Rúrí og Páll útnefnd í ár 17. júní 2005 00:01 Rúrí og Páll Steingrímsson voru útnefnd borgarlistamenn Reykjavíkur 2005 við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri veitti hvorum listamanni um sig ágrafinn stein, heiðursskjal og ávísun að upphæð 500 þúsund krónur. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Rúrí hefur á þrjátíu ára starfsferli jafnan notið mikillar athygli og viðurkenningar. Verk hennar eru í eigu opinberra safna á Íslandi, í Noregi, Finnlandi, Ítalíu og Museum of Modern Art í New York og í einkasöfnum fjórtán landa að auki. Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í 140 samsýningum. Páll Steingrímsson er frumkvöðull í gerð náttúrulífskvikmynda þar sem hann fjallar um tengsl manns við náttúruna og við dýr í náttúrunni. Efnistök hans hans hafa orðið til þess að nýr flokkur, „Man and Nature“, hefur verið skilgreindur innan heimildarmyndasviðsins. Á árunum 1973 til 1993 var Páll framleiðandi, stjórnandi og tökumaður við fjölda kvikmynda, aðallega heimildarmynda, en einnig leikinnar myndar. Þess má geta að Páll var einnig sæmdur hinni íslensku fálkaorðu í dag. Þeir sem hlotið hafa viðurkenninguna borgarlistamaður eru eftirtaldir: 1995 - Guðmunda Andrésdóttir, 1996 - Jón Ásgeirsson, 1997 - Hörður Ágústsson, 1998 - Thor Vilhjálmsson, 1999 - Jórunn Viðar, 2000 - Björk, 2001 - Kristján Davíðsson, 2002 - Hörður Áskelsson, 2003 - Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 - Hallgrímur Helgason. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Rúrí og Páll Steingrímsson voru útnefnd borgarlistamenn Reykjavíkur 2005 við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri veitti hvorum listamanni um sig ágrafinn stein, heiðursskjal og ávísun að upphæð 500 þúsund krónur. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Rúrí hefur á þrjátíu ára starfsferli jafnan notið mikillar athygli og viðurkenningar. Verk hennar eru í eigu opinberra safna á Íslandi, í Noregi, Finnlandi, Ítalíu og Museum of Modern Art í New York og í einkasöfnum fjórtán landa að auki. Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í 140 samsýningum. Páll Steingrímsson er frumkvöðull í gerð náttúrulífskvikmynda þar sem hann fjallar um tengsl manns við náttúruna og við dýr í náttúrunni. Efnistök hans hans hafa orðið til þess að nýr flokkur, „Man and Nature“, hefur verið skilgreindur innan heimildarmyndasviðsins. Á árunum 1973 til 1993 var Páll framleiðandi, stjórnandi og tökumaður við fjölda kvikmynda, aðallega heimildarmynda, en einnig leikinnar myndar. Þess má geta að Páll var einnig sæmdur hinni íslensku fálkaorðu í dag. Þeir sem hlotið hafa viðurkenninguna borgarlistamaður eru eftirtaldir: 1995 - Guðmunda Andrésdóttir, 1996 - Jón Ásgeirsson, 1997 - Hörður Ágústsson, 1998 - Thor Vilhjálmsson, 1999 - Jórunn Viðar, 2000 - Björk, 2001 - Kristján Davíðsson, 2002 - Hörður Áskelsson, 2003 - Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 - Hallgrímur Helgason.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira