Enginn kvaddi sér hljóðs 7. september 2005 00:01 "Enginn kvaddi sér hljóðs," sögðu fjölmiðlar eftir fundinn í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll síðdegis á mánudaginn. Tillaga stjórnarinnar um prófkjör vegna borgarstjórnarkosninga var afgreidd samhljóða án umræðna. Síðan flutti Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins stutt ávarp. Það var eftirvænting og nokkur spenna í loftinu þegar hann tók til máls en hún hvarf á örfáum mínútum. Formaðurinn hafði engin tíðindi að segja að þessu sinni. Fundinum var slitið sextán mínútum eftir að hann var settur. Það er nýtt hraðamet í sögu fulltrúaráðsins. Hið mikla fjölmenni sem sótti fundinn bendir til þess að trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins hafi átt von á því að formaður flokksins ætti eitthvert erindi við þá. Það er skiljanlegt. Landsfundur flokksins verður í næsta mánuði. Formaðurinn verður þá að vera búinn að gera það upp við sig hvort hann vill halda áfram eða afhenda Geir H. Haarde varaformanni keflið. Um önnur formannsefni er ekki að ræða. Allt hefur sinn tíma. Formannsskipti í Sjálfstæðisflokknum eru nú rædd af fullri alvöru í fyrsta sinn í næstum hálfan annan áratug. Davíð Oddsson er án efa búinn að gera upp hug sinn í málinu. Við honum blasa ótal skemmtileg tækifæri í lífinu. En hann er þannig gerður að hann vill ekki að aðrir semji stundatöfluna sína. Hann vill ákveða sjálfur stund og stað. Það er ekki ósanngjarnt en úr því tíminn var ekki kominn hefði verið heppilegra að einhver annar hefði ávarpað trúnaðarmannafundinn í Valhöll að þessu sinni. Það var lítil háttvísi í þeim vinnubrögðum sem upp á var boðið á mánudaginn. Það er barnaskapur þegar formaðurinn og samstarfsmenn hans láta eins og áhugi fjölmiðla sé einkennilegur. Það sem er einkennilegt er hve Davíð Oddsson dregur á langinn að opinbera ákvörðun sína. En þyki mönnum sem fulltrúaráðsfundurinn hafi verið snubbóttur verður formanni Sjálfstæðisflokksins ekki einum um það kennt. Það er raunar sjaldgæft þegar hann er meðal fundarmanna. Í því felast margrómaðir yfirburðir hans sem stjórnmálamanns. Á slíkum fundum er málfrelsi og tillöguréttur. Hitt sem er einkennilegt er að áhugasömustu og áhrifamestu menn Sjálfstæðisflokksins skuli koma saman á flokksfund án þess að nokkur þeirri sjái ástæðu til að nota tækifærið og ræða flokksmál eða málefni líðandi stundar. Vantar þó ekki stórmálin og stóratburðina. Ekkert bannaði fundarmönnum að beina fyrirspurn til formanns flokksins. Umhugsunarefni er af hverju enginn gerði það. Því miður er fulltrúaráðsfundur sjálfstæðismanna ekki stílbrot að þessu leyti heldur þáttur í ferli sem fyrir löngu er hafið í öllum stjórnmálaflokkunum og hefur breytt þeim úr hugmyndasmiðjum og umræðuvettvangi í þögular afgreiðslustofnanir. Þegar legsteinn flokkanna verður reistur mun standa á honum: "Enginn kvaddi sér hljóðs". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
"Enginn kvaddi sér hljóðs," sögðu fjölmiðlar eftir fundinn í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll síðdegis á mánudaginn. Tillaga stjórnarinnar um prófkjör vegna borgarstjórnarkosninga var afgreidd samhljóða án umræðna. Síðan flutti Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins stutt ávarp. Það var eftirvænting og nokkur spenna í loftinu þegar hann tók til máls en hún hvarf á örfáum mínútum. Formaðurinn hafði engin tíðindi að segja að þessu sinni. Fundinum var slitið sextán mínútum eftir að hann var settur. Það er nýtt hraðamet í sögu fulltrúaráðsins. Hið mikla fjölmenni sem sótti fundinn bendir til þess að trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins hafi átt von á því að formaður flokksins ætti eitthvert erindi við þá. Það er skiljanlegt. Landsfundur flokksins verður í næsta mánuði. Formaðurinn verður þá að vera búinn að gera það upp við sig hvort hann vill halda áfram eða afhenda Geir H. Haarde varaformanni keflið. Um önnur formannsefni er ekki að ræða. Allt hefur sinn tíma. Formannsskipti í Sjálfstæðisflokknum eru nú rædd af fullri alvöru í fyrsta sinn í næstum hálfan annan áratug. Davíð Oddsson er án efa búinn að gera upp hug sinn í málinu. Við honum blasa ótal skemmtileg tækifæri í lífinu. En hann er þannig gerður að hann vill ekki að aðrir semji stundatöfluna sína. Hann vill ákveða sjálfur stund og stað. Það er ekki ósanngjarnt en úr því tíminn var ekki kominn hefði verið heppilegra að einhver annar hefði ávarpað trúnaðarmannafundinn í Valhöll að þessu sinni. Það var lítil háttvísi í þeim vinnubrögðum sem upp á var boðið á mánudaginn. Það er barnaskapur þegar formaðurinn og samstarfsmenn hans láta eins og áhugi fjölmiðla sé einkennilegur. Það sem er einkennilegt er hve Davíð Oddsson dregur á langinn að opinbera ákvörðun sína. En þyki mönnum sem fulltrúaráðsfundurinn hafi verið snubbóttur verður formanni Sjálfstæðisflokksins ekki einum um það kennt. Það er raunar sjaldgæft þegar hann er meðal fundarmanna. Í því felast margrómaðir yfirburðir hans sem stjórnmálamanns. Á slíkum fundum er málfrelsi og tillöguréttur. Hitt sem er einkennilegt er að áhugasömustu og áhrifamestu menn Sjálfstæðisflokksins skuli koma saman á flokksfund án þess að nokkur þeirri sjái ástæðu til að nota tækifærið og ræða flokksmál eða málefni líðandi stundar. Vantar þó ekki stórmálin og stóratburðina. Ekkert bannaði fundarmönnum að beina fyrirspurn til formanns flokksins. Umhugsunarefni er af hverju enginn gerði það. Því miður er fulltrúaráðsfundur sjálfstæðismanna ekki stílbrot að þessu leyti heldur þáttur í ferli sem fyrir löngu er hafið í öllum stjórnmálaflokkunum og hefur breytt þeim úr hugmyndasmiðjum og umræðuvettvangi í þögular afgreiðslustofnanir. Þegar legsteinn flokkanna verður reistur mun standa á honum: "Enginn kvaddi sér hljóðs".
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun