Reddingar ráðuneyta 27. júní 2005 00:01 "Veikleikar í fjármálastjórninni hafa leitt til þess að útgjaldaþróun fjölmargra fjárlagaliða er með þeim hætti að ekki verður við unað lengur," segir orðrétt í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Það er fleira sem Ríkisendurskoðun hefur áhyggjur af. Hún segir að stundum hafi forstöðumenn ríkisstofnana lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið erfitt að réttlæta í pólitískum skilningi. Af þessum sökum telji forstöðumenn sig því vera í góðri trú um að viðkomandi ráðuneyti sjái til þess að viðbótarfjárheimild fáist. Gangi það ekki eftir geti stofnunin á endanum setið uppi með óviðráðanlegan halla. Varðandi fullyrðingar Ríkisendurskoðunar sagðist sá sem mesta ábyrgð ber, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, ekki taka undir að þetta væri raunin þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans. "En ef svo er þá er það vítavert." Þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun bendi á fjölmörg atriði sem betur megi fara segir ráðherrann þetta: "En ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er." Þarna er kosið að nefna það jákvæða sem finnst en látið liggja að því að Ríkisendurskoðun sé ekki endilega á réttri leið og settir fyrirvarar um gagnrýnina. Ráðherrarnir verða að bera ábyrgðina, alla ábyrgð og líka þá óþægilegu. Auk þess eru fjárlög og fjáraukalög ekki eitt og það sama. Flest ráðuneytin ná nokkurskonar jafnvægi í reksturinn með fjáraukalögum, sem er eftirá redding, redding sem oft kemur til eftir að tökin á fjármálunum hafa farið fjandans til. Þannig fékk forsætisráðuneytið, á ákveðnu tímabili, fimmtu hverja krónu sem notuð var eftirá, með seinnitíma reddingum. Þessu ómarkvissa stjórnun gerir þeim sem reka stofnanirnar erfitt fyrir. Þegar fjárveitingar eru minni en nauðsynlegt er til að stofnanir geti framfylgt þeim skyldum sem lög kveða á um, eiga forstöðumenn þeirra oft í vanda. Hvaða lög eiga þeir þá að brjóta, fjárlög eða lög sem kveða á um skyldur? Þeir segjast leita til ráðherranna, sem segja að betra sé að brjóta fjárlög en þau sem skerði þjónustu og komi sér illa pólitískt. Þannig er það. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjárlög séu ákveðin lög og þau beri að virða. "Það er náttúrlega orðið dálítið mikið þegar einstök ráðuneyti eru farin að fara um og yfir tíu prósent fram úr fjárlögum." Framkvæmdavaldið virðir ekki lögin og þess vegna verður gaman að sjá hvaða tökum þingið tekur lagabrjótana þegar það kemur saman að loknu sumarleyfi í október í vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
"Veikleikar í fjármálastjórninni hafa leitt til þess að útgjaldaþróun fjölmargra fjárlagaliða er með þeim hætti að ekki verður við unað lengur," segir orðrétt í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Það er fleira sem Ríkisendurskoðun hefur áhyggjur af. Hún segir að stundum hafi forstöðumenn ríkisstofnana lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið erfitt að réttlæta í pólitískum skilningi. Af þessum sökum telji forstöðumenn sig því vera í góðri trú um að viðkomandi ráðuneyti sjái til þess að viðbótarfjárheimild fáist. Gangi það ekki eftir geti stofnunin á endanum setið uppi með óviðráðanlegan halla. Varðandi fullyrðingar Ríkisendurskoðunar sagðist sá sem mesta ábyrgð ber, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, ekki taka undir að þetta væri raunin þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans. "En ef svo er þá er það vítavert." Þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun bendi á fjölmörg atriði sem betur megi fara segir ráðherrann þetta: "En ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er." Þarna er kosið að nefna það jákvæða sem finnst en látið liggja að því að Ríkisendurskoðun sé ekki endilega á réttri leið og settir fyrirvarar um gagnrýnina. Ráðherrarnir verða að bera ábyrgðina, alla ábyrgð og líka þá óþægilegu. Auk þess eru fjárlög og fjáraukalög ekki eitt og það sama. Flest ráðuneytin ná nokkurskonar jafnvægi í reksturinn með fjáraukalögum, sem er eftirá redding, redding sem oft kemur til eftir að tökin á fjármálunum hafa farið fjandans til. Þannig fékk forsætisráðuneytið, á ákveðnu tímabili, fimmtu hverja krónu sem notuð var eftirá, með seinnitíma reddingum. Þessu ómarkvissa stjórnun gerir þeim sem reka stofnanirnar erfitt fyrir. Þegar fjárveitingar eru minni en nauðsynlegt er til að stofnanir geti framfylgt þeim skyldum sem lög kveða á um, eiga forstöðumenn þeirra oft í vanda. Hvaða lög eiga þeir þá að brjóta, fjárlög eða lög sem kveða á um skyldur? Þeir segjast leita til ráðherranna, sem segja að betra sé að brjóta fjárlög en þau sem skerði þjónustu og komi sér illa pólitískt. Þannig er það. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjárlög séu ákveðin lög og þau beri að virða. "Það er náttúrlega orðið dálítið mikið þegar einstök ráðuneyti eru farin að fara um og yfir tíu prósent fram úr fjárlögum." Framkvæmdavaldið virðir ekki lögin og þess vegna verður gaman að sjá hvaða tökum þingið tekur lagabrjótana þegar það kemur saman að loknu sumarleyfi í október í vetur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun