Hin nýju vísindi stjórnunar 28. janúar 2006 00:01 Eitt sinn snerist sönn menntun fyrst og fremst um guðrækni. Síðan urðu til háskólar og hugmyndin um breiða, almenna menntun festi rætur. Á 18. öld hófu heimspekingar að breyta heiminum með skynsemina að vopni. Nú á 21. öldinni erum við komin í hring og sönn menntun snýst aðeins um eitt. Hin nýju vísindi aldarinnar snúast um stjórnun. Stjórnun er óskilgetið afkvæmi skynsemishyggju upplýsingarinnar. Stjórnendur eiga að beita óskeikulli rökvísi við að taka réttar ákvarðanir. Ákvarðanir sem eru réttar frá öllum sjónarhornum og óháð því hver á hlut. Hér er þó á sá annmarki að slíkar ákvarðanir eru ekki til. Um það snýst pólitíkin, átök hagsmuna og hugmynda þar sem hver reynir að hafa sitt fram. Sú barátta getur verið óvægin en hún er þó yfirleitt frekar heiðarleg. Vísindi stjórnunar felast í því að afneita tilvist átaka og ólíkra hagsmuna. Stjórnandinn á að komast að "réttri" niðurstöðu án þess að velta vöngum yfir því fyrir hvern niðurstaðan sé rétt. Stjórnun felst í því að finna lausnir, ekki vangaveltum um eðli tilverunnar. Gallinn er bara sá að mannsandinn þroskast ekki án slíkra hugmynda. Lausnin þarf ekki að vera mikilvægari en ferlið sem leiðir til hennar. Þessi fyrirvari er ókunnur í hugmyndafræði stjórnunar. Þar er lausnin svo mikilvæg að óhikað má endurskilgreina markmiðin sem henni var ætlað að leysa, reynist hún ekki falla að þeim. Núna eru öll embættiskerfi undirlögð hugmyndafræði stjórnunar. Embættismenn beita henni til þess að skipuleggja mikilvæga þætti í lífi fólksins sem borgar þeim laun. Þeir hanna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og borgarskipulag fyrir annað fólk sem er ekki spurt en fær að tjá sig í "grenndarkynningu" eða kærum til einhvers skipulagsapparats. Sums staðar líta embættismenn á það sem sitt helsta verkefni að njósna um fólkið sem þeir eru í vinnu hjá. Það eru þeir sem sjá um "öryggismál". En stjórnunaráráttan er ekki bundin við kerfiskarla. Nútímalegir stjórnmálamenn eru fyrir löngu orðnir samdauna þeim, komnir í "lausnamiðaðan" farveg og hættir að hafa skoðanir eða sýn á samfélagið. Nútímalegir stjórnmálamenn birtast ekki almenningi nema sem alvitrir tæknikratar sem sinna stjórnun. Allar athugasemdir við störf þeirra eru á misskilningi byggðar eða settar fram af annarlegum hvötum, einhverri pólitík sem þeir eru að sjálfsögðu ekki að stunda sjálfir. Annars væri ekki einu sinni hægt að skilja pirring iðnaðarráðherra út í fólk sem tekur þátt í lýðræðislegri umræðu í stað þess að gleypa við lausninni sem hún boðar við vanda sem aldrei hefur verið tekinn til umræðu. Álver er alltaf svarið, óháð því hvort við munum eftir spurningunni. Einsýni þessa tiltekna ráðherra er auðvitað ekki nema afbrigði af hugsun sem er allsráðandi meðal stjórnunarspekinga nútímans. Hagvöxtur er ekki lengur mælikvarði á tiltekna þróun efnahagslífsins heldur allsherjarlausn við öllum óskilgreindum vanda. Þá skiptir ekki máli hvort sem hann er fenginn með gegndarlausri rányrkju, aukinni launavinnu kvenna eða einhverju sem kalla má raunverulega verðmætasköpun. Hvernig væri heldur annars hægt að skilja þrjáhyggju menntamálaráðherra sem vill gengisfella stúdentsprófið án þess að stúdentar, framhaldsskólakennarar eða nokkur sem málið varðar hafi beðið um það og enginn sýnilegur ávinningur fáist af minni skólagöngu. Þess konar vitleysa væri ekki möguleg nema í umhverfi sem leggur ofuráherslu á stjórnun, að taka ákvarðanir og lausnir án þess að vandinn hafi nokkurn tíma verið skilgreindur. Ef ráðherra hefði einsett sér að bæta menntakerfið hefði lausnin varla verið sú að gera menntun fólks bæði rýrari og einhæfari. Í anda stjórnunarvísinda er hins vegar tekin ákvörðun og markmiðin síðan skilgreind til þess að falla að henni. Og þá komum við aftur að menntuninni. Á öld þar sem stjórnun er orðin æðst vísinda hefur breið og almenn menntun engan tilgang. Hún stuðlar að upplýsingu, gagnrýninni hugsun og efahyggju. Allt slíkt þvælist bara fyrir hinum nýju vísindum aldarinnar. Á 21. öldinni eru ekki aðeins "ismarnir" dauðir. Það er ekki nóg að við þurfum að horfa upp á "endalok sögunnar". Sjálf vísindabyltingin er deyjandi, upplýsingin er að líða undir lok. Hún er fórnarlamb eigin rök- og skynsemishyggju sem hefur afskræmst í hinum nýjum stjórnunarvísindum, "lausnamiðaðri" rökhyggju sem býður ekki upp á fleiri svör en eitt og leyfir engar spurningar sem ekki fela í sér rétta svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Eitt sinn snerist sönn menntun fyrst og fremst um guðrækni. Síðan urðu til háskólar og hugmyndin um breiða, almenna menntun festi rætur. Á 18. öld hófu heimspekingar að breyta heiminum með skynsemina að vopni. Nú á 21. öldinni erum við komin í hring og sönn menntun snýst aðeins um eitt. Hin nýju vísindi aldarinnar snúast um stjórnun. Stjórnun er óskilgetið afkvæmi skynsemishyggju upplýsingarinnar. Stjórnendur eiga að beita óskeikulli rökvísi við að taka réttar ákvarðanir. Ákvarðanir sem eru réttar frá öllum sjónarhornum og óháð því hver á hlut. Hér er þó á sá annmarki að slíkar ákvarðanir eru ekki til. Um það snýst pólitíkin, átök hagsmuna og hugmynda þar sem hver reynir að hafa sitt fram. Sú barátta getur verið óvægin en hún er þó yfirleitt frekar heiðarleg. Vísindi stjórnunar felast í því að afneita tilvist átaka og ólíkra hagsmuna. Stjórnandinn á að komast að "réttri" niðurstöðu án þess að velta vöngum yfir því fyrir hvern niðurstaðan sé rétt. Stjórnun felst í því að finna lausnir, ekki vangaveltum um eðli tilverunnar. Gallinn er bara sá að mannsandinn þroskast ekki án slíkra hugmynda. Lausnin þarf ekki að vera mikilvægari en ferlið sem leiðir til hennar. Þessi fyrirvari er ókunnur í hugmyndafræði stjórnunar. Þar er lausnin svo mikilvæg að óhikað má endurskilgreina markmiðin sem henni var ætlað að leysa, reynist hún ekki falla að þeim. Núna eru öll embættiskerfi undirlögð hugmyndafræði stjórnunar. Embættismenn beita henni til þess að skipuleggja mikilvæga þætti í lífi fólksins sem borgar þeim laun. Þeir hanna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og borgarskipulag fyrir annað fólk sem er ekki spurt en fær að tjá sig í "grenndarkynningu" eða kærum til einhvers skipulagsapparats. Sums staðar líta embættismenn á það sem sitt helsta verkefni að njósna um fólkið sem þeir eru í vinnu hjá. Það eru þeir sem sjá um "öryggismál". En stjórnunaráráttan er ekki bundin við kerfiskarla. Nútímalegir stjórnmálamenn eru fyrir löngu orðnir samdauna þeim, komnir í "lausnamiðaðan" farveg og hættir að hafa skoðanir eða sýn á samfélagið. Nútímalegir stjórnmálamenn birtast ekki almenningi nema sem alvitrir tæknikratar sem sinna stjórnun. Allar athugasemdir við störf þeirra eru á misskilningi byggðar eða settar fram af annarlegum hvötum, einhverri pólitík sem þeir eru að sjálfsögðu ekki að stunda sjálfir. Annars væri ekki einu sinni hægt að skilja pirring iðnaðarráðherra út í fólk sem tekur þátt í lýðræðislegri umræðu í stað þess að gleypa við lausninni sem hún boðar við vanda sem aldrei hefur verið tekinn til umræðu. Álver er alltaf svarið, óháð því hvort við munum eftir spurningunni. Einsýni þessa tiltekna ráðherra er auðvitað ekki nema afbrigði af hugsun sem er allsráðandi meðal stjórnunarspekinga nútímans. Hagvöxtur er ekki lengur mælikvarði á tiltekna þróun efnahagslífsins heldur allsherjarlausn við öllum óskilgreindum vanda. Þá skiptir ekki máli hvort sem hann er fenginn með gegndarlausri rányrkju, aukinni launavinnu kvenna eða einhverju sem kalla má raunverulega verðmætasköpun. Hvernig væri heldur annars hægt að skilja þrjáhyggju menntamálaráðherra sem vill gengisfella stúdentsprófið án þess að stúdentar, framhaldsskólakennarar eða nokkur sem málið varðar hafi beðið um það og enginn sýnilegur ávinningur fáist af minni skólagöngu. Þess konar vitleysa væri ekki möguleg nema í umhverfi sem leggur ofuráherslu á stjórnun, að taka ákvarðanir og lausnir án þess að vandinn hafi nokkurn tíma verið skilgreindur. Ef ráðherra hefði einsett sér að bæta menntakerfið hefði lausnin varla verið sú að gera menntun fólks bæði rýrari og einhæfari. Í anda stjórnunarvísinda er hins vegar tekin ákvörðun og markmiðin síðan skilgreind til þess að falla að henni. Og þá komum við aftur að menntuninni. Á öld þar sem stjórnun er orðin æðst vísinda hefur breið og almenn menntun engan tilgang. Hún stuðlar að upplýsingu, gagnrýninni hugsun og efahyggju. Allt slíkt þvælist bara fyrir hinum nýju vísindum aldarinnar. Á 21. öldinni eru ekki aðeins "ismarnir" dauðir. Það er ekki nóg að við þurfum að horfa upp á "endalok sögunnar". Sjálf vísindabyltingin er deyjandi, upplýsingin er að líða undir lok. Hún er fórnarlamb eigin rök- og skynsemishyggju sem hefur afskræmst í hinum nýjum stjórnunarvísindum, "lausnamiðaðri" rökhyggju sem býður ekki upp á fleiri svör en eitt og leyfir engar spurningar sem ekki fela í sér rétta svarið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun