Skipulagið snýst um mannlífið 6. júní 2005 00:01 Flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni er veiki punkturinn í áhugaverðum hugmyndum borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Á þetta hafa margir bent. Dagar flugvallar í Vatnsmýrinni eru á enda og órökrétt að ætla sér að endurskipuleggja byggðina í höfuðborginni með jafn róttækum hætti og tillögur sjálfstæðismanna gera ráð fyrir án þess að höggva á hnútinn um framtíð flugvallarins. Nú reynir á dirfsku og framsýni forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem aldrei fyrr. Um leið og kveðið er upp úr um það að Vatnsmýrin verði ásamt með öðru íbúðarhverfi og flugvöllurinn hverfi er hægt að bregðast við eðlilegri gagnrýni á þá þætti tillagnanna sem vakið hafa upp spurningar um umhverfis- og náttúruvernd. Menn hafa til dæmis lýst áhyggjum vegna hugmyndarinnar um brúargerð út í Viðey og er full ástæða til að skoða þau andmæli vandlega. Eyjabyggð í Kollafirði er ekki fráleit ráðagerð en það er líka mikilvægt að eiga aðgang að útivistarsvæðum og óspilltri náttúru á þessum stöðum. Ljóst er af viðtökum sem ýmsar skipulagstillögur að undanförnu, jafnt í Reykjavík sem utan borgarinnar, hafa fengið að umhverfissjónarmið, náttúru- og minjavernd, vega þungt í huga mjög margra. Það sýnir meðal annars gagnrýnin sem fram hefur komið á áform Reykjavíkurborgar að breyta stórum hluta útivistarsvæðisins við Öskjuhlíð og Nauthólsvík í malbikað háskólabyggingasvæði. Ádeilan á skipulag Urriðaholts í Garðabæ er af sömu rótum runnin. Einnig áhuginn á að vernda gömul hús við Laugaveginn í Reykjavík og mjólkursamlagsbygginguna í Borgarnesi. Mikilvægt er að þeir sem setja fram stórhuga skipulagshugmyndir hafi bæði sjónarmiðin í huga, nýsköpun og nýbyggingar og verndun náttúru og minja. Þetta tvennt þarf að haldast í hendur. Engin sátt getur annars tekist um skipulagsmál. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa hlotið hrós fyrir frumkvæði sitt í skipulagsmálum. Það er réttmætt. Vonandi fara forystumenn flokkanna sem standa að R-listanum ekki í skotgrafirnar, eins og borið hefur á, heldur nýta sér tækifærið til að endurskoða eigin hugmyndir og áætlanir. En skipulagsmálin snúast í rauninni hvorki um hægri né vinstri eins og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi bendir á í Morgunblaðinu á laugardaginn. Þau snúast um mannlífið í borginni og um þau þarf á endanum að takast víðtæk sátt ofar öllum flokkspólitískum sjónarmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni er veiki punkturinn í áhugaverðum hugmyndum borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Á þetta hafa margir bent. Dagar flugvallar í Vatnsmýrinni eru á enda og órökrétt að ætla sér að endurskipuleggja byggðina í höfuðborginni með jafn róttækum hætti og tillögur sjálfstæðismanna gera ráð fyrir án þess að höggva á hnútinn um framtíð flugvallarins. Nú reynir á dirfsku og framsýni forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem aldrei fyrr. Um leið og kveðið er upp úr um það að Vatnsmýrin verði ásamt með öðru íbúðarhverfi og flugvöllurinn hverfi er hægt að bregðast við eðlilegri gagnrýni á þá þætti tillagnanna sem vakið hafa upp spurningar um umhverfis- og náttúruvernd. Menn hafa til dæmis lýst áhyggjum vegna hugmyndarinnar um brúargerð út í Viðey og er full ástæða til að skoða þau andmæli vandlega. Eyjabyggð í Kollafirði er ekki fráleit ráðagerð en það er líka mikilvægt að eiga aðgang að útivistarsvæðum og óspilltri náttúru á þessum stöðum. Ljóst er af viðtökum sem ýmsar skipulagstillögur að undanförnu, jafnt í Reykjavík sem utan borgarinnar, hafa fengið að umhverfissjónarmið, náttúru- og minjavernd, vega þungt í huga mjög margra. Það sýnir meðal annars gagnrýnin sem fram hefur komið á áform Reykjavíkurborgar að breyta stórum hluta útivistarsvæðisins við Öskjuhlíð og Nauthólsvík í malbikað háskólabyggingasvæði. Ádeilan á skipulag Urriðaholts í Garðabæ er af sömu rótum runnin. Einnig áhuginn á að vernda gömul hús við Laugaveginn í Reykjavík og mjólkursamlagsbygginguna í Borgarnesi. Mikilvægt er að þeir sem setja fram stórhuga skipulagshugmyndir hafi bæði sjónarmiðin í huga, nýsköpun og nýbyggingar og verndun náttúru og minja. Þetta tvennt þarf að haldast í hendur. Engin sátt getur annars tekist um skipulagsmál. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa hlotið hrós fyrir frumkvæði sitt í skipulagsmálum. Það er réttmætt. Vonandi fara forystumenn flokkanna sem standa að R-listanum ekki í skotgrafirnar, eins og borið hefur á, heldur nýta sér tækifærið til að endurskoða eigin hugmyndir og áætlanir. En skipulagsmálin snúast í rauninni hvorki um hægri né vinstri eins og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi bendir á í Morgunblaðinu á laugardaginn. Þau snúast um mannlífið í borginni og um þau þarf á endanum að takast víðtæk sátt ofar öllum flokkspólitískum sjónarmiðum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun