Mikilvægt skref í átt til sáttar 4. febrúar 2006 03:41 Það kom loks að því að jákvæðar fréttir bærust af fyrirætlan yfirvalda um breytta skipan grunn- og framhaldsskólanáms. Eftir áralangt þras hafa menntamálaráðherra og kennaraforystan komist að samkomulagi um hvernig staðið skuli að breytingum á skólakerfinu og á fimmtudag undirrituðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, plagg þess efnis. Stytting náms til stúdentsprófs hefur lengi verið meðal stefnumiða stjórnvalda. Nefnd sem bar að móta menntastefnu lagði til árið 1994 að námstími til stúdentsprófs af bóknámsbrautum yrði styttur úr fjórum árum í þrjú. Þá var Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Átta árum síðar, í ársbyrjun 2002, efndi menntamálaráðuneytið til málþings um hugmyndirnar. Þá var Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Næstum tveimur árum síðar, í september 2003, lagði menntamálaráðherra fram skýrslu þar sem áhrif styttingarinnar voru metin og hugmyndum um mögulega útfærslu varpað fram. Þá var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Aukinheldur var efnt til umræðuþings á netinu. Í kjölfar þess hugðist ráðherra taka endanlega ákvörðun um hvort og hvernig skuli staðið að styttingu náms til stúdentsprófs. Í upphafi árs 2004 varð Þorgerður Katrín menntamálaráðherra. Áhugi hennar á styttingu námstímans hefur alla tíð verið ljós. Í viðtali við Fréttablaðið sem tekið var í upphafi ráðherraferils Þorgerðar Katrínar sagðist hún halda að fleiri rök mæltu með því en gegn en lagði jafnframt áherslu á að námstíminn frá upphafi skólagöngu til loka framhaldsskólans yrði skoðaður í heild. Í dag tekur þetta fjórtán ár en við viljum fækka þeim í þrettán og ég vil að það gerist í meiri samfellu en ekki bara með því að líta á framhaldsskólana. Síðan þessi orð féllu eru liðin rúm tvö ár og þá loksins er undirritað samkomulag um samstarf um breytta námsskipan. Eflaust liggja margar ástæður að baki þess að það tók allan þann tíma að komast að samkomulagi um samstarf ráðherra og kennara samstarf sem verður að teljast sjálfsagt. Ein þeirra kann að vera sú að fagmennska hafi ekki verið höfð að leiðarljósi við starfið fram til þessa. Í það minnsta segir Þorgerður Katrín í Fréttablaðinu í gær að nú eigi að setja umbótarstarfið á faglegra plan en áður. Kennarar hafa alla tíð lagt áherslu á að nám verði ekki skert en það er jú sitt hvort skerðing og stytting. Eiríkur Jónsson segir í Fréttablaðinu að mikilvægara sé að tala um innihhald og gæði námsins en árafjöldann. Ennfremur er það viðurkenning fyrir kennarastéttina að í samkomulaginu er kveðið á um eflingu kennaramenntunar. Fyrir áhugafólk um menntamál verður spennandi að sjá hvað kemur út úr löngu tímabæru samstarfi yfirvalda menntamála og kennara um breytta námsskipan grunn- og framhaldsskóla og bros Þorgerðar Katrínar og Eiríks á mynd í Fréttablaðinu í gær gefur fyrirheit um að lagt sé af stað af góðum vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun
Það kom loks að því að jákvæðar fréttir bærust af fyrirætlan yfirvalda um breytta skipan grunn- og framhaldsskólanáms. Eftir áralangt þras hafa menntamálaráðherra og kennaraforystan komist að samkomulagi um hvernig staðið skuli að breytingum á skólakerfinu og á fimmtudag undirrituðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, plagg þess efnis. Stytting náms til stúdentsprófs hefur lengi verið meðal stefnumiða stjórnvalda. Nefnd sem bar að móta menntastefnu lagði til árið 1994 að námstími til stúdentsprófs af bóknámsbrautum yrði styttur úr fjórum árum í þrjú. Þá var Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Átta árum síðar, í ársbyrjun 2002, efndi menntamálaráðuneytið til málþings um hugmyndirnar. Þá var Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Næstum tveimur árum síðar, í september 2003, lagði menntamálaráðherra fram skýrslu þar sem áhrif styttingarinnar voru metin og hugmyndum um mögulega útfærslu varpað fram. Þá var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Aukinheldur var efnt til umræðuþings á netinu. Í kjölfar þess hugðist ráðherra taka endanlega ákvörðun um hvort og hvernig skuli staðið að styttingu náms til stúdentsprófs. Í upphafi árs 2004 varð Þorgerður Katrín menntamálaráðherra. Áhugi hennar á styttingu námstímans hefur alla tíð verið ljós. Í viðtali við Fréttablaðið sem tekið var í upphafi ráðherraferils Þorgerðar Katrínar sagðist hún halda að fleiri rök mæltu með því en gegn en lagði jafnframt áherslu á að námstíminn frá upphafi skólagöngu til loka framhaldsskólans yrði skoðaður í heild. Í dag tekur þetta fjórtán ár en við viljum fækka þeim í þrettán og ég vil að það gerist í meiri samfellu en ekki bara með því að líta á framhaldsskólana. Síðan þessi orð féllu eru liðin rúm tvö ár og þá loksins er undirritað samkomulag um samstarf um breytta námsskipan. Eflaust liggja margar ástæður að baki þess að það tók allan þann tíma að komast að samkomulagi um samstarf ráðherra og kennara samstarf sem verður að teljast sjálfsagt. Ein þeirra kann að vera sú að fagmennska hafi ekki verið höfð að leiðarljósi við starfið fram til þessa. Í það minnsta segir Þorgerður Katrín í Fréttablaðinu í gær að nú eigi að setja umbótarstarfið á faglegra plan en áður. Kennarar hafa alla tíð lagt áherslu á að nám verði ekki skert en það er jú sitt hvort skerðing og stytting. Eiríkur Jónsson segir í Fréttablaðinu að mikilvægara sé að tala um innihhald og gæði námsins en árafjöldann. Ennfremur er það viðurkenning fyrir kennarastéttina að í samkomulaginu er kveðið á um eflingu kennaramenntunar. Fyrir áhugafólk um menntamál verður spennandi að sjá hvað kemur út úr löngu tímabæru samstarfi yfirvalda menntamála og kennara um breytta námsskipan grunn- og framhaldsskóla og bros Þorgerðar Katrínar og Eiríks á mynd í Fréttablaðinu í gær gefur fyrirheit um að lagt sé af stað af góðum vilja.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun