Græðum landið grænum skógi 18. apríl 2006 00:01 Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og því trúlega óhætt að óska landsmönnum gleðilegs sumars. Óvíða á byggðu bóli er jafn rík ástæða til að fagna sumri og hér á voru ísa kalda landi, jafnvel þótt bæði ís og kuldi hafi hopað á síðustu árum. Við flöggum á þessum merkisdegi, förum í sparifötin og gefum sumargjafir en þær eru mun eldri siður á Íslandi en t.d. jólagjafir. Þannig greina heimildir frá sumargjöfum allt frá 16. öld. Vonandi gleymist engum hverju við erum að fagna á sumardaginn fyrsta. Garðvinna og ræktun fylgir vori og sumri og nú eru grænir fingur löngu farnir að iða ef ekki þegar farnir að bjástra. Íslendingar eru að rækta skóg um allt land. Og með mildara tíðarfari undanfarinna ára hefur skógur tekið vaxtarkipp, hvort sem um er að ræða tré í húsagörðum eða stærri skóga. Bændur og aðrir landsmenn hafa plantað milljónum trjáplantna á undanförnum árum og skógurinn er að breyta ásýnd landsins, dýralífi og veðurfari. Áhrifin eru ótrúlega víðfeðm. Skordýralíf breytist og þar með fuglalíf. Gróðurfar á skógarbotnum er allt öðru vísi en gróðurfar í opnum móum. Það er skjól í skóginum, hitastig er hærra og ítrekað hefur verið sýnt fram á að skógur er til hagsbóta fyrir mannlíf með fjölbreyttum hætti. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og sveitarfélög planta á hverju vori og ekki veitir af. Talið er að um 30% landsins hafi verið þakin skógi við landnám. Nú telst innan við 1,5% landsins þakið skógi eða kjarri svo við eigum enn langt í land. Það dregur vonandi ekki úr vilja og áhuga íslenskra skógræktarmanna að vita að með hverri trjáplöntu leggjum við okkar af mörkum til kolefnisbindingar. Með skógrækt og landgræðslu erum við að binda um 300.000 tonn á ári og er ekki vanþörf á í vaxandi verksmiðjusamfélagi þjóðar sem fer þar að auki allra sinna ferða á einkabílum. Skógrækt á Íslandi er mjög fjölbreytt og það er löngu liðin tíð að menn planti einsleitum skógi í beinar línur. Nú er skógurinn blanda af ýmsum trjátegundum; lauftrjám og grenitrjám, sígrænum og öðrum, hávöxnum og lágvöxnum. Blandaður skógur er fallegri á að líta en einsleitur, hann er fjölbreyttari, haustlitir og grænt laufskrúð koma á misjöfnum tímum og skógurinn verður áhugaverðari og skemmtilegri til dvalar og notkunar af ýmsu tagi og laðar til sín fjölbreyttari fylgifiska, þ.e. annan gróður og fugla. Og grænn litur sígrænna trjáa er hollur fyrir gráleitan mannshugann yfir gráleitan vetrartímann. Þannig er fjölbreytni mikilvæg af ýmsum ástæðum. Það er eitthvað heillandi við að setja niður litla trjáplöntu, kannski á stærð við fingur, og sjá hana vaxa langt yfir höfuð skógræktarmannsins. Flestir njóta slíks verkefnis þótt vissulega sé árangur ekki eins skjótfenginn og nútíminn krefst almennt. Kannski er skógrækt einmitt þess vegna mikilvægt mótvægi við hraða nútímans, vegna þess að það þarf bíða rólegur eftir árangrinum. Við getum ekki togað tréð upp úr moldinni til að þau stækki hraðar, við verðum bara að bíða þolinmóð, sinna þeim, reita frá þeim sinu og gefa þeim áburð á meðan þau vaxa úr grasi, í nokkur ár. Þetta er krefst þolinmæði en er gríðarlega árangursríkt, ekki síst frá sjónarmiði þeirra sem vilja vernda náttúru og draga úr mengun. Við, sem förum allra okkar ferða akandi, getum bætt fyrir mengun ævilangrar bílanotkunar með því að planta trjám í 1-2 hektara lands. Margir planta í mun stærri svæði og leggja þannig sitt af mörkum gegn verksmiðjum, skipum og flugvélum og mengun þeirra sem hafa ekki aðgang að skógræktarsvæðum. Reyndar geta flestir plantað trjám því skógræktarfélög víða um land úthluta reitum til almennings og þannig getum við eignast okkar eigin skógarreiti, gengið um þá eftir nokkur ár og dáðst að árangrinum, hlustað á fuglasönginn og fundið skógarilminn. Slíkt verkefni vinnur ekki aðeins gegn mengun af völdum bifreiða og verksmiðja heldur einnig gegn mengun hugans af streitu og óróleika. Það er nefnilega róandi og heilandi að fylgjast með trjánum vaxa. Þau eru ekki að flýta sér en ná þó ótrúlegum árangri og miklu meiri árangri en við mannfólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og því trúlega óhætt að óska landsmönnum gleðilegs sumars. Óvíða á byggðu bóli er jafn rík ástæða til að fagna sumri og hér á voru ísa kalda landi, jafnvel þótt bæði ís og kuldi hafi hopað á síðustu árum. Við flöggum á þessum merkisdegi, förum í sparifötin og gefum sumargjafir en þær eru mun eldri siður á Íslandi en t.d. jólagjafir. Þannig greina heimildir frá sumargjöfum allt frá 16. öld. Vonandi gleymist engum hverju við erum að fagna á sumardaginn fyrsta. Garðvinna og ræktun fylgir vori og sumri og nú eru grænir fingur löngu farnir að iða ef ekki þegar farnir að bjástra. Íslendingar eru að rækta skóg um allt land. Og með mildara tíðarfari undanfarinna ára hefur skógur tekið vaxtarkipp, hvort sem um er að ræða tré í húsagörðum eða stærri skóga. Bændur og aðrir landsmenn hafa plantað milljónum trjáplantna á undanförnum árum og skógurinn er að breyta ásýnd landsins, dýralífi og veðurfari. Áhrifin eru ótrúlega víðfeðm. Skordýralíf breytist og þar með fuglalíf. Gróðurfar á skógarbotnum er allt öðru vísi en gróðurfar í opnum móum. Það er skjól í skóginum, hitastig er hærra og ítrekað hefur verið sýnt fram á að skógur er til hagsbóta fyrir mannlíf með fjölbreyttum hætti. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og sveitarfélög planta á hverju vori og ekki veitir af. Talið er að um 30% landsins hafi verið þakin skógi við landnám. Nú telst innan við 1,5% landsins þakið skógi eða kjarri svo við eigum enn langt í land. Það dregur vonandi ekki úr vilja og áhuga íslenskra skógræktarmanna að vita að með hverri trjáplöntu leggjum við okkar af mörkum til kolefnisbindingar. Með skógrækt og landgræðslu erum við að binda um 300.000 tonn á ári og er ekki vanþörf á í vaxandi verksmiðjusamfélagi þjóðar sem fer þar að auki allra sinna ferða á einkabílum. Skógrækt á Íslandi er mjög fjölbreytt og það er löngu liðin tíð að menn planti einsleitum skógi í beinar línur. Nú er skógurinn blanda af ýmsum trjátegundum; lauftrjám og grenitrjám, sígrænum og öðrum, hávöxnum og lágvöxnum. Blandaður skógur er fallegri á að líta en einsleitur, hann er fjölbreyttari, haustlitir og grænt laufskrúð koma á misjöfnum tímum og skógurinn verður áhugaverðari og skemmtilegri til dvalar og notkunar af ýmsu tagi og laðar til sín fjölbreyttari fylgifiska, þ.e. annan gróður og fugla. Og grænn litur sígrænna trjáa er hollur fyrir gráleitan mannshugann yfir gráleitan vetrartímann. Þannig er fjölbreytni mikilvæg af ýmsum ástæðum. Það er eitthvað heillandi við að setja niður litla trjáplöntu, kannski á stærð við fingur, og sjá hana vaxa langt yfir höfuð skógræktarmannsins. Flestir njóta slíks verkefnis þótt vissulega sé árangur ekki eins skjótfenginn og nútíminn krefst almennt. Kannski er skógrækt einmitt þess vegna mikilvægt mótvægi við hraða nútímans, vegna þess að það þarf bíða rólegur eftir árangrinum. Við getum ekki togað tréð upp úr moldinni til að þau stækki hraðar, við verðum bara að bíða þolinmóð, sinna þeim, reita frá þeim sinu og gefa þeim áburð á meðan þau vaxa úr grasi, í nokkur ár. Þetta er krefst þolinmæði en er gríðarlega árangursríkt, ekki síst frá sjónarmiði þeirra sem vilja vernda náttúru og draga úr mengun. Við, sem förum allra okkar ferða akandi, getum bætt fyrir mengun ævilangrar bílanotkunar með því að planta trjám í 1-2 hektara lands. Margir planta í mun stærri svæði og leggja þannig sitt af mörkum gegn verksmiðjum, skipum og flugvélum og mengun þeirra sem hafa ekki aðgang að skógræktarsvæðum. Reyndar geta flestir plantað trjám því skógræktarfélög víða um land úthluta reitum til almennings og þannig getum við eignast okkar eigin skógarreiti, gengið um þá eftir nokkur ár og dáðst að árangrinum, hlustað á fuglasönginn og fundið skógarilminn. Slíkt verkefni vinnur ekki aðeins gegn mengun af völdum bifreiða og verksmiðja heldur einnig gegn mengun hugans af streitu og óróleika. Það er nefnilega róandi og heilandi að fylgjast með trjánum vaxa. Þau eru ekki að flýta sér en ná þó ótrúlegum árangri og miklu meiri árangri en við mannfólkið.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun