Grillmeistarar í hverjum garði 7. júní 2005 00:01 "Ég er nú kannski ekki svo ýkja duglegur í miðri viku, þá sér konan um matseldina, en ég er ansi duglegur þegar eitthvað fínna stendur til," segir Þröstur. Nú þegar grillvertíðin stendur sem hæst er Þröstur í essinu sínu. Hann leggur líka áherslu á fallega uppdekkað borð og gerir það klárt áður en hann setur sig í grillstellingarnar. Hann segist aðspurður farinn að grilla allt milli himins og jarðar, en fyrir honum standi lambakjötið alltaf upp úr. "Við grillum kjúkling, fisk, grænmeti og ávexti, en uppáhaldið mitt er hvítlauks- og rósmarinkrydduð lambaprimesteik, sem ég kaupi í Kjötbankanum í Hafnarfirði. Þeir eru algjörir snillingar þar. Þetta grilla ég í sjö og hálfa mínútu á hvorri hlið og læt það svo standa í fimm til sjö mínútur á eftir til að jafna sig. Með kjötinu ber ég fram kartöflusalat, kalda sósu og grillaða nýja sveppi. Sveppirnir eru einfalt og gott meðlæti. Stilkarnir eru skornir af sveppunum, saxaðir og steiktir á pönnu með lauk og hvítlauk. Þá er sýrðum rjóma bætt á pönnuna og allt hrært saman, sveppirnir penslaðir með smjöri og jafningurinn settur inn í holuna á sveppunum, gráðostur ofan á og grillað." Í eftirrétt segir Þröstur grillaða ávexti langvinsælasta á sínu heimili. "Þá sker ég niður á álbakka banana, epli, jarðarber og hindber og set svo kókósbollur ofan á. Þessu er skellt á grillið í nokkrar mínútur. Rjómaís frá Emmess og góð íssósa með gerir þetta að algjöru lostæti."Hangir ekki fólk á girðingunni hjá þér í von um að vera boðið í mat? "Nei, grannarnir eru ekki síður liðtækir við grillið. Það eru grillmeistarar í hverjum garði núorðið," segir Þröstur hlæjandi. Matur Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
"Ég er nú kannski ekki svo ýkja duglegur í miðri viku, þá sér konan um matseldina, en ég er ansi duglegur þegar eitthvað fínna stendur til," segir Þröstur. Nú þegar grillvertíðin stendur sem hæst er Þröstur í essinu sínu. Hann leggur líka áherslu á fallega uppdekkað borð og gerir það klárt áður en hann setur sig í grillstellingarnar. Hann segist aðspurður farinn að grilla allt milli himins og jarðar, en fyrir honum standi lambakjötið alltaf upp úr. "Við grillum kjúkling, fisk, grænmeti og ávexti, en uppáhaldið mitt er hvítlauks- og rósmarinkrydduð lambaprimesteik, sem ég kaupi í Kjötbankanum í Hafnarfirði. Þeir eru algjörir snillingar þar. Þetta grilla ég í sjö og hálfa mínútu á hvorri hlið og læt það svo standa í fimm til sjö mínútur á eftir til að jafna sig. Með kjötinu ber ég fram kartöflusalat, kalda sósu og grillaða nýja sveppi. Sveppirnir eru einfalt og gott meðlæti. Stilkarnir eru skornir af sveppunum, saxaðir og steiktir á pönnu með lauk og hvítlauk. Þá er sýrðum rjóma bætt á pönnuna og allt hrært saman, sveppirnir penslaðir með smjöri og jafningurinn settur inn í holuna á sveppunum, gráðostur ofan á og grillað." Í eftirrétt segir Þröstur grillaða ávexti langvinsælasta á sínu heimili. "Þá sker ég niður á álbakka banana, epli, jarðarber og hindber og set svo kókósbollur ofan á. Þessu er skellt á grillið í nokkrar mínútur. Rjómaís frá Emmess og góð íssósa með gerir þetta að algjöru lostæti."Hangir ekki fólk á girðingunni hjá þér í von um að vera boðið í mat? "Nei, grannarnir eru ekki síður liðtækir við grillið. Það eru grillmeistarar í hverjum garði núorðið," segir Þröstur hlæjandi.
Matur Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira