Tók af öll tvímæli um framboð 16. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gærkvöldi af öll tvímæli um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar hann lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að Íslendingar ætluðu að bjóða sig fram. Verðandi utanríkisráðherra vill ekki tjá sig um málið. Miðað er við kjörtímabilið 2009 til 2010 og fengi íslenski fulltrúinn ekki neitunarvald eins og fulltrúar ríkja með fastafulltrúa. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði nýverið að það biði Geirs Haarde, verðandi utanríkisráðherra, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Geir hefur sagt að hann vilji ekki tjá sig um málð fyrr en hann hefur formlega tekið við embætti utanríkisráðherra og var það ítrekað í ráðuneytinu í morgun en nú liggur ákvörðunin hins vegar fyrir. Athygli vekur að í frétt frá forsætisráðuneytinu um innihald ræðu Halldórs, en tilkynningin var send út rétt fyrir miðnætti, er ekki minnst einu orði á þessa yfirlýsingu hans og í ræðu Halldórs, sem væntanlega var birt eftir handriti hans á vef Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, var yfirlýsingin heldur ekki með, en Halldór bar hana hins vegar fram alveg í lok ræðunnar á fundinum sjálfum. Áætlað hefur verið að það kosti um það bil 600 milljónir króna að vinna framboðinu fylgi því fleiri ríki sækjast eftir sætinu. Ríkisstjórnir hinna norrænu ríkjanna hafa þegar lýst stuðningi við framboðið og líta á fulltrúa Íslendinga í ráðinu sem fulltrúa Norðurlanda allra samkvæmt þeirri hefð að Noðrurlöndin standa saman á þessum vettvangi. Ýmsar aðrar þjóðir hafa líka lýst stuðningi við framboð Íslendinga þótt niðurstaða sé alls ekki í hendi. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gærkvöldi af öll tvímæli um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar hann lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að Íslendingar ætluðu að bjóða sig fram. Verðandi utanríkisráðherra vill ekki tjá sig um málið. Miðað er við kjörtímabilið 2009 til 2010 og fengi íslenski fulltrúinn ekki neitunarvald eins og fulltrúar ríkja með fastafulltrúa. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði nýverið að það biði Geirs Haarde, verðandi utanríkisráðherra, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Geir hefur sagt að hann vilji ekki tjá sig um málð fyrr en hann hefur formlega tekið við embætti utanríkisráðherra og var það ítrekað í ráðuneytinu í morgun en nú liggur ákvörðunin hins vegar fyrir. Athygli vekur að í frétt frá forsætisráðuneytinu um innihald ræðu Halldórs, en tilkynningin var send út rétt fyrir miðnætti, er ekki minnst einu orði á þessa yfirlýsingu hans og í ræðu Halldórs, sem væntanlega var birt eftir handriti hans á vef Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, var yfirlýsingin heldur ekki með, en Halldór bar hana hins vegar fram alveg í lok ræðunnar á fundinum sjálfum. Áætlað hefur verið að það kosti um það bil 600 milljónir króna að vinna framboðinu fylgi því fleiri ríki sækjast eftir sætinu. Ríkisstjórnir hinna norrænu ríkjanna hafa þegar lýst stuðningi við framboðið og líta á fulltrúa Íslendinga í ráðinu sem fulltrúa Norðurlanda allra samkvæmt þeirri hefð að Noðrurlöndin standa saman á þessum vettvangi. Ýmsar aðrar þjóðir hafa líka lýst stuðningi við framboð Íslendinga þótt niðurstaða sé alls ekki í hendi.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira