Sport

Loksins tapaði Bayern

Þýsku meistararnir í Bayern Munchen töpuðu loks sínum fyrsta leik í Bundesligunni í dag þegar liðið sótti sprækt lið Hamburger heim og tapaði 2-0. Sigur HSV var síst of stór og aðeins góður leikur Oliver Kahn í marki heimamanna bjargaði meisturunum frá stærra tapi. Endurkoma Michael Ballack í lið Bayern hafði lítið að segja í leiknum, en það var hollenski leikmaðurinn Rafael van der Vaart sem skoraði fyrra mark Hamborgar, en fyrrum leikmaður Bayern, unglingurinn Piotr Trochowski bætti við öðru marki eftir rúmlega klukkutíma leik. Bayern er þó enn í efsta sæti deildarinnar með 18 stig, en næstir koma Hamburg með 17 stig. Bremen er í þriðja sæti með 16 stig eftir góðan sigur á Leverkusen, en það voru þeir Miroslav Klose og Ivan Klasnic sem skorðu mörk Werder Bremen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×