Hollenskt rauðbeðusalat er magnað meðlæti 4. maí 2006 07:45 Hollenskar matarvenjur. Skarthönnuðuinn Rannveig bjó í Amsterdam í fimm ár og lærði þar ýmislegt um matarmenningu heimamanna. Þar borðaði hún m.a. strútskjöt en eitt strútsegg nægir í ommelettu fyrir 12 manns. Takið eftir myndinni á veggnum en hún er eftir Rannveigu. MYND/Vilhelm Matarvenjur Rannveigar Gissurardóttur skarthönnuðar eru nokkuð hollenskar sem skýrist af því að á námsárum bjó hún fimm ár í Amsterdam og saug þar í sig ýmsa visku heimamanna. Ég ætla að gefa lesendum uppskrift af hollensku rauðbeðusalati sem hentar afar vel með soðnum fisk og kartöflum og passar sérlega vel með silungi,segir Rannveig og bætir við að hún sé reyndar með æði fyrir fiski þessa dagana. Ég er eins og krakkarnir, fæ æði fyrir einhverju ákveðnu og vil þá ekkert annað. Fiskinn vill Rannveig hafa soðinn eða grillaðan og ekki kryddaðan með öðru en salti. Rannveig gefur einnig uppskrift af öðru salati sem passar ekki síður með fiski og er hún súrsæt. Eldamennska Rannveigar er annars frekar tilviljanakennd, hún notar sjaldan uppskriftir og eldar frekar af fingrum fram en uppáhaldshráefni hennar er hunang, geitaostur og kræklingur. Ég á alltaf íslenskt smjör, balsamik og ólívuolíu í skápunum enda eru þessi hlutir hvað mest ómissandi þegar eldamennska er annars vegar. Aðspurð af því hvað hana vanti helst í eldhúsið nefnir hún mandólín sem selt sé í Kokku. Ég á eitt sem er ekki nógu gott og mig langar í alvöru. Kannski bið ég bara um það í fertugsafmælisgjöf,segir Rannveig sem verður þó ekki fertug fyrr en eftir fjögur ár. Rauðbeðusalat (fyrir 2) 200-300 gr rauðbeður 1 rauðlaukur 3 msk fetaostur 1 msk rósapipar 1 msk balsamik 1 msk olívuolía Skerið rauðlaukinn og rauðbeðurnar niður og blandið öllu saman í krukku. Geymist inn í ísskáp. Hentar afar vel sem meðlæti með soðnum fisk og kartöflum. Súrsætt salat (fyrir 2) Saxaðar gulrætur og sellerí (jafnt af hvoru) Slatti af rúsínum 1 dl vatn 2 msk hunang 1 sítróna Leysið hunangið upp í heitu vatni, hakkið sítrónuna og blandið öllum hráefnunum út í vatnið og látið liggja í leginum í klst. áður en salatsins er neytt. Menning Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið
Matarvenjur Rannveigar Gissurardóttur skarthönnuðar eru nokkuð hollenskar sem skýrist af því að á námsárum bjó hún fimm ár í Amsterdam og saug þar í sig ýmsa visku heimamanna. Ég ætla að gefa lesendum uppskrift af hollensku rauðbeðusalati sem hentar afar vel með soðnum fisk og kartöflum og passar sérlega vel með silungi,segir Rannveig og bætir við að hún sé reyndar með æði fyrir fiski þessa dagana. Ég er eins og krakkarnir, fæ æði fyrir einhverju ákveðnu og vil þá ekkert annað. Fiskinn vill Rannveig hafa soðinn eða grillaðan og ekki kryddaðan með öðru en salti. Rannveig gefur einnig uppskrift af öðru salati sem passar ekki síður með fiski og er hún súrsæt. Eldamennska Rannveigar er annars frekar tilviljanakennd, hún notar sjaldan uppskriftir og eldar frekar af fingrum fram en uppáhaldshráefni hennar er hunang, geitaostur og kræklingur. Ég á alltaf íslenskt smjör, balsamik og ólívuolíu í skápunum enda eru þessi hlutir hvað mest ómissandi þegar eldamennska er annars vegar. Aðspurð af því hvað hana vanti helst í eldhúsið nefnir hún mandólín sem selt sé í Kokku. Ég á eitt sem er ekki nógu gott og mig langar í alvöru. Kannski bið ég bara um það í fertugsafmælisgjöf,segir Rannveig sem verður þó ekki fertug fyrr en eftir fjögur ár. Rauðbeðusalat (fyrir 2) 200-300 gr rauðbeður 1 rauðlaukur 3 msk fetaostur 1 msk rósapipar 1 msk balsamik 1 msk olívuolía Skerið rauðlaukinn og rauðbeðurnar niður og blandið öllu saman í krukku. Geymist inn í ísskáp. Hentar afar vel sem meðlæti með soðnum fisk og kartöflum. Súrsætt salat (fyrir 2) Saxaðar gulrætur og sellerí (jafnt af hvoru) Slatti af rúsínum 1 dl vatn 2 msk hunang 1 sítróna Leysið hunangið upp í heitu vatni, hakkið sítrónuna og blandið öllum hráefnunum út í vatnið og látið liggja í leginum í klst. áður en salatsins er neytt.
Menning Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið