Vináttan lengir lífið 20. júní 2005 00:01 Traustur vinur getur gert kraftaverk, segir í góðum dægurlagatexta og nýjustu rannsóknir sýna að samneyti við vini getur lengt lífið og aukið lífsgæðin töluvert, einkum þó á efri árum. Ástralskar rannsóknir sýna fram á að þeir sem hafa vini sína í kringum sig í ellinni muni lifa lengur en þeir sem eru umkringdir fjölskyldu sinni. Rannsóknin hófst árið 1992 og fór þannig fram að fylgst var með líftíma rúmlega fimmtán hundruð einstaklinga yfir sjötugt. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir í hversu miklu og nánu sambandi þeir væru við börn, ættingja, vini og trúnaðarmenn. Síðan var fylgst með fólkinu á þriggja ára fresti og lífslíkur metnar. Eftir að rannsóknin hafði staðið yfir í tólf ár kom í ljós að náin samskipti við börn og ættingja virtust ekki lengja líf fólksins svo nokkru nam en þeir sem áttu stóran vina- og kunningjahóp voru mun líklegri til að lifa lengur en þeir sem áttu fáa vini. Rannsakendur telja að hluta ástæðunnar megi rekja til þess að yfirleitt velur fólk sér vini en situr uppi með fjölskylduna og þá geta samskipti við fjölskyldu verið mun þvingaðri en samskiptin við vinina. Vinirnir fá fólk líka frekar til að huga að heilsunni, hafa tíma til að stunda skemmtilega hreyfingu með viðkomandi og hjálpa til við að létta á streitu og kvíða á erfiðum stundum. Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Traustur vinur getur gert kraftaverk, segir í góðum dægurlagatexta og nýjustu rannsóknir sýna að samneyti við vini getur lengt lífið og aukið lífsgæðin töluvert, einkum þó á efri árum. Ástralskar rannsóknir sýna fram á að þeir sem hafa vini sína í kringum sig í ellinni muni lifa lengur en þeir sem eru umkringdir fjölskyldu sinni. Rannsóknin hófst árið 1992 og fór þannig fram að fylgst var með líftíma rúmlega fimmtán hundruð einstaklinga yfir sjötugt. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir í hversu miklu og nánu sambandi þeir væru við börn, ættingja, vini og trúnaðarmenn. Síðan var fylgst með fólkinu á þriggja ára fresti og lífslíkur metnar. Eftir að rannsóknin hafði staðið yfir í tólf ár kom í ljós að náin samskipti við börn og ættingja virtust ekki lengja líf fólksins svo nokkru nam en þeir sem áttu stóran vina- og kunningjahóp voru mun líklegri til að lifa lengur en þeir sem áttu fáa vini. Rannsakendur telja að hluta ástæðunnar megi rekja til þess að yfirleitt velur fólk sér vini en situr uppi með fjölskylduna og þá geta samskipti við fjölskyldu verið mun þvingaðri en samskiptin við vinina. Vinirnir fá fólk líka frekar til að huga að heilsunni, hafa tíma til að stunda skemmtilega hreyfingu með viðkomandi og hjálpa til við að létta á streitu og kvíða á erfiðum stundum.
Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira