Kunnuglegt rímnakvæði 23. september 2005 00:01 Sú ákvörðun Héraðsdóms að vísa frá ákærum í Baugsmálinu er að sjálfsögðu slík stórfrétt að eðlilegt er að um fátt annað sé fjallað í samræðum manna á milli og í fjölmiðlum í marga daga. Málið hefur raunar verið rekið talsvert í fjölmiðlum, sem er skiljanlegt í ljósi þess að hér er að öðrum þræði verið að takast á um mannorð nokkurra helstu viðskiptajöfra landsins og ímynd og viðskiptamöguleika eins stærsta fyrirtækis Íslands. Enda eru upphæðirnar sem lagðar hafa verið undir í þessari rannsókn svo stjarnfræðilegar að venjulegir launamenn eiga erfitt með að átta sig á þeim. Helst að þær standist samjöfnuð við símapeningana margfrægu, sem eiga að fara í að gleðja landsmenn með vinsælum framkvæmdum á næstu árum. Kannski er ráð að bíða með fögnuðinn vegna allra þessara góðu símaverkefna þar til útséð er með Baugsmál og hugsanlegar skaðabætur þeirra vegna? En frávísun Héraðsdóms hefur haft af okkur málflutning fyrir dómi í bili, sem aftur virðist hafa haft þau sérkennilegu áhrif að málið er nú flutt í fjölmiðlum - af lögreglu, sakborningum og stjórnmálamönnum. Þannig hafa stjórnmálamenn, sem raunar sumir hverjir eru lögfræðimenntaðir líka, rætt málið fram og aftur og ýmist gefið út dánarvottorð yfir málinu eða talið það hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Lögreglan, hins vegar, hefur fyrir hönd saksóknara svarað fyrir sig fullum hálsi og þvertekið fyrir að nokkur vottur af áfellisdómi sé í því falinn að málinu var í heild sinni vísað frá. Það má til sanns vegar færa að þetta mál sé um margt sérstakt og tengist stjórnmálum meira og beinna en tíðkast um dómsmál. Stjórnmál eru meira að segja hluti af vörn sumra sakborninganna, sem halda því fram að átök og fjandskapur þáverandi forsætisráðherra hafi ráðið miklu um starfsaðferðir og ákvarðanir lögreglu. Átök þessara sömu afla – Davíðs Oddssonar annars vegar og Baugsfeðga hins vegar - hafa verið eins og mansöngur í pólitískum rímnakveðskap íslenskra stjórnmála síðustu misseri og ár. Afstaða annarra stjórnmálaafla til þessara átaka hefur jafnan verið nokkuð svipuð þannig að mynstrið er að verða afar kunnuglegt. Nægir í því sambandi að nefna tvö orð: Borgarnesræðan og fjölmiðlamálið. Eftir frávísun Héraðsdóms er engu líkara en þessi gamla ríma hafi magnast upp og sé nú þulin sem staðgengill efnismeðferðar Baugsmála fyrir dómi. Kappið í umræðunni er slíkt að það minnir helst á íþróttaleik, ekki einvörðungu hjá sakborningum, sem eru langþreyttir eftir þriggja ára áreiti, heldur líka hjá öðrum sem ætla mætti að sýndu heldur meiri yfirvegun s.s. ákæruvaldinu og ýmsum fulltrúum löggjafarvaldsins. Saksóknarinn gefur sér varla tíma til að lesa frávísunarúrskurðinn áður en hann lýsir því yfir – nánast strengir þess heit - að hann muni áfrýja til Hæstaréttar. "Við vinnum næsta leik piltar!" gætu verið skilaboðin sem í því felast og maður spyr sig óhjákvæmilega hvort það sé yfirvegunin og undirtónninn í saksókninni. Stjórnmálamenn, einkum foringjar Samfylkingarinnar, ganga fram fyrir skjöldu og krefjast þess að ákæruvaldið axli ábyrgð. Endurómur af Borgarnesræðunni heyrist aftur frá formanni Samfylkingarinnar þegar hún minnir á hina pólitísku undirtóna dómsmálsins. En það er eins með þennan rímnasöng og aðra pólitík, að tímasetningar og innkomur á leiksvið umræðunnar geta skipt miklu máli. Þannig getur röng innkoma spillt pólitískri stöðu rétt eins og rétt innkoma getur lagfært pólitíska stöðu. Það að hin tæknilega dómsniðurstaða um frávísun skuli verða til þess að menn bresti í keppnisstellingar og gamalkunnar pólitískar skotgrafir er því varasöm þróun. Vitaskuld eru stórtíðindi á ferð sem þarf að ræða. Dómskerfið á hins vegar enn eftir að klára úrvinnslu sína á þessum hluta málsins og því ótímabært að gefa út stórfelldar og dramatískar yfirlýsingar, sem aldrei verða annað en pólitískir fyrirburar. Það er alltaf hætta á ferðum þegar stjórnmál blandast inn í opinberan málarekstur gagnvart viðskiptafyrirtækjum. Því heitari og kappsamari sem pólitíkin er, því hættulegra. Þetta sýna okkur söguleg dæmi hvert með sínum hætti s.s. Kveldúlfsmálið frá því seint á fjórða áratug síðustu aldar og svo Hafskipsmálið. Í báðum tilfellum fæddist lítil mús eftir mikla jóðsótt fjallsins. Baugsmálin hafa verið hættulega pólitísk frá upphafi og þau hafa verið sótt af miklu kappi. Nú er dómskerfið að vinna sína vinnu og búist við úrskurði Hæstaréttar eftir þrjár vikur. Þá skýrist hvort þessi saksókn öll hafi verið of kappsöm. Þangað til gæti verið skynsamlegt fyrir stjórnmálamenn og lögreglu að kveða veikt sinn pólitíska rímnasöng. Tími rímunnar mun koma – en sá tími er ekki núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sú ákvörðun Héraðsdóms að vísa frá ákærum í Baugsmálinu er að sjálfsögðu slík stórfrétt að eðlilegt er að um fátt annað sé fjallað í samræðum manna á milli og í fjölmiðlum í marga daga. Málið hefur raunar verið rekið talsvert í fjölmiðlum, sem er skiljanlegt í ljósi þess að hér er að öðrum þræði verið að takast á um mannorð nokkurra helstu viðskiptajöfra landsins og ímynd og viðskiptamöguleika eins stærsta fyrirtækis Íslands. Enda eru upphæðirnar sem lagðar hafa verið undir í þessari rannsókn svo stjarnfræðilegar að venjulegir launamenn eiga erfitt með að átta sig á þeim. Helst að þær standist samjöfnuð við símapeningana margfrægu, sem eiga að fara í að gleðja landsmenn með vinsælum framkvæmdum á næstu árum. Kannski er ráð að bíða með fögnuðinn vegna allra þessara góðu símaverkefna þar til útséð er með Baugsmál og hugsanlegar skaðabætur þeirra vegna? En frávísun Héraðsdóms hefur haft af okkur málflutning fyrir dómi í bili, sem aftur virðist hafa haft þau sérkennilegu áhrif að málið er nú flutt í fjölmiðlum - af lögreglu, sakborningum og stjórnmálamönnum. Þannig hafa stjórnmálamenn, sem raunar sumir hverjir eru lögfræðimenntaðir líka, rætt málið fram og aftur og ýmist gefið út dánarvottorð yfir málinu eða talið það hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Lögreglan, hins vegar, hefur fyrir hönd saksóknara svarað fyrir sig fullum hálsi og þvertekið fyrir að nokkur vottur af áfellisdómi sé í því falinn að málinu var í heild sinni vísað frá. Það má til sanns vegar færa að þetta mál sé um margt sérstakt og tengist stjórnmálum meira og beinna en tíðkast um dómsmál. Stjórnmál eru meira að segja hluti af vörn sumra sakborninganna, sem halda því fram að átök og fjandskapur þáverandi forsætisráðherra hafi ráðið miklu um starfsaðferðir og ákvarðanir lögreglu. Átök þessara sömu afla – Davíðs Oddssonar annars vegar og Baugsfeðga hins vegar - hafa verið eins og mansöngur í pólitískum rímnakveðskap íslenskra stjórnmála síðustu misseri og ár. Afstaða annarra stjórnmálaafla til þessara átaka hefur jafnan verið nokkuð svipuð þannig að mynstrið er að verða afar kunnuglegt. Nægir í því sambandi að nefna tvö orð: Borgarnesræðan og fjölmiðlamálið. Eftir frávísun Héraðsdóms er engu líkara en þessi gamla ríma hafi magnast upp og sé nú þulin sem staðgengill efnismeðferðar Baugsmála fyrir dómi. Kappið í umræðunni er slíkt að það minnir helst á íþróttaleik, ekki einvörðungu hjá sakborningum, sem eru langþreyttir eftir þriggja ára áreiti, heldur líka hjá öðrum sem ætla mætti að sýndu heldur meiri yfirvegun s.s. ákæruvaldinu og ýmsum fulltrúum löggjafarvaldsins. Saksóknarinn gefur sér varla tíma til að lesa frávísunarúrskurðinn áður en hann lýsir því yfir – nánast strengir þess heit - að hann muni áfrýja til Hæstaréttar. "Við vinnum næsta leik piltar!" gætu verið skilaboðin sem í því felast og maður spyr sig óhjákvæmilega hvort það sé yfirvegunin og undirtónninn í saksókninni. Stjórnmálamenn, einkum foringjar Samfylkingarinnar, ganga fram fyrir skjöldu og krefjast þess að ákæruvaldið axli ábyrgð. Endurómur af Borgarnesræðunni heyrist aftur frá formanni Samfylkingarinnar þegar hún minnir á hina pólitísku undirtóna dómsmálsins. En það er eins með þennan rímnasöng og aðra pólitík, að tímasetningar og innkomur á leiksvið umræðunnar geta skipt miklu máli. Þannig getur röng innkoma spillt pólitískri stöðu rétt eins og rétt innkoma getur lagfært pólitíska stöðu. Það að hin tæknilega dómsniðurstaða um frávísun skuli verða til þess að menn bresti í keppnisstellingar og gamalkunnar pólitískar skotgrafir er því varasöm þróun. Vitaskuld eru stórtíðindi á ferð sem þarf að ræða. Dómskerfið á hins vegar enn eftir að klára úrvinnslu sína á þessum hluta málsins og því ótímabært að gefa út stórfelldar og dramatískar yfirlýsingar, sem aldrei verða annað en pólitískir fyrirburar. Það er alltaf hætta á ferðum þegar stjórnmál blandast inn í opinberan málarekstur gagnvart viðskiptafyrirtækjum. Því heitari og kappsamari sem pólitíkin er, því hættulegra. Þetta sýna okkur söguleg dæmi hvert með sínum hætti s.s. Kveldúlfsmálið frá því seint á fjórða áratug síðustu aldar og svo Hafskipsmálið. Í báðum tilfellum fæddist lítil mús eftir mikla jóðsótt fjallsins. Baugsmálin hafa verið hættulega pólitísk frá upphafi og þau hafa verið sótt af miklu kappi. Nú er dómskerfið að vinna sína vinnu og búist við úrskurði Hæstaréttar eftir þrjár vikur. Þá skýrist hvort þessi saksókn öll hafi verið of kappsöm. Þangað til gæti verið skynsamlegt fyrir stjórnmálamenn og lögreglu að kveða veikt sinn pólitíska rímnasöng. Tími rímunnar mun koma – en sá tími er ekki núna.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun