EA og BTNet semja um BF2 netþjóna 15. júní 2005 00:01 Eins og kom fram í frétt hér á Geim í gær mun BTNet hýsa "Official" leikjaþjónum fyrir Battlefield 2 Electronic Arts og BTNet hafa undirritað samkomulag þess efnis að BTNet setji upp og reki 2 “officially ranked” leikjaþjóna sem rúma 64 leikmenn hvor. Leikjaþjónarnir munu keyra á besta mögulega vélbúnaði frá HP sem nauðsynlegur er til að keyra leiki á borð við Battlefield 2. BTNet kaus að nota HP Proliant ML350 netþjón til að uppfylla kröfur sem spilarar gera til hraðvirkni og öryggi. “Officially ranked” leikjaþjónar gera leikmönnum kleift að þróa persónu sína í leiknum. Með góðum árangri auka leikmenn tign sína og opna fyrir ákveðin verðlaun á borð við ný vopn medalíur og fleira. Battlefield 2 kemur út á PC, 23.júní, en leikurinn er framhaldið af einhverjum vinsælasta fyrstu-persónu skotleik seinni tíma eða Battlefield 1942. Í Battlefield 2 geta leikmenn valið um að spila sem ein af þremur fylkingum: Bandaríkin, Kína eða hin nýstofnuðu Sameinuð Mið-Austurlönd. Leikmenn fá að kynnast því nýjasta í gerð vopna, en auk þess geta þeir stýrt meira en 30 farartækjum. Í netspilun Battlefield 2 geta allt að 64 spilað saman á einum leikjaþjón, og munu skapast þar einhverjir öflugustu bardagar sem sést hafa á PC. Nú er meiri áhersla lögð á að menn spili í hópum og geta leikmenn ráðið hvort þeir eru fremstir í flokki í árásum liðsins, eða hvort þeir vilji vinna á bakvið tjöldin sem hershöfðingjar og gefa skipanir til liðsfélaga sinna. Frekari upplýsingar um leikjaþjóna BTNet má nálgast á : www.btnet.is Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Eins og kom fram í frétt hér á Geim í gær mun BTNet hýsa "Official" leikjaþjónum fyrir Battlefield 2 Electronic Arts og BTNet hafa undirritað samkomulag þess efnis að BTNet setji upp og reki 2 “officially ranked” leikjaþjóna sem rúma 64 leikmenn hvor. Leikjaþjónarnir munu keyra á besta mögulega vélbúnaði frá HP sem nauðsynlegur er til að keyra leiki á borð við Battlefield 2. BTNet kaus að nota HP Proliant ML350 netþjón til að uppfylla kröfur sem spilarar gera til hraðvirkni og öryggi. “Officially ranked” leikjaþjónar gera leikmönnum kleift að þróa persónu sína í leiknum. Með góðum árangri auka leikmenn tign sína og opna fyrir ákveðin verðlaun á borð við ný vopn medalíur og fleira. Battlefield 2 kemur út á PC, 23.júní, en leikurinn er framhaldið af einhverjum vinsælasta fyrstu-persónu skotleik seinni tíma eða Battlefield 1942. Í Battlefield 2 geta leikmenn valið um að spila sem ein af þremur fylkingum: Bandaríkin, Kína eða hin nýstofnuðu Sameinuð Mið-Austurlönd. Leikmenn fá að kynnast því nýjasta í gerð vopna, en auk þess geta þeir stýrt meira en 30 farartækjum. Í netspilun Battlefield 2 geta allt að 64 spilað saman á einum leikjaþjón, og munu skapast þar einhverjir öflugustu bardagar sem sést hafa á PC. Nú er meiri áhersla lögð á að menn spili í hópum og geta leikmenn ráðið hvort þeir eru fremstir í flokki í árásum liðsins, eða hvort þeir vilji vinna á bakvið tjöldin sem hershöfðingjar og gefa skipanir til liðsfélaga sinna. Frekari upplýsingar um leikjaþjóna BTNet má nálgast á : www.btnet.is
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira