Íslensku tónlistarverðlaunin í ellefta sinn 1. febrúar 2005 00:01 Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í ellefta sinn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Hefst athöfnin klukkan 20.00. Keppt verður í alls átján flokkum. Keppt verður í fyrsta sinn um björtustu vonina í flokki sígildrar- og samtímatónlistar, auk þess sem keppt verður um bestu plötu í popp-, rokk- og dægurtónlistarflokki. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir flottasta plötuumslagið. Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison er tilnefndur til flestra verðlauna í ár, fimm talsins. Þar á meðal er hann tilnefndur fyrir bestu poppplötuna og sem besti söngvarinn. Ragnheiður Gröndal, Quarashi, reggísveitin Hjálmar og Brain Police eru hver um sig tilnefnd til þriggja verðlauna, auk þess sem Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, er tilnefndur sem besti söngvarinn. Um 2.000 manns sem eru meðlimir í Samtóni hafa kosningarétt. Þar er um að ræða félaga í STEF, sem er samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SHF, sem er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Þetta verður í síðasta sinn sem Einar Bárðarson verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en hann hefur sinnt starfinu undanfarin fjögur ár. "Það er kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig og gott að láta ferska vinda blása um þetta," segir Einar. "Þessi keppni hefur breyst úr því að vera árshátíð fárra yfir í að vera uppskeruhátíð allra. Það eru flestir sammála um að vel hafi tekist til á undanförnum árum og þessi verðlaun hafa fengið góða athygli. Hátíðin getur líka hjálpað hljómsveitum og tónlistarmönnum að kynna sig erlendis," segir hann. Á meðal þeirra sem troða upp annað kvöld eru Raggi Bjarna, sem sló í gegn fyrir jól með sinni nýjustu plötu, Ragnheiður Gröndal, sem átti einnig miklu láni að fagna, og hljómsveitin Mezzoforte. Gísli Marteinn Baldursson og Þórunn Lárusdóttir verða kynnar hátíðarinnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í ellefta sinn í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Hefst athöfnin klukkan 20.00. Keppt verður í alls átján flokkum. Keppt verður í fyrsta sinn um björtustu vonina í flokki sígildrar- og samtímatónlistar, auk þess sem keppt verður um bestu plötu í popp-, rokk- og dægurtónlistarflokki. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir flottasta plötuumslagið. Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison er tilnefndur til flestra verðlauna í ár, fimm talsins. Þar á meðal er hann tilnefndur fyrir bestu poppplötuna og sem besti söngvarinn. Ragnheiður Gröndal, Quarashi, reggísveitin Hjálmar og Brain Police eru hver um sig tilnefnd til þriggja verðlauna, auk þess sem Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, er tilnefndur sem besti söngvarinn. Um 2.000 manns sem eru meðlimir í Samtóni hafa kosningarétt. Þar er um að ræða félaga í STEF, sem er samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SHF, sem er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Þetta verður í síðasta sinn sem Einar Bárðarson verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en hann hefur sinnt starfinu undanfarin fjögur ár. "Það er kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig og gott að láta ferska vinda blása um þetta," segir Einar. "Þessi keppni hefur breyst úr því að vera árshátíð fárra yfir í að vera uppskeruhátíð allra. Það eru flestir sammála um að vel hafi tekist til á undanförnum árum og þessi verðlaun hafa fengið góða athygli. Hátíðin getur líka hjálpað hljómsveitum og tónlistarmönnum að kynna sig erlendis," segir hann. Á meðal þeirra sem troða upp annað kvöld eru Raggi Bjarna, sem sló í gegn fyrir jól með sinni nýjustu plötu, Ragnheiður Gröndal, sem átti einnig miklu láni að fagna, og hljómsveitin Mezzoforte. Gísli Marteinn Baldursson og Þórunn Lárusdóttir verða kynnar hátíðarinnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira