Gagnrýni og gífuryrði 30. mars 2006 01:25 Álit umboðsmanns Alþingis vegna skipunar í stöðu ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu fyrir tveimur árum hefur eðlilega leitt til umræðu á Alþingi og utan þess. Umræðan ber um margt keim af því sem oft gerist og er reyndar of algengt, að menn vilja sjá andlag allrar umræðu í svörtu eða hvítu. Kjarninn í niðurstöðu umboðsmanns Alþingis er þessi: Í fyrsta lagi staðhæfir hann að ekki sé ágreiningur um lögmæti eða réttmæti þeirra sjónarmiða sem ráðherra ákvað að leggja til grundvallar skipuninni. Í öðru lagi segir umboðsmaður að ráðherra hafi hins vegar ekki sýnt fram á að ákvörðun hans hafi uppfyllt kröfur um undirbúning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækjenda. Í þriðja lagi segir umboðsmaður að álit hans feli ekki í sér endanlega afstöðu til þess hver hafi verið hæfastur umsækjenda og að ólíklegt sé að þeir verulegu annmarkar sem verið hafi á undirbúningi leiði til ógildingar á ákvörðun ráðherra. Loks kemur skýrt fram að umboðsmaður fjalli ekki um hugsanlega bótaábyrgð. Það sé eftir atvikum hlutverk dómstóla. Engum blöðum er um það að fletta að athugasemdir umboðsmanns eru alvarlegar um þann þátt málsins sem þeim er beint að. Rétt er og eðlilegt að ráðherra og ríkisstjórn svari þeim skilmerkilega. En á hinn bóginn er ljóst að endanleg ákvörðun er byggð á lögmætum sjónarmiðum að mati umboðsmanns. Álit hans getur þannig ekki verið tilefni til kröfu á hendur ráðherra um að ógilda ákvörðunina. Það yrði að öllum líkindum ólögmæt aðgerð, sem yrði sjálfstæður grundvöllur að skaðabótakröfu. Óumdeilt er að þeir umsækjendur sem um er að ræða voru báðir hæfir. Ef allri tæpitungu er sleppt sýnist vandi ráðherrans hafa verið fólginn í því að sá umsækjandi sem ekki fékk stöðuna hafði verið í hópi áhrifamanna í hans eigin flokki. Til þess að viðhalda fullum trúverðugleika þurfti hann að sýna fram á að það hefði ekki haft truflandi áhrif á endanlegt val hvar í flokki sá umsækjandi stóð á innanflokksvettvangi. Af harðri gagnrýni umboðsmanns má ráða að ráðherra hafi ekki tekist í samanburðarröksemdarfærslum sínum að eyða efasemdum af þessu tagi. Viðbrögð forsætisráðherra og félagsmálaráðherra verða ekki túlkuð á þann veg að þeir hafi hunsað álit umboðsmanns. Eigi að síður skortir á að þeir hafi nægjanlega skilmerkilega gert grein fyrir því hvernig við verði brugðist. Ekki hefur komið fram hvort ráðherra hefur tekið til íhugunar hvort og þá hvernig bæta má upp þeim umsækjanda sem leitaði til umboðsmanns afleiðingar annmarkanna gagnvart honum. Um þetta mættu viðbrögð ráðherra vera skýrari. Hins vegar eru engin gild rök fyrir því að ráðherra eigi að ganga lengra í viðbrögðum sínum en efni standa til samkvæmt áliti umboðsmanns. Fullyrðingar um að álit umboðsmanns sé almennt virt að vettugi, sem heyrst hafa í þessu samhengi, eiga ekki við nokkur rök að styðjast. Þvert á móti heyrir það til algjörra undantekninga hafi þeim ekki verið sinnt. Auk heldur er hafið yfir allan vafa að athugasemdir hans hafa bætt stjórnsýsluna til mikilla muna. Málefnaleg viðbrögð við álitum umboðsmanns Alþingis, bæði af hálfu stjórnvalda og þeirra sem um þau fjalla á Alþingi og utan, eru einkar þýðingarmikil. Gífuryrðaumræða dregur hins vegar úr líkum á því að álit hans hafi tilætluð áhrif til stöðugra betrumbóta í stjórnsýslunni. Umræðan um síðasta álit umboðsmanns hefur verið of gífuryrt þó að það hafi vissulega gefið tilefni til gagnrýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Álit umboðsmanns Alþingis vegna skipunar í stöðu ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu fyrir tveimur árum hefur eðlilega leitt til umræðu á Alþingi og utan þess. Umræðan ber um margt keim af því sem oft gerist og er reyndar of algengt, að menn vilja sjá andlag allrar umræðu í svörtu eða hvítu. Kjarninn í niðurstöðu umboðsmanns Alþingis er þessi: Í fyrsta lagi staðhæfir hann að ekki sé ágreiningur um lögmæti eða réttmæti þeirra sjónarmiða sem ráðherra ákvað að leggja til grundvallar skipuninni. Í öðru lagi segir umboðsmaður að ráðherra hafi hins vegar ekki sýnt fram á að ákvörðun hans hafi uppfyllt kröfur um undirbúning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækjenda. Í þriðja lagi segir umboðsmaður að álit hans feli ekki í sér endanlega afstöðu til þess hver hafi verið hæfastur umsækjenda og að ólíklegt sé að þeir verulegu annmarkar sem verið hafi á undirbúningi leiði til ógildingar á ákvörðun ráðherra. Loks kemur skýrt fram að umboðsmaður fjalli ekki um hugsanlega bótaábyrgð. Það sé eftir atvikum hlutverk dómstóla. Engum blöðum er um það að fletta að athugasemdir umboðsmanns eru alvarlegar um þann þátt málsins sem þeim er beint að. Rétt er og eðlilegt að ráðherra og ríkisstjórn svari þeim skilmerkilega. En á hinn bóginn er ljóst að endanleg ákvörðun er byggð á lögmætum sjónarmiðum að mati umboðsmanns. Álit hans getur þannig ekki verið tilefni til kröfu á hendur ráðherra um að ógilda ákvörðunina. Það yrði að öllum líkindum ólögmæt aðgerð, sem yrði sjálfstæður grundvöllur að skaðabótakröfu. Óumdeilt er að þeir umsækjendur sem um er að ræða voru báðir hæfir. Ef allri tæpitungu er sleppt sýnist vandi ráðherrans hafa verið fólginn í því að sá umsækjandi sem ekki fékk stöðuna hafði verið í hópi áhrifamanna í hans eigin flokki. Til þess að viðhalda fullum trúverðugleika þurfti hann að sýna fram á að það hefði ekki haft truflandi áhrif á endanlegt val hvar í flokki sá umsækjandi stóð á innanflokksvettvangi. Af harðri gagnrýni umboðsmanns má ráða að ráðherra hafi ekki tekist í samanburðarröksemdarfærslum sínum að eyða efasemdum af þessu tagi. Viðbrögð forsætisráðherra og félagsmálaráðherra verða ekki túlkuð á þann veg að þeir hafi hunsað álit umboðsmanns. Eigi að síður skortir á að þeir hafi nægjanlega skilmerkilega gert grein fyrir því hvernig við verði brugðist. Ekki hefur komið fram hvort ráðherra hefur tekið til íhugunar hvort og þá hvernig bæta má upp þeim umsækjanda sem leitaði til umboðsmanns afleiðingar annmarkanna gagnvart honum. Um þetta mættu viðbrögð ráðherra vera skýrari. Hins vegar eru engin gild rök fyrir því að ráðherra eigi að ganga lengra í viðbrögðum sínum en efni standa til samkvæmt áliti umboðsmanns. Fullyrðingar um að álit umboðsmanns sé almennt virt að vettugi, sem heyrst hafa í þessu samhengi, eiga ekki við nokkur rök að styðjast. Þvert á móti heyrir það til algjörra undantekninga hafi þeim ekki verið sinnt. Auk heldur er hafið yfir allan vafa að athugasemdir hans hafa bætt stjórnsýsluna til mikilla muna. Málefnaleg viðbrögð við álitum umboðsmanns Alþingis, bæði af hálfu stjórnvalda og þeirra sem um þau fjalla á Alþingi og utan, eru einkar þýðingarmikil. Gífuryrðaumræða dregur hins vegar úr líkum á því að álit hans hafi tilætluð áhrif til stöðugra betrumbóta í stjórnsýslunni. Umræðan um síðasta álit umboðsmanns hefur verið of gífuryrt þó að það hafi vissulega gefið tilefni til gagnrýni.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun