90 ára afmæli ASÍ og jafnaðarmanna 12. mars 2006 00:01 Þótt verkalýðshreyfingin og jafnaðarmannastefnan á Íslandi sé sprottin af sömu rótum og víðast hvar annars staðar á Norðurlöndum hefur þróun þessara tveggja fjöldahreyfinga verið með töluvert öðrum hætti hér en í nágrannalöndunum. Hér voru það sömu menn sem stóðu að stofnun bæði Alþýðusambands Íslands og Alþýðuflokksins í kjölfar mikilla þjóðfélagsbreytinga sem áttu sér stað fyrir um og yfir eitt hundrað árum, þegar hið gamla og gróna bændasamfélag var að breytast og þéttbýlið fór að taka á sig einhverja mynd. Fyrsti forseti ASÍ var Ottó N. Þorláksson, en hann hafði áður ásamt félaga sínum úr Stýrimannaskólanum stofnað Báruna, sem andsvar við félagsstofnun útgerðarmanna. Jón Baldvinsson tók síðar sama ár við forsetaembættinu í ASÍ og gegndi því um langan tíma, ásamt því að vera leiðtogi jafnaðarmanna, enda voru þessar hreyfingar mjög samtvinnaðar lengi vel. Í hinu mikla umróti í íslensku þjóðlífi fyrir níutíu árum kom Jónas Jónsson frá Hriflu líka mjög við sögu, bæði við stofnun ASÍ og Alþýðuflokksins, en síðar á sama árinu stofnaði hann svo Framsóknarflokkinn. Þessir tveir flokkar héldu svo hvor sína leið. Saga jafnaðarmannahreyfingarinnar hér í þessi níutíu ár er átakasaga og hafa skipst á skin og skúrir. Mesti vandi hennar var sá að um árabil störfuðu jafnaðarmenn í mörgum hópum, og vegna sundurlyndis varð slagkraftur þeirra ekki eins mikill og sterkur og í nágrannalöndunum, þar sem lítil skil voru löngum á milli jafnaðarmannaflokka og samtaka verkafólks. Hér hefur líka tíðkast um árabil að fulltrúar allra flokka - líka Sjálfstæðisflokks - hafa verið í forystu í verkalýðsfélögum og ASÍ. Þetta mátti heita óþekkt í nágrannalöndunum. Jafnaðarmenn hafa nú sameinast í einum flokki - Samfylkingunni - og þótti mörgum tími til kominn að það gerðist. Enn er hins vegar ekki komin á það nægileg reynsla hvernig til muni takast, því hafa verður í huga að þarna var steypt saman í eitt félögum í þremur flokkum, og það verður ekki fyrr en kynslóðaskipti hafa orðið í forystu og þingliði að flokkurinn getur með ótvíræðum hætti sýnt hvað í honum býr. Fram undan eru sveitarstjórnarkosningar og þær verða eins konar forsýning fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Nái Samfylkingin þá ekki þeirri stöðu á næsta ári að verða ráðandi afl í ríkisstjórn má búast við að gagnrýnisraddir úr ýmsum hornum flokksins verði jafnaðarmönnum erfiðar. Því reynir nú mjög á nýjan formann Samfylkingarinnar á næstu mánuðum. Vel fer á því að haldið sé upp á þessi merku tímamót ASÍ og Alþýðuflokksins í Ráðhúsinu, þar sem áður stóð Bárubúð, þangað sem rekja má rætur þessara tveggja fjöldahreyfinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þótt verkalýðshreyfingin og jafnaðarmannastefnan á Íslandi sé sprottin af sömu rótum og víðast hvar annars staðar á Norðurlöndum hefur þróun þessara tveggja fjöldahreyfinga verið með töluvert öðrum hætti hér en í nágrannalöndunum. Hér voru það sömu menn sem stóðu að stofnun bæði Alþýðusambands Íslands og Alþýðuflokksins í kjölfar mikilla þjóðfélagsbreytinga sem áttu sér stað fyrir um og yfir eitt hundrað árum, þegar hið gamla og gróna bændasamfélag var að breytast og þéttbýlið fór að taka á sig einhverja mynd. Fyrsti forseti ASÍ var Ottó N. Þorláksson, en hann hafði áður ásamt félaga sínum úr Stýrimannaskólanum stofnað Báruna, sem andsvar við félagsstofnun útgerðarmanna. Jón Baldvinsson tók síðar sama ár við forsetaembættinu í ASÍ og gegndi því um langan tíma, ásamt því að vera leiðtogi jafnaðarmanna, enda voru þessar hreyfingar mjög samtvinnaðar lengi vel. Í hinu mikla umróti í íslensku þjóðlífi fyrir níutíu árum kom Jónas Jónsson frá Hriflu líka mjög við sögu, bæði við stofnun ASÍ og Alþýðuflokksins, en síðar á sama árinu stofnaði hann svo Framsóknarflokkinn. Þessir tveir flokkar héldu svo hvor sína leið. Saga jafnaðarmannahreyfingarinnar hér í þessi níutíu ár er átakasaga og hafa skipst á skin og skúrir. Mesti vandi hennar var sá að um árabil störfuðu jafnaðarmenn í mörgum hópum, og vegna sundurlyndis varð slagkraftur þeirra ekki eins mikill og sterkur og í nágrannalöndunum, þar sem lítil skil voru löngum á milli jafnaðarmannaflokka og samtaka verkafólks. Hér hefur líka tíðkast um árabil að fulltrúar allra flokka - líka Sjálfstæðisflokks - hafa verið í forystu í verkalýðsfélögum og ASÍ. Þetta mátti heita óþekkt í nágrannalöndunum. Jafnaðarmenn hafa nú sameinast í einum flokki - Samfylkingunni - og þótti mörgum tími til kominn að það gerðist. Enn er hins vegar ekki komin á það nægileg reynsla hvernig til muni takast, því hafa verður í huga að þarna var steypt saman í eitt félögum í þremur flokkum, og það verður ekki fyrr en kynslóðaskipti hafa orðið í forystu og þingliði að flokkurinn getur með ótvíræðum hætti sýnt hvað í honum býr. Fram undan eru sveitarstjórnarkosningar og þær verða eins konar forsýning fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Nái Samfylkingin þá ekki þeirri stöðu á næsta ári að verða ráðandi afl í ríkisstjórn má búast við að gagnrýnisraddir úr ýmsum hornum flokksins verði jafnaðarmönnum erfiðar. Því reynir nú mjög á nýjan formann Samfylkingarinnar á næstu mánuðum. Vel fer á því að haldið sé upp á þessi merku tímamót ASÍ og Alþýðuflokksins í Ráðhúsinu, þar sem áður stóð Bárubúð, þangað sem rekja má rætur þessara tveggja fjöldahreyfinga.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun