Um veiðimennsku 5. september 2005 00:01 Margar alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um að þegar vafi leikur á um það hvort ýmis starfsemi manna geti skaðað náttúruna – þá skuli náttúran njóta vafans: varúðarreglan er þetta kallað. Hér á landi er hins vegar í fulli gildi nokkuð sem kalla mætti "yfirgangsregluna". Hér er markvisst fylgt þeirri reglu að maðurinn skuli alltaf njóta vafans; náttúran sé réttlaus en réttur mannsins skýlaus til að sökkva landi að vild, steypa saman stórfljótum, taka efni úr fjöllum, ræsa fram mýrar, reisa möstur, klæða landið gaddavír milli fjalls og fjöru... – og þurfi hann svo að skemmta sér við unaðssemdir eftir að hafa staðið í öllum þessum stórræðum: að drepa rjúpur. Því hefur Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra nú sigað skotveiðimönnum á þær vesalings rjúpur sem komist hafa á legg fyrir tilstuðlan þess veiðibanns sem fyrirrennari hennar í embætti, Siv Friðleifsdóttir, hafði þó einurð í sér að setja á – og kostaði hana ef til vill embættið. Án rökstuðnings lengdi Sigríður Anna veiðitímann langt umfram það sem sérfræðingar höfðu talið óhætt svo að virtustu fuglafræðingar á borð við Kristin Hauk Skarphéðinsson hafa fyrir vikið lýst yfir áhyggjum yfir því álagi á stofninn sem veiðarnar kunna að valda. Hins vegar beindi ráðherrann þeim tilmælum til skotveiðimanna að reyna að hafa hemil á veiðigleðinni sem er kannski svipað og að biðja tvítuga gaura á leið á Þjóðhátíð í Eyjum að drekka nú ekki yfir sig – og ræddi um auglýsingaherferð: ætli verði ekki fengið sama fólkið til að hanna slíka herferð og bjó til auglýsingarnar frá Umferðarráði með karlmönnum að fleygja börnum út um allt. Auðvitað var veiðimönnum vorkunn og vonandi að takist að höfða til sæmdar í röðum þeirra: að ganga til rjúpna er holl og góð útivera þar sem menn komast í samband við náttúruna og sjálfa sig og kjötið af fuglinum er vissulega óviðjafnanlegt. Enda voru það ekki menn sem veiða sér og sínum í jólamatinn sem voru við það að útrýma þessari viðfelldnu hænu sem hleypur um og kryddar sig sjálf heldur fremur fjórhjólamennirnir sem fóru um eins og bandarískt innrásarlið í vígahug og drápu allt kvikt. Annars má það undarlegt heita að ekki skuli hafa tekist að virkja drápsfýsn íslenskra karlmanna með uppbyggilegum hætti. Af hverju hefur engum bónda hugkvæmst að hefja rjúpnaeldi og sleppa fuglunum svo á heiðina og selja síðan veiðimönnum úr þéttbýlinu leyfi til veiða? Og af hverju hafa markaðslögmálin ekki verið nýtt í stríðinu við minkinn? Til að ná árangri við að fækka minki þarf að breyta ímynd þessara veiða. Með reglulegu millibili koma í fjölmiðla menn að barma sér yfir fjölgun minks og tófu, sem að ósekju eru alltaf nefnd í sömu andrá – gott ef sjálfur landbúnaðarráðherra harmaði það ekki opinberlega hversu hægt gengi að drepa þessi dýr. Að sögn þessara minka- og tófubana fæst svo lítið greitt af hálfu hins opinbera fyrir hvert skotið dýr að menn eru nánast hættir að nenna að ómaka sig við veiðarnar og ganga til þeirra af tómri þegnskyldu. Er þetta ekki augsýnilega verkefni fyrir hugmyndaríka markaðsmenn? Hví ekki að hugsa þetta alveg upp á nýtt, snúa þessu við og láta menn hreinlega borga fyrir að skjóta mink og tófu? Minkur er að sönnu skaðvaldur í íslensku lífríki, nokkurs konar ferfætt lúpína sem á sér engan náttúrulegan óvin hér en af hverju ættu skattborgarar að standa straum af refaveiðum? Sendum yfirstéttina á minkaveiðar... Ef tækist að sveipa þær veiðar áru karlmennsku og ævintýra, eftirsóknarverðrar útiveru og félagsskapar við "strákana" með tilheyrandi jeppastússi, búningum, vasapelum, volki, mannjöfnuði, fjórhjólaati, sagnamennsku og auðvitað öllum þessum dýrum græjum – þá má bóka það að minki verður útrýmt á aðeins nokkrum árum. Slíkar minkaveiðar myndu verða landeigendum drjúg tekjulind í stað þess að þeir hafi ekkert nema armæðuna af veiðunum og það sem mest er um vert: þær myndu draga athygli veiðigarpanna frá blessaðri rjúpunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Margar alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um að þegar vafi leikur á um það hvort ýmis starfsemi manna geti skaðað náttúruna – þá skuli náttúran njóta vafans: varúðarreglan er þetta kallað. Hér á landi er hins vegar í fulli gildi nokkuð sem kalla mætti "yfirgangsregluna". Hér er markvisst fylgt þeirri reglu að maðurinn skuli alltaf njóta vafans; náttúran sé réttlaus en réttur mannsins skýlaus til að sökkva landi að vild, steypa saman stórfljótum, taka efni úr fjöllum, ræsa fram mýrar, reisa möstur, klæða landið gaddavír milli fjalls og fjöru... – og þurfi hann svo að skemmta sér við unaðssemdir eftir að hafa staðið í öllum þessum stórræðum: að drepa rjúpur. Því hefur Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra nú sigað skotveiðimönnum á þær vesalings rjúpur sem komist hafa á legg fyrir tilstuðlan þess veiðibanns sem fyrirrennari hennar í embætti, Siv Friðleifsdóttir, hafði þó einurð í sér að setja á – og kostaði hana ef til vill embættið. Án rökstuðnings lengdi Sigríður Anna veiðitímann langt umfram það sem sérfræðingar höfðu talið óhætt svo að virtustu fuglafræðingar á borð við Kristin Hauk Skarphéðinsson hafa fyrir vikið lýst yfir áhyggjum yfir því álagi á stofninn sem veiðarnar kunna að valda. Hins vegar beindi ráðherrann þeim tilmælum til skotveiðimanna að reyna að hafa hemil á veiðigleðinni sem er kannski svipað og að biðja tvítuga gaura á leið á Þjóðhátíð í Eyjum að drekka nú ekki yfir sig – og ræddi um auglýsingaherferð: ætli verði ekki fengið sama fólkið til að hanna slíka herferð og bjó til auglýsingarnar frá Umferðarráði með karlmönnum að fleygja börnum út um allt. Auðvitað var veiðimönnum vorkunn og vonandi að takist að höfða til sæmdar í röðum þeirra: að ganga til rjúpna er holl og góð útivera þar sem menn komast í samband við náttúruna og sjálfa sig og kjötið af fuglinum er vissulega óviðjafnanlegt. Enda voru það ekki menn sem veiða sér og sínum í jólamatinn sem voru við það að útrýma þessari viðfelldnu hænu sem hleypur um og kryddar sig sjálf heldur fremur fjórhjólamennirnir sem fóru um eins og bandarískt innrásarlið í vígahug og drápu allt kvikt. Annars má það undarlegt heita að ekki skuli hafa tekist að virkja drápsfýsn íslenskra karlmanna með uppbyggilegum hætti. Af hverju hefur engum bónda hugkvæmst að hefja rjúpnaeldi og sleppa fuglunum svo á heiðina og selja síðan veiðimönnum úr þéttbýlinu leyfi til veiða? Og af hverju hafa markaðslögmálin ekki verið nýtt í stríðinu við minkinn? Til að ná árangri við að fækka minki þarf að breyta ímynd þessara veiða. Með reglulegu millibili koma í fjölmiðla menn að barma sér yfir fjölgun minks og tófu, sem að ósekju eru alltaf nefnd í sömu andrá – gott ef sjálfur landbúnaðarráðherra harmaði það ekki opinberlega hversu hægt gengi að drepa þessi dýr. Að sögn þessara minka- og tófubana fæst svo lítið greitt af hálfu hins opinbera fyrir hvert skotið dýr að menn eru nánast hættir að nenna að ómaka sig við veiðarnar og ganga til þeirra af tómri þegnskyldu. Er þetta ekki augsýnilega verkefni fyrir hugmyndaríka markaðsmenn? Hví ekki að hugsa þetta alveg upp á nýtt, snúa þessu við og láta menn hreinlega borga fyrir að skjóta mink og tófu? Minkur er að sönnu skaðvaldur í íslensku lífríki, nokkurs konar ferfætt lúpína sem á sér engan náttúrulegan óvin hér en af hverju ættu skattborgarar að standa straum af refaveiðum? Sendum yfirstéttina á minkaveiðar... Ef tækist að sveipa þær veiðar áru karlmennsku og ævintýra, eftirsóknarverðrar útiveru og félagsskapar við "strákana" með tilheyrandi jeppastússi, búningum, vasapelum, volki, mannjöfnuði, fjórhjólaati, sagnamennsku og auðvitað öllum þessum dýrum græjum – þá má bóka það að minki verður útrýmt á aðeins nokkrum árum. Slíkar minkaveiðar myndu verða landeigendum drjúg tekjulind í stað þess að þeir hafi ekkert nema armæðuna af veiðunum og það sem mest er um vert: þær myndu draga athygli veiðigarpanna frá blessaðri rjúpunni.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun