Lífið

Þríburarnir Kári, Logi og Máni jafngamlir Fréttablaðinu

Góðir saman. Þríburarnir Kári, Logi og Máni eru afar samrýmdir. Þeir eru jafngamlir Fréttablaðinu og urðu því fimm ára í gær. Logi fæddist fyrstur og síðan Kári, en þeir tveir eru eineggja. Máni kom svo síðastur.
Góðir saman. Þríburarnir Kári, Logi og Máni eru afar samrýmdir. Þeir eru jafngamlir Fréttablaðinu og urðu því fimm ára í gær. Logi fæddist fyrstur og síðan Kári, en þeir tveir eru eineggja. Máni kom svo síðastur.
Þríburarnir Kári, Logi og Máni Meyer fæddust sama dag og fyrsta tölublað Fréttablaðsins kom út. Daginn eftir birtist viðtal við foreldra þeirra á forsíðu blaðsins. Strákarnir búa ásamt foreldrum sínum í Kópavogi og eru í leikskólanum Ásborg.

"Mín deild heitir Langholt," segir Kári. "Mín heitir Langisandur," segir Logi. "Og mín heitir Ás," segir Máni.

Þegar strákarnir eru ekki í leikskólanum er ýmislegt sem þeir gera sér til skemmtunar. Loga finnst skemmtilegast að leika sér, Mána finnst skemmtilegast að klæða sig í búninga og Kára finnst skemmtilegast að vera úti.

Sif Svavarsdóttir og Halldór Gerhard Meyer forseldrar þríburanna ætla ekki út í frekari barneignir. "Við ætlum bara að einbeita okkur að þessum þremur til þess að þeir fái alla þá athygli sem þeir þurfa," segir Halldór og hlær. Meira má lesa um strákana fjörugu í Fréttablaðinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.