Pólitískir deyfðardagar 24. nóvember 2005 21:22 Maður man ekki eftir annarri eins deyfð í pólitíkinni og ríkir nú um stundir. Það er ekkert að gerast í þinginu – maður veit varla hvort það er starfandi eða ekki. Í dag var þrasað um að menntamálaráðherra hefði brugðið sér til Senegal. Það þótti víst ósvinna – mætti halda að menntakerfið stæði í ljósum logum. Í gær voru umræður um hvort Steingrímur J. fengi að ávarpa þingheim undir liðnum "umræður um þingstörf" eða hvort hann teldist vera að "bera af sér sakir". Það eru engin stór deilumál í gangi. Kárahnjúkavirkjun rís hægt og bítandi. Það er hlé í Baugsmálinu. Menn hafa smá ónotatilfinningu vegna viðskiptahallans og gengis krónunnar. Annars virðist allur æsingur úr mönnum eftir að Davíð fór í Seðlabankann – undir það síðasta mátti hann varla taka til máls án þess að allir yrðu mjög pirraðir. --- --- --- Til Geirs Haarde hefur sáralítið sést síðan hann var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Stundum er sagt að ekki sé gott fyrir formann flokks að vera utanríkisráðherra, en kannski býttar það engu fyrir Geir, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Hann er sá stjórnmálamaður sem nýtur mests trausts meðal almennings. Þarf ekki að trana sér fram. Nú er ekki tími stórra egóa, líkt og góður sjálfstæðismaður sagði við mig. Það eru smá læti í kringum Þorgerði Katrínu vegna styttingar framhaldsskólans og hlutafélagavæðingar Ríkisútvarpsins. Hún hefur boðað að síðarnefnda málið verði afgreitt fyrir jól; það mun tæplega standast. Framsóknarmenn verða allavega tregir til þess. En að endingu verður sæmilegur friður um málið – Vinstri grænir halda því örugglega fram að til standi að selja RÚV en það er tóm vitleysa. Frumvarpið mun þvert á móti styrkja stofnunina og færa henni aukið fé í formi nefskatts. --- --- --- Svo eru mál sem eru grafalvarleg en þykja svo leiðinleg að fjölmiðlamenn nenna ekki að fjalla um þau. Þar er helst að nefna ömurlegt ástand fiskstofna – þorsks og rækju. Þorskurinn er víst svo magur að hann er ekkert nema hausinn, roð og bein. Loðnan virðist vera horfin – sumir segja að það sé skýringin á sultinum meðal þorsksins. En nú er önnur tíð en þegar ég fór fyrst að vinna í fjölmiðlum; þá voru að meðaltali svona þrjár sjávarútvegsfréttir í hverjum fréttatíma. Sagan segir að daginn sem Berlínarmúrinn féll hafi fyrsta fréttin í sjónvarpinu fjallað um fisk. Nú eru slorfréttirnar alveg úti – en fréttir af bisness eru inni. Samt mun þjóðin líklega halda áfram að lifa á þorski löngu eftir að allur hlutabréfagróði er gufaður upp. --- --- --- Maður heyrir smá meldingar innan úr Sjálfstæðisflokki, að þeir séu pirraðir út í Halldór Ásgrímsson sem augjóslega nýtur sín miklu betur þegar senuþjófurinn Davíð er á braut. Þeim finnst enn að Halldór sitji upp á náð þeirra og miskunn í forsætisráðuneytinu og eru til dæmis ekki sælir með að Sigurður Einarsson, einn af erkióvinum Davíðs, sé settur yfir nefnd um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð. Og þeir eru heldur ekki ánægðir með að annar fjandi þeirra, Alfreð Þorsteinsson, eigi að hafa yfirumsjón með uppbyggingu Landspítalans. En þetta er ekkert alvarlegt. Bara smá núningur milli flokka sem er heldur ekki víst að muni vinna saman eftir kosningar. Mestur tíminn eftir jólin fer í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. En þangað til bendir flest til þess að verði mikil deyfð í pólitíkinni enda enginn Davíð til að gefa þessu lit og líf – og gera menn alveg brjálaða. --- --- --- Ég nenni ekki að fara út í umræðu eins og Illugi vinur minn fitjar upp á í pistli sem ég hef raunar ekki heyrt nema óminn af. Menn geta svosem reynt að miskilja vísvitandi – að ég hafi verið að halda því fram að heimurinn þegar við Illugi og Hafliði Helgason vorum ungir hafi verið miklu betri en nú. Það er af og frá. Það eina sem ég var sagði er að hér var örugglega ekki jafn mikið fásinni og lesa má út úr umfjöllun margra fjölmiðlamanna, ekki síst þeirra sem starfa hjá miðlum 365. Hafliði sagði til dæmis í leiðara sínum sem varð kveikjan að grein minni:"Sá heimur sem við sem nálgumst eða erum á miðjum aldri þekktum er horfinn. Sá heimur var einfaldur og auðskilinn og einkenndist af fábreytni..." Annað var það nú ekki. Til dæmis er ég alveg viss um að maður getur fengið betri mat nú – þótt það sé kannski líka auðveldara að belgja sig út á rusli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Maður man ekki eftir annarri eins deyfð í pólitíkinni og ríkir nú um stundir. Það er ekkert að gerast í þinginu – maður veit varla hvort það er starfandi eða ekki. Í dag var þrasað um að menntamálaráðherra hefði brugðið sér til Senegal. Það þótti víst ósvinna – mætti halda að menntakerfið stæði í ljósum logum. Í gær voru umræður um hvort Steingrímur J. fengi að ávarpa þingheim undir liðnum "umræður um þingstörf" eða hvort hann teldist vera að "bera af sér sakir". Það eru engin stór deilumál í gangi. Kárahnjúkavirkjun rís hægt og bítandi. Það er hlé í Baugsmálinu. Menn hafa smá ónotatilfinningu vegna viðskiptahallans og gengis krónunnar. Annars virðist allur æsingur úr mönnum eftir að Davíð fór í Seðlabankann – undir það síðasta mátti hann varla taka til máls án þess að allir yrðu mjög pirraðir. --- --- --- Til Geirs Haarde hefur sáralítið sést síðan hann var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Stundum er sagt að ekki sé gott fyrir formann flokks að vera utanríkisráðherra, en kannski býttar það engu fyrir Geir, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Hann er sá stjórnmálamaður sem nýtur mests trausts meðal almennings. Þarf ekki að trana sér fram. Nú er ekki tími stórra egóa, líkt og góður sjálfstæðismaður sagði við mig. Það eru smá læti í kringum Þorgerði Katrínu vegna styttingar framhaldsskólans og hlutafélagavæðingar Ríkisútvarpsins. Hún hefur boðað að síðarnefnda málið verði afgreitt fyrir jól; það mun tæplega standast. Framsóknarmenn verða allavega tregir til þess. En að endingu verður sæmilegur friður um málið – Vinstri grænir halda því örugglega fram að til standi að selja RÚV en það er tóm vitleysa. Frumvarpið mun þvert á móti styrkja stofnunina og færa henni aukið fé í formi nefskatts. --- --- --- Svo eru mál sem eru grafalvarleg en þykja svo leiðinleg að fjölmiðlamenn nenna ekki að fjalla um þau. Þar er helst að nefna ömurlegt ástand fiskstofna – þorsks og rækju. Þorskurinn er víst svo magur að hann er ekkert nema hausinn, roð og bein. Loðnan virðist vera horfin – sumir segja að það sé skýringin á sultinum meðal þorsksins. En nú er önnur tíð en þegar ég fór fyrst að vinna í fjölmiðlum; þá voru að meðaltali svona þrjár sjávarútvegsfréttir í hverjum fréttatíma. Sagan segir að daginn sem Berlínarmúrinn féll hafi fyrsta fréttin í sjónvarpinu fjallað um fisk. Nú eru slorfréttirnar alveg úti – en fréttir af bisness eru inni. Samt mun þjóðin líklega halda áfram að lifa á þorski löngu eftir að allur hlutabréfagróði er gufaður upp. --- --- --- Maður heyrir smá meldingar innan úr Sjálfstæðisflokki, að þeir séu pirraðir út í Halldór Ásgrímsson sem augjóslega nýtur sín miklu betur þegar senuþjófurinn Davíð er á braut. Þeim finnst enn að Halldór sitji upp á náð þeirra og miskunn í forsætisráðuneytinu og eru til dæmis ekki sælir með að Sigurður Einarsson, einn af erkióvinum Davíðs, sé settur yfir nefnd um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð. Og þeir eru heldur ekki ánægðir með að annar fjandi þeirra, Alfreð Þorsteinsson, eigi að hafa yfirumsjón með uppbyggingu Landspítalans. En þetta er ekkert alvarlegt. Bara smá núningur milli flokka sem er heldur ekki víst að muni vinna saman eftir kosningar. Mestur tíminn eftir jólin fer í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. En þangað til bendir flest til þess að verði mikil deyfð í pólitíkinni enda enginn Davíð til að gefa þessu lit og líf – og gera menn alveg brjálaða. --- --- --- Ég nenni ekki að fara út í umræðu eins og Illugi vinur minn fitjar upp á í pistli sem ég hef raunar ekki heyrt nema óminn af. Menn geta svosem reynt að miskilja vísvitandi – að ég hafi verið að halda því fram að heimurinn þegar við Illugi og Hafliði Helgason vorum ungir hafi verið miklu betri en nú. Það er af og frá. Það eina sem ég var sagði er að hér var örugglega ekki jafn mikið fásinni og lesa má út úr umfjöllun margra fjölmiðlamanna, ekki síst þeirra sem starfa hjá miðlum 365. Hafliði sagði til dæmis í leiðara sínum sem varð kveikjan að grein minni:"Sá heimur sem við sem nálgumst eða erum á miðjum aldri þekktum er horfinn. Sá heimur var einfaldur og auðskilinn og einkenndist af fábreytni..." Annað var það nú ekki. Til dæmis er ég alveg viss um að maður getur fengið betri mat nú – þótt það sé kannski líka auðveldara að belgja sig út á rusli.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun