Slær varnagla við einkavæðingu 17. október 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra fékk rúmlega sextíu og tvö prósent atkvæða í varaformannskjöri flokksins á landsfundinum í gær og Geir H Haarde var kjörinn formaður með 94% atkvæða. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar Landsfundinum. Í ályktun flokksins varðandi Orkumál ber hæst að samkvæmt henni beri að huga að einkavæðingu orkufyrirtækja að því marki sem hægt er að einkavæða slík fyrirtæki og er Landsvirkjun þar sérstaklega nefnd. Þessi bókun er í takt við ræðu Geirs Haarde, nýkjörins formanns, frá því á laugardag þar sem hann ræddi meðal annars um einkavæðingar síðustu ára og nauðsyn þess að henni verði framhaldið. Nefndi nýkjörinn formaður Landsvirkjun sérstkalega í því sambandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður flokksins, var gestur í Íslandi í Bítið í morgun. Kvað við annan tón hjá Þorgerði Katrínu þegar hún var spurð um einkavæðingu Landsvirkjunar eins og Landsfundur hafði ályktað um. Þorgerður sagði að fyrir sitt leyti væru önnur mál brýnni en einkavæðing Landsvirkjunar og fara ætti varlega í slíkan gjörning, sem hún "liti á sem lengritíma mál." Sjálfstæðismenn vilja einnig að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu. Landsfundargestum virðist sem þar með hafi ekki verið nægilega vel gert og var því textanum breytt á þann veg að fella bæri gjöldin niður hið fyrsta. Landsfundurinn samþykkti líka ályktun þar sem hvatt er til þess að fallið verði frá áformum um að afnema svonefndan bensínstyrk til öryrkja, eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu og jafnframt að svonefndur hærri bílastyrkur til fatlaðra verði hækkaður. Meðal annarra athygliverðra ályktana er ályktun varðandi Íbúðalánasjóð, sem landsfundurinn vill að fari út af lánamarkaði en tryggi í staðinn bönkum og lánastofnunum fjármagn til húsnæðislána á lægstu mögulegu vöxtum. Einnig ber talsvert nýrra við í ályktun flokksins varðandi sölu á áfengi en þar vilja Sjálfstæðismenn að áfengissala verði gefin frjáls og ríkiseinokun verði þar með aflétt með öllu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra fékk rúmlega sextíu og tvö prósent atkvæða í varaformannskjöri flokksins á landsfundinum í gær og Geir H Haarde var kjörinn formaður með 94% atkvæða. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar Landsfundinum. Í ályktun flokksins varðandi Orkumál ber hæst að samkvæmt henni beri að huga að einkavæðingu orkufyrirtækja að því marki sem hægt er að einkavæða slík fyrirtæki og er Landsvirkjun þar sérstaklega nefnd. Þessi bókun er í takt við ræðu Geirs Haarde, nýkjörins formanns, frá því á laugardag þar sem hann ræddi meðal annars um einkavæðingar síðustu ára og nauðsyn þess að henni verði framhaldið. Nefndi nýkjörinn formaður Landsvirkjun sérstkalega í því sambandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður flokksins, var gestur í Íslandi í Bítið í morgun. Kvað við annan tón hjá Þorgerði Katrínu þegar hún var spurð um einkavæðingu Landsvirkjunar eins og Landsfundur hafði ályktað um. Þorgerður sagði að fyrir sitt leyti væru önnur mál brýnni en einkavæðing Landsvirkjunar og fara ætti varlega í slíkan gjörning, sem hún "liti á sem lengritíma mál." Sjálfstæðismenn vilja einnig að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu. Landsfundargestum virðist sem þar með hafi ekki verið nægilega vel gert og var því textanum breytt á þann veg að fella bæri gjöldin niður hið fyrsta. Landsfundurinn samþykkti líka ályktun þar sem hvatt er til þess að fallið verði frá áformum um að afnema svonefndan bensínstyrk til öryrkja, eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu og jafnframt að svonefndur hærri bílastyrkur til fatlaðra verði hækkaður. Meðal annarra athygliverðra ályktana er ályktun varðandi Íbúðalánasjóð, sem landsfundurinn vill að fari út af lánamarkaði en tryggi í staðinn bönkum og lánastofnunum fjármagn til húsnæðislána á lægstu mögulegu vöxtum. Einnig ber talsvert nýrra við í ályktun flokksins varðandi sölu á áfengi en þar vilja Sjálfstæðismenn að áfengissala verði gefin frjáls og ríkiseinokun verði þar með aflétt með öllu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira