Gömlu dagana gefðu mér 29. október 2005 13:37 Ég segi bara - take me back, gömlu dagana gefðu mér. Var að horfa á Dalalíf eftir Þráin Bertelsson í sjónvarpinu, frá sirka 1983. Þetta er stórkostleg heimild, allavega fyrir okkur sem lifðum þennan tíma. Þarna er veitingahúsið Óðal með sínum kúrekainnréttingum, gamla flugstöðin í Keflavík, Sveinbjörn Beinteinsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir með ber brjóstin, ótrúlega púkaleg tíska sem maður undirgekkst. Kvefaður og ómögulegur var ég kominn í gott skap; Þráinn náði sérstaklega góðum þjóðlegum tóni í þessum myndum sínum. Líklega hefur enginn leikið það eftir í islenskum grínmyndum nema kannski Róbert Douglas að einhverju leyti. Þetta eru alþýðukómedíur í besta skilningi þess orðs. --- --- --- Myndir Þráins voru gerðar á því sem nefnist íslenska kvikmyndavorið. Eins og allir vita náði það aldrei að verða sumar. Kvikmyndirnar sem eru tilefndar til Edduverðlauna þetta árið bera vott um fátæklega framleiðslu; tvær þeirra eru raunar framleiddar í útlöndum og gerast þar. En kannski er heldur ekki von á góðu ef hugsjónamenn í bransanum eiga við hugarfar eins og er lýst í þessari frétt um kaup sjónvarpsins á hinni frábæru heimildarmynd Blindsker. --- --- --- Það ber ekki að lasta norrænt samstarf of mikið. Í gærkvöldi sýndi sænska sjónvarpið íslensku myndina Gargandi snilld. Það er talsvert örlæti hjá Svíunum að sýna íslenska tónlist í tvo klukkutíma á besta áhorfstíma. Myndum við gera það fyrir Svía sama hér í sjónvarpi? --- --- --- Sænska sjónvarpið var líka að sýna No Direction Home, heimildarmynd Martins Scorsese um Bob Dylan. Þarna leggja tveir af helstu meisturum bandarískrar menningar saman. Dylan er furðulegt fyrirbæri. Hann verður holdtekja stórrar sönglagahefðar varla tvítugur, smástrákur með mjóar axlir ber hann þetta á herðum sér; þeir sem eru með honum í för eru flestir varla nema lítil hefti meðan Dylan er svo mörg bindi að hann nálgast að vera heilt bókasafn. Maðurinn er af öllum stöðum kominn frá Minnesota, þar sem maður heldur að sé bara flatneskja og Norðmenn, en samt er hann gyðingur, af rússneskum ættum. Sigurður Pálsson sagði mér í bókabúð um daginn að móðir hans hefði farið með Púskín fyrir hann. Þetta er stórfurðuleg blanda. --- --- --- Nokkuð eindregin stefna hefur verið tekin í átt til sensasjónalisma í íslenskum fjölmiðlum. DV hefur náttúrlega gengið undan síðustu misserin, en nú fylgja aðrir í kjölfarið og ekkert er dregið undan: Við fylgjumst með kynferðisníðingum og fórnarlömbum þeirra, kynskiptingum, mönnum sem eru féflettir á klámbúllum, táningamæðrum, líffæraþegum, fólki með alls kyns sjúkdóma. Allt er opið og öndvert; yfirleitt undir fullu nafni. Játningaþörfin er mjög rík í nútímasamfélagi – er það að opna sál sína í fjölmiðlum einhvers konar þerapía? Hvernig líður fólki eftir á, þegar fjölmiðlarnir eru búnir að gleyma því? Því minni þeirra er sannarlega ekki langt. Sumt af þessu er örugglega gott og gilt, en annað fer sennilega í þann flokk sem nefnist sósíalpornógrafía. --- --- --- Það er stórkostlegt að fylgjast með orðfærinu í Íslenska bachelornum. "Enn berast gjafirnar og næst koma undirföt frá Next," var sagt í síðasta þætti. Svo fór fólkið á deit og þá voru allir mjög spenntir, eða eins og það var orðað "möguleikinn ást er undir". --- --- --- Borgarstjórinn í Reykjavík vill ekki styttu af Tómasi, telur vera kominn tíma á konu. Ég segi ekki að miklir andar hugsi eins – great minds think alike. En við Kári höfum mikinn áhuga á styttunum í bænum, kunnum að nefna Jón Sigurðsson, Skúla fógeta, en erum að læra um Jón Vídalín og séra Bjarna sem standa við dómkirkjuna. "En eru engar styttukonur?" spurði Kári um daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Ég segi bara - take me back, gömlu dagana gefðu mér. Var að horfa á Dalalíf eftir Þráin Bertelsson í sjónvarpinu, frá sirka 1983. Þetta er stórkostleg heimild, allavega fyrir okkur sem lifðum þennan tíma. Þarna er veitingahúsið Óðal með sínum kúrekainnréttingum, gamla flugstöðin í Keflavík, Sveinbjörn Beinteinsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir með ber brjóstin, ótrúlega púkaleg tíska sem maður undirgekkst. Kvefaður og ómögulegur var ég kominn í gott skap; Þráinn náði sérstaklega góðum þjóðlegum tóni í þessum myndum sínum. Líklega hefur enginn leikið það eftir í islenskum grínmyndum nema kannski Róbert Douglas að einhverju leyti. Þetta eru alþýðukómedíur í besta skilningi þess orðs. --- --- --- Myndir Þráins voru gerðar á því sem nefnist íslenska kvikmyndavorið. Eins og allir vita náði það aldrei að verða sumar. Kvikmyndirnar sem eru tilefndar til Edduverðlauna þetta árið bera vott um fátæklega framleiðslu; tvær þeirra eru raunar framleiddar í útlöndum og gerast þar. En kannski er heldur ekki von á góðu ef hugsjónamenn í bransanum eiga við hugarfar eins og er lýst í þessari frétt um kaup sjónvarpsins á hinni frábæru heimildarmynd Blindsker. --- --- --- Það ber ekki að lasta norrænt samstarf of mikið. Í gærkvöldi sýndi sænska sjónvarpið íslensku myndina Gargandi snilld. Það er talsvert örlæti hjá Svíunum að sýna íslenska tónlist í tvo klukkutíma á besta áhorfstíma. Myndum við gera það fyrir Svía sama hér í sjónvarpi? --- --- --- Sænska sjónvarpið var líka að sýna No Direction Home, heimildarmynd Martins Scorsese um Bob Dylan. Þarna leggja tveir af helstu meisturum bandarískrar menningar saman. Dylan er furðulegt fyrirbæri. Hann verður holdtekja stórrar sönglagahefðar varla tvítugur, smástrákur með mjóar axlir ber hann þetta á herðum sér; þeir sem eru með honum í för eru flestir varla nema lítil hefti meðan Dylan er svo mörg bindi að hann nálgast að vera heilt bókasafn. Maðurinn er af öllum stöðum kominn frá Minnesota, þar sem maður heldur að sé bara flatneskja og Norðmenn, en samt er hann gyðingur, af rússneskum ættum. Sigurður Pálsson sagði mér í bókabúð um daginn að móðir hans hefði farið með Púskín fyrir hann. Þetta er stórfurðuleg blanda. --- --- --- Nokkuð eindregin stefna hefur verið tekin í átt til sensasjónalisma í íslenskum fjölmiðlum. DV hefur náttúrlega gengið undan síðustu misserin, en nú fylgja aðrir í kjölfarið og ekkert er dregið undan: Við fylgjumst með kynferðisníðingum og fórnarlömbum þeirra, kynskiptingum, mönnum sem eru féflettir á klámbúllum, táningamæðrum, líffæraþegum, fólki með alls kyns sjúkdóma. Allt er opið og öndvert; yfirleitt undir fullu nafni. Játningaþörfin er mjög rík í nútímasamfélagi – er það að opna sál sína í fjölmiðlum einhvers konar þerapía? Hvernig líður fólki eftir á, þegar fjölmiðlarnir eru búnir að gleyma því? Því minni þeirra er sannarlega ekki langt. Sumt af þessu er örugglega gott og gilt, en annað fer sennilega í þann flokk sem nefnist sósíalpornógrafía. --- --- --- Það er stórkostlegt að fylgjast með orðfærinu í Íslenska bachelornum. "Enn berast gjafirnar og næst koma undirföt frá Next," var sagt í síðasta þætti. Svo fór fólkið á deit og þá voru allir mjög spenntir, eða eins og það var orðað "möguleikinn ást er undir". --- --- --- Borgarstjórinn í Reykjavík vill ekki styttu af Tómasi, telur vera kominn tíma á konu. Ég segi ekki að miklir andar hugsi eins – great minds think alike. En við Kári höfum mikinn áhuga á styttunum í bænum, kunnum að nefna Jón Sigurðsson, Skúla fógeta, en erum að læra um Jón Vídalín og séra Bjarna sem standa við dómkirkjuna. "En eru engar styttukonur?" spurði Kári um daginn.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun