Skipulagið snýst um mannlífið 6. júní 2005 00:01 Flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni er veiki punkturinn í áhugaverðum hugmyndum borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Á þetta hafa margir bent. Dagar flugvallar í Vatnsmýrinni eru á enda og órökrétt að ætla sér að endurskipuleggja byggðina í höfuðborginni með jafn róttækum hætti og tillögur sjálfstæðismanna gera ráð fyrir án þess að höggva á hnútinn um framtíð flugvallarins. Nú reynir á dirfsku og framsýni forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem aldrei fyrr. Um leið og kveðið er upp úr um það að Vatnsmýrin verði ásamt með öðru íbúðarhverfi og flugvöllurinn hverfi er hægt að bregðast við eðlilegri gagnrýni á þá þætti tillagnanna sem vakið hafa upp spurningar um umhverfis- og náttúruvernd. Menn hafa til dæmis lýst áhyggjum vegna hugmyndarinnar um brúargerð út í Viðey og er full ástæða til að skoða þau andmæli vandlega. Eyjabyggð í Kollafirði er ekki fráleit ráðagerð en það er líka mikilvægt að eiga aðgang að útivistarsvæðum og óspilltri náttúru á þessum stöðum. Ljóst er af viðtökum sem ýmsar skipulagstillögur að undanförnu, jafnt í Reykjavík sem utan borgarinnar, hafa fengið að umhverfissjónarmið, náttúru- og minjavernd, vega þungt í huga mjög margra. Það sýnir meðal annars gagnrýnin sem fram hefur komið á áform Reykjavíkurborgar að breyta stórum hluta útivistarsvæðisins við Öskjuhlíð og Nauthólsvík í malbikað háskólabyggingasvæði. Ádeilan á skipulag Urriðaholts í Garðabæ er af sömu rótum runnin. Einnig áhuginn á að vernda gömul hús við Laugaveginn í Reykjavík og mjólkursamlagsbygginguna í Borgarnesi. Mikilvægt er að þeir sem setja fram stórhuga skipulagshugmyndir hafi bæði sjónarmiðin í huga, nýsköpun og nýbyggingar og verndun náttúru og minja. Þetta tvennt þarf að haldast í hendur. Engin sátt getur annars tekist um skipulagsmál. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa hlotið hrós fyrir frumkvæði sitt í skipulagsmálum. Það er réttmætt. Vonandi fara forystumenn flokkanna sem standa að R-listanum ekki í skotgrafirnar, eins og borið hefur á, heldur nýta sér tækifærið til að endurskoða eigin hugmyndir og áætlanir. En skipulagsmálin snúast í rauninni hvorki um hægri né vinstri eins og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi bendir á í Morgunblaðinu á laugardaginn. Þau snúast um mannlífið í borginni og um þau þarf á endanum að takast víðtæk sátt ofar öllum flokkspólitískum sjónarmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun
Flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni er veiki punkturinn í áhugaverðum hugmyndum borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Á þetta hafa margir bent. Dagar flugvallar í Vatnsmýrinni eru á enda og órökrétt að ætla sér að endurskipuleggja byggðina í höfuðborginni með jafn róttækum hætti og tillögur sjálfstæðismanna gera ráð fyrir án þess að höggva á hnútinn um framtíð flugvallarins. Nú reynir á dirfsku og framsýni forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem aldrei fyrr. Um leið og kveðið er upp úr um það að Vatnsmýrin verði ásamt með öðru íbúðarhverfi og flugvöllurinn hverfi er hægt að bregðast við eðlilegri gagnrýni á þá þætti tillagnanna sem vakið hafa upp spurningar um umhverfis- og náttúruvernd. Menn hafa til dæmis lýst áhyggjum vegna hugmyndarinnar um brúargerð út í Viðey og er full ástæða til að skoða þau andmæli vandlega. Eyjabyggð í Kollafirði er ekki fráleit ráðagerð en það er líka mikilvægt að eiga aðgang að útivistarsvæðum og óspilltri náttúru á þessum stöðum. Ljóst er af viðtökum sem ýmsar skipulagstillögur að undanförnu, jafnt í Reykjavík sem utan borgarinnar, hafa fengið að umhverfissjónarmið, náttúru- og minjavernd, vega þungt í huga mjög margra. Það sýnir meðal annars gagnrýnin sem fram hefur komið á áform Reykjavíkurborgar að breyta stórum hluta útivistarsvæðisins við Öskjuhlíð og Nauthólsvík í malbikað háskólabyggingasvæði. Ádeilan á skipulag Urriðaholts í Garðabæ er af sömu rótum runnin. Einnig áhuginn á að vernda gömul hús við Laugaveginn í Reykjavík og mjólkursamlagsbygginguna í Borgarnesi. Mikilvægt er að þeir sem setja fram stórhuga skipulagshugmyndir hafi bæði sjónarmiðin í huga, nýsköpun og nýbyggingar og verndun náttúru og minja. Þetta tvennt þarf að haldast í hendur. Engin sátt getur annars tekist um skipulagsmál. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa hlotið hrós fyrir frumkvæði sitt í skipulagsmálum. Það er réttmætt. Vonandi fara forystumenn flokkanna sem standa að R-listanum ekki í skotgrafirnar, eins og borið hefur á, heldur nýta sér tækifærið til að endurskoða eigin hugmyndir og áætlanir. En skipulagsmálin snúast í rauninni hvorki um hægri né vinstri eins og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi bendir á í Morgunblaðinu á laugardaginn. Þau snúast um mannlífið í borginni og um þau þarf á endanum að takast víðtæk sátt ofar öllum flokkspólitískum sjónarmiðum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun