Leikjavísir

Kvikmynd um Splinter cell?

Í fréttatilkynningu frá Dreamworks kvikmyndaverinu er sagt frá að þeir séu stutt frá því að eignast kvikmyndaréttinn af tölvuleikjum Tom Clancy um Splinter cell. Munu Dreamworks tefla fram David Pyne(The Manchurian candidate) sem leikstjóraefni fyrir komandi kvikmynd um Sam Fisher og leyniaðgerðir hans með Third Echelon í háspennu, hátæknivæddum ævintýrum hans. Hefur kvikmyndaverið þá tekið verkefnið frá Paramount sem upphaflega ætlaði að koma framleiðslu um leikina af stað seinasta vetur. Mun Michael ovitz sem hefur verið umboðsmaður Tom Clancy í langann tíma einnig annast framleiðlsuna. Þykir okkur hér á geim.is þetta mjög spennandi og viðeigandi fyrir þá þróun sem á sér stað meðal Hollywood og tölvuleikja þessa dagana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.