Hyggjast lækka fasteignaskatta og holræsagjöld 14. nóvember 2005 21:00 Fasteignaskattur og holræsagjöld í Reykjavík verða lækkuð samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hreinar skuldir borgarsjóðs eiga samt að lækka um fimmtung og rekstrarafgangur að verða 1,4 milljarðar króna. Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun sem borgarstjóri mælir fyrir á morgun, verður holræsagjald lækkað vegna hagræðingar af sameiningu Fráveitunnar og Orkuveitu Reykjavíkur og fasteignaskattur mun lækka, svo tekjur af honum standi í stað þrátt fyrir mun hærra fasteignamat. Hreinar skuldir borgarsjóðs lækka samt um1,1 milljarð króna. En hvernig er hægt að lækka gjöld og þar með tekjur og skuldir samtímis? Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að það sé einfaldlega styrk stjórn fjármála í borginni sem geri þetta kleift. Gert sér ráð fyrir að lækka holræsagjald á næsta ári og halda fasteignasköttum óbreyttum og þá séu gjöld tiltölulega lág. Á móti komi að tekjur séu innheimtar í gegnum hámarksútsvarsprósentu og það hafi einfaldlega verið pólitík meirihlutans að halda gjöldum í lágmarki en taka tekjur inn í gegnum sameiginlega sjóði. Ef fyrirtæki borgarinnar eru tekin með í reikninginn þá aukast hreinar skuldir um rúma tíu milljarða króna og verða þær samtals 73,5 milljarðar í lok næsta árs. Á móti koma þó eignir upp á rúma 230 milljarða. Steinunn segir ekki gert ráð fyrir sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun þar sem æði langvinnar samningaviðræður standi enn yfir og ekki útséð með niðurstöðu þeirra. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að leikskólinn verði gjaldfrjáls á sama tíma og það vantar tugi leikskólakennara og ekki er hægt að halda úti fullri þjónustu á leikskólum borgarinnar. Því er kannski ekki nema von að spurt sé hvernig þetta tvennt geti farið saman. Steinunn segir að þetta sé viðfangsefni sem þurfi að skoða í samhengi og borgaryfirböld séu á ákveðinni braut í launamálum. Það sé hins vegar prinsippmál að verða með gjaldfrjálsa leikskóla og hún telji að það eigi að vera mannréttindi allra barna að fá að ganga í gjaldfrjálsan leikskóla. Aðspurð hvort þjónustan þurfi ekki að vera til staðar áður en hægt sé að veita hana ókeypis segir Steinunn að þjónusta Leikskóla Reykjavíkur sé mjög góð og það sé almenn ánægja með hana en í augnablikinu sé það mikil þensla í efnahagslífinu að það sé skortur á vinnuafli, ekki bara hjá borginni heldur öðrum sveitarfélögum, ríkinu og á hinum almenna markaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Fasteignaskattur og holræsagjöld í Reykjavík verða lækkuð samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hreinar skuldir borgarsjóðs eiga samt að lækka um fimmtung og rekstrarafgangur að verða 1,4 milljarðar króna. Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun sem borgarstjóri mælir fyrir á morgun, verður holræsagjald lækkað vegna hagræðingar af sameiningu Fráveitunnar og Orkuveitu Reykjavíkur og fasteignaskattur mun lækka, svo tekjur af honum standi í stað þrátt fyrir mun hærra fasteignamat. Hreinar skuldir borgarsjóðs lækka samt um1,1 milljarð króna. En hvernig er hægt að lækka gjöld og þar með tekjur og skuldir samtímis? Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að það sé einfaldlega styrk stjórn fjármála í borginni sem geri þetta kleift. Gert sér ráð fyrir að lækka holræsagjald á næsta ári og halda fasteignasköttum óbreyttum og þá séu gjöld tiltölulega lág. Á móti komi að tekjur séu innheimtar í gegnum hámarksútsvarsprósentu og það hafi einfaldlega verið pólitík meirihlutans að halda gjöldum í lágmarki en taka tekjur inn í gegnum sameiginlega sjóði. Ef fyrirtæki borgarinnar eru tekin með í reikninginn þá aukast hreinar skuldir um rúma tíu milljarða króna og verða þær samtals 73,5 milljarðar í lok næsta árs. Á móti koma þó eignir upp á rúma 230 milljarða. Steinunn segir ekki gert ráð fyrir sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun þar sem æði langvinnar samningaviðræður standi enn yfir og ekki útséð með niðurstöðu þeirra. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að leikskólinn verði gjaldfrjáls á sama tíma og það vantar tugi leikskólakennara og ekki er hægt að halda úti fullri þjónustu á leikskólum borgarinnar. Því er kannski ekki nema von að spurt sé hvernig þetta tvennt geti farið saman. Steinunn segir að þetta sé viðfangsefni sem þurfi að skoða í samhengi og borgaryfirböld séu á ákveðinni braut í launamálum. Það sé hins vegar prinsippmál að verða með gjaldfrjálsa leikskóla og hún telji að það eigi að vera mannréttindi allra barna að fá að ganga í gjaldfrjálsan leikskóla. Aðspurð hvort þjónustan þurfi ekki að vera til staðar áður en hægt sé að veita hana ókeypis segir Steinunn að þjónusta Leikskóla Reykjavíkur sé mjög góð og það sé almenn ánægja með hana en í augnablikinu sé það mikil þensla í efnahagslífinu að það sé skortur á vinnuafli, ekki bara hjá borginni heldur öðrum sveitarfélögum, ríkinu og á hinum almenna markaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira