðugleika hafi ekki mikinn lesskilning. Það er hinsvegar ekki sanngjarnt að nemandi með ágæta íslenskukunnáttu og gott vald á málinu fái mjög lága íslenskueinkunn vegna þess að hann er ófær um að lesa langa texta. Hvernig ætli blindir nemendur þreyti þetta próf? Margir vilja leggja öll samræmd próf niður. Sennilega væri það nokkurt fljótræði því á undanförnum árum hefur byggst upp þekking og reynsla í gerð og mati á slíkum prófum. Þau eru að vísu misvel gerð frá ári til árs eins og öll mannanna verk en eigi að síður væri ástæðulaust að fleygja þeim alveg fyrir róða. Nær væri að nota þau eingöngu sem stöðupróf fyrir hvern nemanda, draga úr vægi þeirra gagnvart öðrum skólum og kannski væri skynsamlegra að prófa 9. bekkinga frekar en 10. bekkinga.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun