Lífið

Austurbæjarskóli sigraði í Skrekki

Austurbæjarskóli fékk fyrstu verðlaun í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólana, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Mikil stemming var á úrslitakvöldinu og atriðin voru glæsileg að vanda.

Sex skólar kepptu í úrslitakeppninni en alls tóku 27 skólar þátt í keppninni í ár. Austurbæjarskóli kom sá og sigraði þetta árið en Álftamýrarskóli varð í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja.

Áður en úrslit voru kynnt spilaði hljómsveitin Sálin fyrir áhorfendur sem biðu úrslitanna með eftirvæntingu. Þegar þau lágu loks fyrir ætlaði þakið af rifna af Borgarleikhúsinu, fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.

Óhætt er að segja að atriðin hafi verið stórglæsileg og keppendur hafi verið til fyrirmyndar. Nemendur Austurbæjarskóla sýndu svo siguratriðið að lokinni verðlaunaafhendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.