BF2: Special Forces tilkynntur 25. júlí 2005 00:01 Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Þú munt hafa nýjastu og þróuðustu græjur sem til eru, en þar á meðal eru farartæki og vopn. Í Battlefield 2 Special Forces geta leikmenn valið um 6 mismunandi gerðir hermanna - Navy SEALs, bresku SAS, rússnesku Spetznas, MEC Special Forces, uppreisnarmenn og skæruliða. Þú munt verða vopnaður þróuðustu vopnum sem til eru,og getur stýrt meira en 10 nýjum farartækjum á leið þinni inní alþjóðlegar deilur þar sem allt að 64 leikmenn geta spilað saman. Þar að auki geta leikmenn þróað hermennina sína þannig að þeir hækka í tign og verða öflugri. Battlefield 2 Special Forces inniheldur hasarinn og þau gæði sem við þekkjum úr Battlefield 2, nema hvað sögusviðið gerist á bakvið fréttamyndirnar, þar sem leikmenn fara í hlutverk hermanna sem eru þeir hættulegustu og best þjálfuðu í nútíma hernaði. Vopnin í leiknum eru þau sem notuð eru af sérsveitum í dag, og það sama gildir um farartæki og aðrar græjur. En leikmenn þurfa á öllu sína að halda til að ná stjórninni yfir herjum og markmiðum þeirra. Aukapakkinn er gerður af Digital Illusions Canada. Battlefield 2: Special Forces verður gefinn út í haust fyrir PC. Til að spila Battlefield 2: Special Forces þarf að hafa Battlefield 2 uppsettan á tölvunni. Til að fá frekari upplýsingar um Battlefield 2: Special Forces eða aðra leiki í Battlefield-seríunni er bent á síðuna http://www.battlefield.ea.com . Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Þú munt hafa nýjastu og þróuðustu græjur sem til eru, en þar á meðal eru farartæki og vopn. Í Battlefield 2 Special Forces geta leikmenn valið um 6 mismunandi gerðir hermanna - Navy SEALs, bresku SAS, rússnesku Spetznas, MEC Special Forces, uppreisnarmenn og skæruliða. Þú munt verða vopnaður þróuðustu vopnum sem til eru,og getur stýrt meira en 10 nýjum farartækjum á leið þinni inní alþjóðlegar deilur þar sem allt að 64 leikmenn geta spilað saman. Þar að auki geta leikmenn þróað hermennina sína þannig að þeir hækka í tign og verða öflugri. Battlefield 2 Special Forces inniheldur hasarinn og þau gæði sem við þekkjum úr Battlefield 2, nema hvað sögusviðið gerist á bakvið fréttamyndirnar, þar sem leikmenn fara í hlutverk hermanna sem eru þeir hættulegustu og best þjálfuðu í nútíma hernaði. Vopnin í leiknum eru þau sem notuð eru af sérsveitum í dag, og það sama gildir um farartæki og aðrar græjur. En leikmenn þurfa á öllu sína að halda til að ná stjórninni yfir herjum og markmiðum þeirra. Aukapakkinn er gerður af Digital Illusions Canada. Battlefield 2: Special Forces verður gefinn út í haust fyrir PC. Til að spila Battlefield 2: Special Forces þarf að hafa Battlefield 2 uppsettan á tölvunni. Til að fá frekari upplýsingar um Battlefield 2: Special Forces eða aðra leiki í Battlefield-seríunni er bent á síðuna http://www.battlefield.ea.com .
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira