Framboð til öryggisráðs í uppnámi 17. september 2005 00:01 Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í uppnámi að mati varaformanns Framsóknarflokksins sem segir að Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan skilur ekkert í hringlandahætti ríkisstjórnarinnar. Óvissa hefur skapast um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir stöðu málsins lýsa miklum glundroða hjá stjórnarflokkunum og í báðum flokkunum hafi hún hlustað á fólk tala með framboðinu og á móti. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segist telja að miðað við þá stöðu að Einar Oddur sé kominn í stjórnarandstöðu og að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi skipt um skoðun eða sé efins sé málið í talsverðu uppnámi í stjórnarflokkunum. Hann telji mikilvægt að menn setjist niður yfir málið og skoði hvort vit sé í því. Guðni bendir á að kostnaðurinn við framboðið sé meiri en áætlað hafi verið upphaflega og þá sé staðan tvísýnni en áður þar sem Tyrkland hafi bæst í hóp frambjóðenda og þar að auki hafi heimsmyndin breyst á þeim sjö árum sem liðin séu síðan ákvörðunin var tekin. Stjórnarflokkarnir verði að ræða um málið nú en það verði að vera heilindi og samstaða í báðum þingflokkum ríkisstjórnarinnar um það hvernig að þessu verði staðið til framtíðar. Ingibjörg Sólrún segir að þetta sé ekki bara spurning um að það kosti eitthvað í framtíðinni að bjóða sig fram. Menn hafi þegar lagt töluverða fjármuni í framboðið og það sé alveg merkilegt ef snúa eigi við núna. Guðni segir að það hafi enginn bannað mönnum að vera vitrari í dag en í gær og það megi Ingibjörg Sólrún einnig skilja. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi í Bandaríkjunum og hefur ekki verið unnt að spyrja hann um þessa togstreitu stjórnarflokkanna í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í uppnámi að mati varaformanns Framsóknarflokksins sem segir að Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan skilur ekkert í hringlandahætti ríkisstjórnarinnar. Óvissa hefur skapast um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir stöðu málsins lýsa miklum glundroða hjá stjórnarflokkunum og í báðum flokkunum hafi hún hlustað á fólk tala með framboðinu og á móti. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segist telja að miðað við þá stöðu að Einar Oddur sé kominn í stjórnarandstöðu og að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi skipt um skoðun eða sé efins sé málið í talsverðu uppnámi í stjórnarflokkunum. Hann telji mikilvægt að menn setjist niður yfir málið og skoði hvort vit sé í því. Guðni bendir á að kostnaðurinn við framboðið sé meiri en áætlað hafi verið upphaflega og þá sé staðan tvísýnni en áður þar sem Tyrkland hafi bæst í hóp frambjóðenda og þar að auki hafi heimsmyndin breyst á þeim sjö árum sem liðin séu síðan ákvörðunin var tekin. Stjórnarflokkarnir verði að ræða um málið nú en það verði að vera heilindi og samstaða í báðum þingflokkum ríkisstjórnarinnar um það hvernig að þessu verði staðið til framtíðar. Ingibjörg Sólrún segir að þetta sé ekki bara spurning um að það kosti eitthvað í framtíðinni að bjóða sig fram. Menn hafi þegar lagt töluverða fjármuni í framboðið og það sé alveg merkilegt ef snúa eigi við núna. Guðni segir að það hafi enginn bannað mönnum að vera vitrari í dag en í gær og það megi Ingibjörg Sólrún einnig skilja. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi í Bandaríkjunum og hefur ekki verið unnt að spyrja hann um þessa togstreitu stjórnarflokkanna í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira