Lífið

Harriet fagnar 175 ára afmæli sínu

Mynd/Vísir
Risaskjaldbakan Harriet fagnaði 175 ára afmæli sínu í dag í ástralska dýragarðinum í Brisbane í dag. Harriet hefur dvalið í dýragarðinum síðustu 17 ár en sögur segja að sjálfur Charles Darwin hafi handsamað hana árið 1835. Það er þó enginn vafi á aldri Harrietar sem er skráð í heimsmótabók Guiness sem elsta skjaldbaka heims.  Harriet hét reyndar Harry í meira en hundrað ár en allir héldu að hún væri karldýr.
 
 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.