Foreldrar taka ekki mark á ELSPA 23. júní 2005 00:01 Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Svissneska fyrirtækið Modulum gerði fyrir ELSPA sýnir að foreldrar taka ekki mark á merkingum sem banna leiki. Foreldrar eru meðvitaðir um merkingarnar en nota þær frekar til hliðsjónar en ekki sem viðvörun um innihald leikja sem eru bannaðir börnum. Þessar niðurstöður voru birtar af framkvæmdastjóra Modulum, Jurgen Freund á ELSPA International Games Summit í London fyrr í vikunni. Samkvæmt Jurgen eru foreldrar og börn almennt meðvituð um merkingar en foreldrar eru síður strangari á að banna börnum sínum að kaupa leiki sem innihalda ofbeldi. Jurgen sagði að foreldrar sjá merkingarnar sem leiðbeinandi hlut frekar en að fara algjörlega eftir þeim. Hann sagði einnig að þótt foreldrar væru ekki á eitt sátt með að börnin spiluðu ofbeldisleiki væru fáir sem tækju beina afstöðu gagnvart ofbeldisleikjum. Stærra málefni fyrir foreldrana er að krakkar eyði meiri tíma í tölvuleikjum frekar en að stunda aðra afþreyingu og því ekki eins áhyggjufullir af innihaldi leikja. Flestir foreldrar í könnuninni þóttu börnin sín nógu þroskuð til að spila ofbeldisfulla leiki. Könnunin sýndi að 18+ merkingar virkuðu frekar sem söluhvetjandi fyrir leiki frekar en að vera fráhrindandi vörn. http://www.elspa.com/ Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Svissneska fyrirtækið Modulum gerði fyrir ELSPA sýnir að foreldrar taka ekki mark á merkingum sem banna leiki. Foreldrar eru meðvitaðir um merkingarnar en nota þær frekar til hliðsjónar en ekki sem viðvörun um innihald leikja sem eru bannaðir börnum. Þessar niðurstöður voru birtar af framkvæmdastjóra Modulum, Jurgen Freund á ELSPA International Games Summit í London fyrr í vikunni. Samkvæmt Jurgen eru foreldrar og börn almennt meðvituð um merkingar en foreldrar eru síður strangari á að banna börnum sínum að kaupa leiki sem innihalda ofbeldi. Jurgen sagði að foreldrar sjá merkingarnar sem leiðbeinandi hlut frekar en að fara algjörlega eftir þeim. Hann sagði einnig að þótt foreldrar væru ekki á eitt sátt með að börnin spiluðu ofbeldisleiki væru fáir sem tækju beina afstöðu gagnvart ofbeldisleikjum. Stærra málefni fyrir foreldrana er að krakkar eyði meiri tíma í tölvuleikjum frekar en að stunda aðra afþreyingu og því ekki eins áhyggjufullir af innihaldi leikja. Flestir foreldrar í könnuninni þóttu börnin sín nógu þroskuð til að spila ofbeldisfulla leiki. Könnunin sýndi að 18+ merkingar virkuðu frekar sem söluhvetjandi fyrir leiki frekar en að vera fráhrindandi vörn. http://www.elspa.com/
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira