Gráglettni örlaganna 12. maí 2006 00:01 Sú var tíð að helst var aldrei minnst á Ísland í dönskum blöðum, hvað þá öðrum fjölmiðlum. Almenningur í Danmörku vissi lítið sem ekkert um þessa gömlu hjálendu norður í Atlantshafinu. Fæst ungt fólk í Danmörku þekkir aukheldur til gamalla stjórnskipulegra tengsla við Ísland. Allt hefur þetta breyst á örskömmum tíma. Danskir fjölmiðlar eru fleytifullir af efni um Ísland. Fullyrða má að þar í landi sé ekki skrifað jafn mikið um nokkurt annað land að jöfnum fólksfjölda; og vera má að fullyrðingin standi þó að fólksfjöldasamanburði sé sleppt. Hvað hefur valdið þessum skyndilega áhuga danskra fjölmiðla á Íslandi? Ekki er það enduruppvakinn áhugi á norrænum menningararfi. Sú hugsjón er löngu sofnuð svefninum langa í dönskum fjölmiðlum. Áhuginn vaknaði hins vegar þegar íslenskir fjárfestar fóru að kaupa fyrirtæki og fasteignir í hjarta Kaupmannahafnar. Dagblaðið Berlingske Tidende hefur lengi verið flaggskip danskrar fjölmiðlunar, þó að það hafi um tíð verið í norskri eigu og strítt við bágan fjárhag. En Svíar framleiða núorðið Gammel Dansk; svo eignarhaldið er ekkert til að hafa minnimáttarkennd yfir. Sennilega nýtur ekkert dagblað á Norðurlöndum slíkrar virðingar sem Berlingske Tidende. Skrifum þess hefur til að mynda aldrei verið líkt við svokallaða gula pressu. Í gær birtist heilsíðugrein á baksíðu viðskiptablaðs Berlingske Tidende sem hófst á þessum orðum: "Það er gráglettni örlaganna að sagnaeyjan Ísland - á sama tíma og frumkvöðlar landsins ryksjúga upp öll fyrirtæki í Norður-Evrópu sem þeir geta keypt meðan íslenska krónan fellur - skuli eiga fjármálaráðherra sem er dýralæknir og sérfræðingur í fisksjúkdómum." Þarna er vel að orði komist og í engu hallað réttu máli. Þessi staðreynd um menntun fjármálaráðherra Íslands er þó sennilega því aðeins sett fram með svo afgerandi hætti að í þessu efni standa Danir að sjálfsögðu feti framar en gamla hjálendan. Þjóðarbúskapur Dana hefur ekki í annan tíma staðið í meiri blóma en á valdaferli núverandi efnahags- og atvinnumálaráðherra. Hann var lögregluþjónn áður en hann fór í stjórnmál og hóf nám við danska lögregluskólann 1975. Af opinberum gögnum verður hins vegar ekki ráðið hvort því námi er lokið. Það er haft til marks um sterkan þjóðarbúskap Danmerkur og þann gríðarlega árangur sem Danir hafa náð á því sviði undir forystu lögreglumannsins frá Fjóni að jafnvel íslenskir fjárfestar - sem bara eiga dýralækni fyrir fjármálaráðherra - sáu á dögunum gróðavon í því að kaupa húsnæði danska efnahags- og atvinnumálaráðuneytisins að Slotsholmsgade 10 til 12 í Kaupmannahöfn og hafa nú af því góðar leigutekjur. En gráglettni örlaganna ríður sjaldnast við einteyming. Daginn áður en Berlingske Tidende skrifaði af vinarþeli og hjartagæsku um íslenska dýralækninn úr Hafnarfirði var kynnt á fundi í Börsen, gegnt efnahags- og atvinnumálaráðuneytinu á Hallarhólmanum í Kaupmannahöfn, harðasta gagnrýni í aldarfjórðung frá OECD um ofhitnun í dönskum þjóðarbúskap. Hitt er ekki síður gráglettni örlaganna að sama dag og Berlingske Tidende birti grein sína um fjármálaráðherra gömlu hjálendunnar héldu þeir til sameiginlegs fundar í Vilníus í Litháen dýralæknirinn úr Hafnarfirði og lögregluþjónninn frá Fjóni til skrafs og ráðagerða við aðra norræna efnahags- og fjármálaráðherra. Berlingske Tidende ætti alltént ekki að þrjóta erindið vegna efnisskorts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sú var tíð að helst var aldrei minnst á Ísland í dönskum blöðum, hvað þá öðrum fjölmiðlum. Almenningur í Danmörku vissi lítið sem ekkert um þessa gömlu hjálendu norður í Atlantshafinu. Fæst ungt fólk í Danmörku þekkir aukheldur til gamalla stjórnskipulegra tengsla við Ísland. Allt hefur þetta breyst á örskömmum tíma. Danskir fjölmiðlar eru fleytifullir af efni um Ísland. Fullyrða má að þar í landi sé ekki skrifað jafn mikið um nokkurt annað land að jöfnum fólksfjölda; og vera má að fullyrðingin standi þó að fólksfjöldasamanburði sé sleppt. Hvað hefur valdið þessum skyndilega áhuga danskra fjölmiðla á Íslandi? Ekki er það enduruppvakinn áhugi á norrænum menningararfi. Sú hugsjón er löngu sofnuð svefninum langa í dönskum fjölmiðlum. Áhuginn vaknaði hins vegar þegar íslenskir fjárfestar fóru að kaupa fyrirtæki og fasteignir í hjarta Kaupmannahafnar. Dagblaðið Berlingske Tidende hefur lengi verið flaggskip danskrar fjölmiðlunar, þó að það hafi um tíð verið í norskri eigu og strítt við bágan fjárhag. En Svíar framleiða núorðið Gammel Dansk; svo eignarhaldið er ekkert til að hafa minnimáttarkennd yfir. Sennilega nýtur ekkert dagblað á Norðurlöndum slíkrar virðingar sem Berlingske Tidende. Skrifum þess hefur til að mynda aldrei verið líkt við svokallaða gula pressu. Í gær birtist heilsíðugrein á baksíðu viðskiptablaðs Berlingske Tidende sem hófst á þessum orðum: "Það er gráglettni örlaganna að sagnaeyjan Ísland - á sama tíma og frumkvöðlar landsins ryksjúga upp öll fyrirtæki í Norður-Evrópu sem þeir geta keypt meðan íslenska krónan fellur - skuli eiga fjármálaráðherra sem er dýralæknir og sérfræðingur í fisksjúkdómum." Þarna er vel að orði komist og í engu hallað réttu máli. Þessi staðreynd um menntun fjármálaráðherra Íslands er þó sennilega því aðeins sett fram með svo afgerandi hætti að í þessu efni standa Danir að sjálfsögðu feti framar en gamla hjálendan. Þjóðarbúskapur Dana hefur ekki í annan tíma staðið í meiri blóma en á valdaferli núverandi efnahags- og atvinnumálaráðherra. Hann var lögregluþjónn áður en hann fór í stjórnmál og hóf nám við danska lögregluskólann 1975. Af opinberum gögnum verður hins vegar ekki ráðið hvort því námi er lokið. Það er haft til marks um sterkan þjóðarbúskap Danmerkur og þann gríðarlega árangur sem Danir hafa náð á því sviði undir forystu lögreglumannsins frá Fjóni að jafnvel íslenskir fjárfestar - sem bara eiga dýralækni fyrir fjármálaráðherra - sáu á dögunum gróðavon í því að kaupa húsnæði danska efnahags- og atvinnumálaráðuneytisins að Slotsholmsgade 10 til 12 í Kaupmannahöfn og hafa nú af því góðar leigutekjur. En gráglettni örlaganna ríður sjaldnast við einteyming. Daginn áður en Berlingske Tidende skrifaði af vinarþeli og hjartagæsku um íslenska dýralækninn úr Hafnarfirði var kynnt á fundi í Börsen, gegnt efnahags- og atvinnumálaráðuneytinu á Hallarhólmanum í Kaupmannahöfn, harðasta gagnrýni í aldarfjórðung frá OECD um ofhitnun í dönskum þjóðarbúskap. Hitt er ekki síður gráglettni örlaganna að sama dag og Berlingske Tidende birti grein sína um fjármálaráðherra gömlu hjálendunnar héldu þeir til sameiginlegs fundar í Vilníus í Litháen dýralæknirinn úr Hafnarfirði og lögregluþjónninn frá Fjóni til skrafs og ráðagerða við aðra norræna efnahags- og fjármálaráðherra. Berlingske Tidende ætti alltént ekki að þrjóta erindið vegna efnisskorts.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun