Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá 30. september 2005 00:01 Ávextir hafa leikið stórt hlutverk í stjórnmálaumræðu á Íslandi; það hratt af stað mikilli atburðarás þegar Davíð keypti vínberin í London og furðaði sig á því hvað þau væru ódýr miðað við heima. Þegar Davíð var að alast upp voru ávextir fágætir á Íslandi; þeir fengust ekki fluttir inn vegna innflutningshafta og gjaldeyrisnurls. Þetta voru fábrotnari en ekki endilega verri tímar; slagorð Silla & Valda sem þá höfðu verslanir um allan bæ var "Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá". Atburðarásin í leikritinu Deleríum Búbónis snýst meðal annars um þessi höft á innflutningi – þar er að finna ljóðlínuna: Þú færð í magann þinn mjóa melónur og vínber fín. --- --- ---Nú þegar er meira frelsi á flestum sviðum streyma inn ávextir sem maður kann varla að nefna. Spurningin er hins vegar hvers vegna svo mikið af því er óætt? Lélegt, skemmt, bragðlaust. Erlendis er mikið fjallað um hvernig súpermarkaðir fletja allt út; auka úrvalið en auka það samt að vissu leyti ekki. Í súpermörkuðum er hægt að fá jarðarber allt árið – árstíðirnar þurrkast að vissu leyti út – en það er eiginlega aldrei hægt að fá jarðarber sem eru fersk og bragðmikil. --- --- ---Varan er flutt langvegu – af einhverjum ástæðum er það talið hagkvæmara. Hnattvæðingunni fylgja ofboðslegir flutningar þvers og kruss um heiminn. Oftast veit maður ekki hvaðan ávextirnir koma – veltir því heldur ekki fyrir sér. Nú er nýafstaðin eplauppskera í Norður-Evrópu. Þegar ég kom í búð í Reykjavík áðan voru þar til sölu epli – frá Nýja Sjálandi.Maður sér ekki auglýst dönsk epli, vínber úr nýrri uppskeru í Frakklandi, skógarber frá Noregi. Þegar komið er inn í súpermarkaðinn virðist úrvalið nóg, en við erum orðin vön banönum sem morkna undireins og maður kemur með þá heim, appelsínum sem eru trénaðar og bragðvondar, eplum sem virðast skínandi og fersk en eru bara sprautuð með vaxi, melónum sem eru annað hvort grjótharðar og óþroskaðar eða eins og grautur að innan. Já. Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ávextir hafa leikið stórt hlutverk í stjórnmálaumræðu á Íslandi; það hratt af stað mikilli atburðarás þegar Davíð keypti vínberin í London og furðaði sig á því hvað þau væru ódýr miðað við heima. Þegar Davíð var að alast upp voru ávextir fágætir á Íslandi; þeir fengust ekki fluttir inn vegna innflutningshafta og gjaldeyrisnurls. Þetta voru fábrotnari en ekki endilega verri tímar; slagorð Silla & Valda sem þá höfðu verslanir um allan bæ var "Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá". Atburðarásin í leikritinu Deleríum Búbónis snýst meðal annars um þessi höft á innflutningi – þar er að finna ljóðlínuna: Þú færð í magann þinn mjóa melónur og vínber fín. --- --- ---Nú þegar er meira frelsi á flestum sviðum streyma inn ávextir sem maður kann varla að nefna. Spurningin er hins vegar hvers vegna svo mikið af því er óætt? Lélegt, skemmt, bragðlaust. Erlendis er mikið fjallað um hvernig súpermarkaðir fletja allt út; auka úrvalið en auka það samt að vissu leyti ekki. Í súpermörkuðum er hægt að fá jarðarber allt árið – árstíðirnar þurrkast að vissu leyti út – en það er eiginlega aldrei hægt að fá jarðarber sem eru fersk og bragðmikil. --- --- ---Varan er flutt langvegu – af einhverjum ástæðum er það talið hagkvæmara. Hnattvæðingunni fylgja ofboðslegir flutningar þvers og kruss um heiminn. Oftast veit maður ekki hvaðan ávextirnir koma – veltir því heldur ekki fyrir sér. Nú er nýafstaðin eplauppskera í Norður-Evrópu. Þegar ég kom í búð í Reykjavík áðan voru þar til sölu epli – frá Nýja Sjálandi.Maður sér ekki auglýst dönsk epli, vínber úr nýrri uppskeru í Frakklandi, skógarber frá Noregi. Þegar komið er inn í súpermarkaðinn virðist úrvalið nóg, en við erum orðin vön banönum sem morkna undireins og maður kemur með þá heim, appelsínum sem eru trénaðar og bragðvondar, eplum sem virðast skínandi og fersk en eru bara sprautuð með vaxi, melónum sem eru annað hvort grjótharðar og óþroskaðar eða eins og grautur að innan. Já. Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá.