Auðveldi úrræði í kynferðisbrotum 18. október 2005 00:01 „Gerð verður heildstæð áætlun um það hvernig bregðast eigi við heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi hér á landi," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra sem hrint hefur af stað aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Tillaga hans þess efnis var samþykkt í ríkisstjórn í gærmorgun. „Lagt er til að sjónum verði sérstaklega beint að börnum sem verða fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis," segir Árni. „Skoða á sérstaklega hvernig styrkja megi barnaverndaryfirvöld, félagsmálayfirvöld, skóla, heilbrigðiskerfið, lögregluna og fleiri með það að markmiði að efla fræðslu og samhæfa vinnubrögð, verkferla og úrræði," segir hann. Aðgerðaráætlunin kemur í kjölfar þess að Stígamót, Samtök um kvennaathvarf, mannréttindaskrifstofa og fleiri lögðu síðasta vor fram drög að svona áætlun að fyrirmynd frá hinum Norðurlöndunum. Spurður hverju hann vonist til að áætlunin skili segir Árni: „Ég vonast til að þetta skili í fyrsta lagi markvissari viðbrögðum þegar upp koma vísbendingar um það að börn séu beitt kynferðislegu ofbeldi." Hann segir að aðgerðaráætlunin muni meðal annars ná inn á verksvið dómsmálaráðuneytis hvað varðar lögreglu og dómstóla, félagsmálaráðuneytis hvað varðar barnavernd og félagsþjónustu, heilbrigðisráðuneyti hvað varðar sjúkrahús og heilsugæslu og menntamálaráðuneytið út frá skólunum. „Það hefur verið gagnrýnt að áætlun af þessu tagi sé ekki til og fólk viti ekki hvernig það eigi að bregðast við og hvert það eigi að leita þegar grunur um kynferðisofbeldi vaknar. Meiningin er að ná utan um það," segir Árni. Gert er ráð fyrir því að áætlunin liggi fyrir í mars en Árni segir óvíst hvenær hrinda megi henni í framkvæmd. Það fari eftir umfangi og aðstæðum. „Umræðan undanfarna daga hefur óneitanlega vakið okkur öll til meðvitundar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vil ég þakka þeim sem þar hafa gengið á undan fyrir kjark sinn. Það hefur óneitanlega haft áhrif," segir Árni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
„Gerð verður heildstæð áætlun um það hvernig bregðast eigi við heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi hér á landi," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra sem hrint hefur af stað aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Tillaga hans þess efnis var samþykkt í ríkisstjórn í gærmorgun. „Lagt er til að sjónum verði sérstaklega beint að börnum sem verða fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis," segir Árni. „Skoða á sérstaklega hvernig styrkja megi barnaverndaryfirvöld, félagsmálayfirvöld, skóla, heilbrigðiskerfið, lögregluna og fleiri með það að markmiði að efla fræðslu og samhæfa vinnubrögð, verkferla og úrræði," segir hann. Aðgerðaráætlunin kemur í kjölfar þess að Stígamót, Samtök um kvennaathvarf, mannréttindaskrifstofa og fleiri lögðu síðasta vor fram drög að svona áætlun að fyrirmynd frá hinum Norðurlöndunum. Spurður hverju hann vonist til að áætlunin skili segir Árni: „Ég vonast til að þetta skili í fyrsta lagi markvissari viðbrögðum þegar upp koma vísbendingar um það að börn séu beitt kynferðislegu ofbeldi." Hann segir að aðgerðaráætlunin muni meðal annars ná inn á verksvið dómsmálaráðuneytis hvað varðar lögreglu og dómstóla, félagsmálaráðuneytis hvað varðar barnavernd og félagsþjónustu, heilbrigðisráðuneyti hvað varðar sjúkrahús og heilsugæslu og menntamálaráðuneytið út frá skólunum. „Það hefur verið gagnrýnt að áætlun af þessu tagi sé ekki til og fólk viti ekki hvernig það eigi að bregðast við og hvert það eigi að leita þegar grunur um kynferðisofbeldi vaknar. Meiningin er að ná utan um það," segir Árni. Gert er ráð fyrir því að áætlunin liggi fyrir í mars en Árni segir óvíst hvenær hrinda megi henni í framkvæmd. Það fari eftir umfangi og aðstæðum. „Umræðan undanfarna daga hefur óneitanlega vakið okkur öll til meðvitundar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vil ég þakka þeim sem þar hafa gengið á undan fyrir kjark sinn. Það hefur óneitanlega haft áhrif," segir Árni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira