Dýr fínimennska 16. nóvember 2005 00:17 Magnús Þór Hafsteinsson gerir það að umtalsefni á vef sínum að samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2005 sem nú liggur fyrir Alþingi sé gert ráð fyrir 326 milljóna króna aukafjárveitingu til utanríkisráðuneytisins. Ofan á alla fjármunina sem er dælt þangað inn á fjárlögum. Þar af eru sendiráð Íslands að fá 276 milljónir aukalega. Þetta er skandall, eins og Magnús bendir á. Fínimennirnir í utanríkisráðuneytinu hljóta að geta farið að fjárlögum. En háðulegast er kannski að þetta gerðist á tíma fráfarandi forsætis- og utanríkisráðherra, núverandi Seðlabankastjóra. Eins og komið hefur fram voru skipaðir þrettán nýjir sendiherrar á rúmu ári í kringum það að hann tók við utanríkisráðuneytinu. Magnús nefnir einnig að 100 milljónum aukalega verði varið í embætti forseta Íslands. Enn meiri fínimennska. Það er alveg rétt þegar Magnús segir – "þarna eru peningarnir, við skulum bara taka þá úr utanríkisráðuneytinu og færa þá til Kasmír". --- --- --- Mér er minnistæð frétt sem birtist í Fréttablaðinu fyrir ekki löngu síðan. Þar stóð að eitt af hverjum átta pundum sem væri eytt í Bretlandi rynni til verslunarkeðjunnar Tesco. "Risinn sem étur Bretland" var fyrirsögn greinarinnar. Hvernig skyldi þetta vera á Íslandi – hvað rennur stórt hlutfall af þeim peningum sem íslenskir neytendur eyða til Baugs og tengdra fyrirtækja? Ábyggilega fleiri en ein af hverjum átta krónum. Í vor var í viðtali hjá mér Friðrik Friðriksson, gáfaður maður sem eitt sinn stóð í verslunarrekstri, kvaddi þann bransa og er nú vinsæll fararstjóri. Hann sagði að verðstríðið sem þá stóð milli stórmarkaða væri meira eða minna í plati – verðlækkunin myndi endast stutt. Verðstríðið var svosem gott meðan það stóð, en til lengdar var það ekki neytendum sérstaklega til hagsbóta. Friðrik reyndist sannspár. Verðlækkananna frá því í vor og sumar sér ekki lengur staði. Samkeppnin á þessum tíma snerist að miklu leyti um að selja vörur undir kostnaðarverði. Þetta getur brotið í bága við samkeppnislög, enda er þetta aðferð sem hinir fjársterku beita til að koma hinum veikari á kné. Smákaupmenn hafa fæstir efni á að gefa mjólk. Friðriki Friðrikssyni var eitt sinn bannað að fara í Bónus og kaupa þar inn fyrir verslun sína – það birtust fréttir um "manninn sem mátti ekki kaupa í Bónus". En þar gat hann fengið vöruna á lægra verði en honum stóð til boða hjá framleiðendum og heildsölum. --- --- --- Í fréttum í gær kom fram formaður félags kartöflubænda og talaði um afarkosti sem stétt hans má sæta frá stórmörkuðum. Þetta er vandamál út um víða veröld, en hefur verið furðu lítið rætt hérna. Framleiðendur, bændur og seljendur þurfa að sæta kúgun af hálfu stórmarkaða sem deila og drottna. Ef framleiðendurnir makka ekki rétt hóta verslunarrisarnir að færa viðskiptin annað. Þeir borga það verð sem þeim sýnist – spyrja ekki að framleiðslukostnaðinum. Oft bitnar þetta á gæðum vörunnar; þegar stórmarkaðirnir þrýsta á freistast framleiðendurnir til að slá af gæðakröfunum og spara vinnuaflið. Viðskiptablaðið gerir þetta að umtalsefni í leiðara þar sem er lagt út frá þeim orðum Finns Árnasonar, forstjóra Haga, að brugðist verði við tapi á fyrirtækinu með því að "endurskoða innkaup og annan rekstrarkostnað". Segir í leiðaranum: "Hérlendis eiga birgjar hins vegar litla vörn ef stórmarkaðir fara að banka á dyrnar og krefjast aukins afsláttar til þess að borga herkostnaðinn frá því í sumar. Það er þess vegna skiljanlegt að stór hluti stjórnenda telji fyrirtæki sín mega lítils í samskiptum við þá stóru á markaðnum og skynji það sem svo að samkeppnisyfirvöld hafi ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þeirrar samþjöppunar sem orðin er staðreynd." --- --- --- Bendi svo á áhugaverða grein um banka og vaxtaokur sem birtist hér neðar á síðunni undir fyrirsögninni Stjórnlaus græðgi bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Magnús Þór Hafsteinsson gerir það að umtalsefni á vef sínum að samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2005 sem nú liggur fyrir Alþingi sé gert ráð fyrir 326 milljóna króna aukafjárveitingu til utanríkisráðuneytisins. Ofan á alla fjármunina sem er dælt þangað inn á fjárlögum. Þar af eru sendiráð Íslands að fá 276 milljónir aukalega. Þetta er skandall, eins og Magnús bendir á. Fínimennirnir í utanríkisráðuneytinu hljóta að geta farið að fjárlögum. En háðulegast er kannski að þetta gerðist á tíma fráfarandi forsætis- og utanríkisráðherra, núverandi Seðlabankastjóra. Eins og komið hefur fram voru skipaðir þrettán nýjir sendiherrar á rúmu ári í kringum það að hann tók við utanríkisráðuneytinu. Magnús nefnir einnig að 100 milljónum aukalega verði varið í embætti forseta Íslands. Enn meiri fínimennska. Það er alveg rétt þegar Magnús segir – "þarna eru peningarnir, við skulum bara taka þá úr utanríkisráðuneytinu og færa þá til Kasmír". --- --- --- Mér er minnistæð frétt sem birtist í Fréttablaðinu fyrir ekki löngu síðan. Þar stóð að eitt af hverjum átta pundum sem væri eytt í Bretlandi rynni til verslunarkeðjunnar Tesco. "Risinn sem étur Bretland" var fyrirsögn greinarinnar. Hvernig skyldi þetta vera á Íslandi – hvað rennur stórt hlutfall af þeim peningum sem íslenskir neytendur eyða til Baugs og tengdra fyrirtækja? Ábyggilega fleiri en ein af hverjum átta krónum. Í vor var í viðtali hjá mér Friðrik Friðriksson, gáfaður maður sem eitt sinn stóð í verslunarrekstri, kvaddi þann bransa og er nú vinsæll fararstjóri. Hann sagði að verðstríðið sem þá stóð milli stórmarkaða væri meira eða minna í plati – verðlækkunin myndi endast stutt. Verðstríðið var svosem gott meðan það stóð, en til lengdar var það ekki neytendum sérstaklega til hagsbóta. Friðrik reyndist sannspár. Verðlækkananna frá því í vor og sumar sér ekki lengur staði. Samkeppnin á þessum tíma snerist að miklu leyti um að selja vörur undir kostnaðarverði. Þetta getur brotið í bága við samkeppnislög, enda er þetta aðferð sem hinir fjársterku beita til að koma hinum veikari á kné. Smákaupmenn hafa fæstir efni á að gefa mjólk. Friðriki Friðrikssyni var eitt sinn bannað að fara í Bónus og kaupa þar inn fyrir verslun sína – það birtust fréttir um "manninn sem mátti ekki kaupa í Bónus". En þar gat hann fengið vöruna á lægra verði en honum stóð til boða hjá framleiðendum og heildsölum. --- --- --- Í fréttum í gær kom fram formaður félags kartöflubænda og talaði um afarkosti sem stétt hans má sæta frá stórmörkuðum. Þetta er vandamál út um víða veröld, en hefur verið furðu lítið rætt hérna. Framleiðendur, bændur og seljendur þurfa að sæta kúgun af hálfu stórmarkaða sem deila og drottna. Ef framleiðendurnir makka ekki rétt hóta verslunarrisarnir að færa viðskiptin annað. Þeir borga það verð sem þeim sýnist – spyrja ekki að framleiðslukostnaðinum. Oft bitnar þetta á gæðum vörunnar; þegar stórmarkaðirnir þrýsta á freistast framleiðendurnir til að slá af gæðakröfunum og spara vinnuaflið. Viðskiptablaðið gerir þetta að umtalsefni í leiðara þar sem er lagt út frá þeim orðum Finns Árnasonar, forstjóra Haga, að brugðist verði við tapi á fyrirtækinu með því að "endurskoða innkaup og annan rekstrarkostnað". Segir í leiðaranum: "Hérlendis eiga birgjar hins vegar litla vörn ef stórmarkaðir fara að banka á dyrnar og krefjast aukins afsláttar til þess að borga herkostnaðinn frá því í sumar. Það er þess vegna skiljanlegt að stór hluti stjórnenda telji fyrirtæki sín mega lítils í samskiptum við þá stóru á markaðnum og skynji það sem svo að samkeppnisyfirvöld hafi ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þeirrar samþjöppunar sem orðin er staðreynd." --- --- --- Bendi svo á áhugaverða grein um banka og vaxtaokur sem birtist hér neðar á síðunni undir fyrirsögninni Stjórnlaus græðgi bankanna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun